— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
hlewagastiR
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 4/12/09
Tapađ - fundiđ (nýjar fréttir: Znatan tengist málinu)

Ég er ađ leita eins og galinn ađ einhverri bestu vísu sem ég hef nokkru sinni lesiđ. Hún er eftir einn af ykkur, ég man bara ekki hvern. Ţetta er níđvísa um óţverra ţann sem Ítalir kalla pestó en vér Íslendingar nefnum súrhey.

Bygging vísunnar er eitthvađ á ţessa leiđ:

Pestó .... .. . . . . . ég tel
.... .. . . . .
.. . . .... . . .
. . .. .
.... . .. . .
.. . . . . .. .
..... .. . . .....
úr lođnum gump á Jóa Fel.

Ég er búinn ađ nota bćđi gestapóleitina og gúggliđ en án árangurs, finn hvorki vísuna né höfundinn. Upplýsingar um hvort tveggja vćru vel ţegnar.

Á sama stađ er ég međ í óskilum ţrjá stálpađa kettlinga, gulan páfagauk og stelpu sem strauk af Stuđlum. Eigendur geta vitjađ ţeirra hjá mér, einkum ef ţeir kunna vísuna.

   (18 af 82)  
4/12/09 20:02

Upprifinn

man ekki eftir ţessari vísu.
Hvernig er stelpan á litinn?

4/12/09 20:02

Regína

Ţessir punktar, eiga ţeir ađ tákna stafi eđa orđ? Ef ţeir tákna stafi, ţá er fjórđa lína ansi skondin. Gćti til dćmis verđiđ upptalning á bókstöfum og og.

4/12/09 21:00

Wayne Gretzky

ég man eftir vísu sem er kannski eitthvađ í áttina

geđveikt mikiđ mig í langar makkavél
og hárlokk svartan hrokkinn vel
af honum ţarna Jóa Fel

4/12/09 21:00

Megas

Ég er Megas.

4/12/09 21:01

Gizur Sigurz

Tengist ţetta eitthvađ Hvćsa?

4/12/09 21:01

Álfelgur

Mig rámar í ţetta... gćti veriđ á einhverjum eftirlćtisstađ Hvćsa. Kaffi Blút eđa Innflytjendahliđinu.

4/12/09 21:02

Isak Dinesen

Ţetta er eftir snillinginn znata. Ótrúlegt meistaraverk.

4/12/09 21:02

Isak Dinesen

Ţađ mćtti fara ađ taka til í leitinni hérna. Mér skilst ađ hćgt vćri ađ keyra "könguló" á vefinn og finna svo hvađa texta sem er hér. Ég nenni ţví ţó ekki - enda einfaldara ađ órangútarnir leysi ţetta sjálfir.

4/12/09 22:00

Wayne Gretzky

Gćti ţetta veriđ af Skabbalút eđa Kaffiblút?

4/12/09 22:00

Isak Dinesen

Ţetta er héđan. Margt hefur ekki fundist viđ leit eftir einhverjar hamfarir sem urđu hér fyrir nokkrum árum.

4/12/09 22:02

Blöndungur

Ţađ ćtti ţá ađ vera hćgt ađ fletta í gegnum innleggjaskrá Znata (sem er á 279 síđum ef ég sé rétt), og láta yfirborđstextaleit hlaupa yfir á hverri síđu á međan. Textaleitin gćti veriđ á einhverju auđkennandi orđi, einsog pestó, Jóa, gump o.s.frv. Og ţá er bara ađ vona ađ vísan sé ekki falin í bláenda einhvers gríđarlangs innleggs. Ţessi gegnumfletting ćtti ekki ađ taka nema um 40-45 mínútur á góđum degi.

4/12/09 22:02

hlewagastiR

Ég nú búinn ađ eyđa gott betur en 40-45 mínútum í ţetta. En heiđur og ţökk hafi sem sá sem getur gert betur.

4/12/09 22:02

Blöndungur

Ţađ er reyndar líka hćgt ađ finna út hvađ leitarvélin nćr langt aftur (mér sýnist hún a.m.k. leita í gegnum innlegg frá árinu 2007, ţó ekki endilega öllu.) Ţá er hćgt ađ afmarka hinn hlutann međ ţví ađ komast ađ ţví hvenćr pestó fór ađ birtast milli tanna á fólki hér, eđa hvenćr ţessi Jói Fel varđ ţekktur. T.a.m. veit ég ekkert hver ţađ er (dagsatt), en ég hćtti alfariđ ađ fylgjast međ fréttum áriđ 2005.
Ţađ er líka spurning hvort innleggjaskráin er fullkomin, og ţá hvort ţađ sé öruggara ađ fletta í gegnum alla helstu kvćđaţrćđi á ákveđnu tímabili. Sem gćti nú útaffyrir sig orđiđ bćđi holl og skemmtileg lesning.

4/12/09 22:02

hlewagastiR

Já, ţess munu dćmi ađ nálir finnist í heystökkum. Sjálfur finn ég yfirleitt aldrei neitt sem ég leita ađ, og a.m.k. ţá ekki fyrr en á síđasta stađnum ţar sem ég leita.

4/12/09 22:02

Bakaradrengur

Leitarvélin nćr aftur ađ hausti 2006, ţegar öll sagan tapađist.
Ég renndi í gegn um Znata í gćr, og fann ţetta ekki.

4/12/09 22:02

Bakaradrengur

Ţessi Jói Fel varđ ţekktur ţegar hann var línumađur hjá KR á síđustu öld. Síđan tók hann viđ fjölskyldurekstrinum á Múlakaffi og hefur útvíkkađ ţađ nokkuđ.

4/12/09 23:00

Regína

Ef ţetta er á nćturgeltinum ţarf líklega ađ leita ţegar hann er opinn.

4/12/09 23:00

Regína

En nei, ég fann ekkert ..

4/12/09 23:01

Barbapabbi

Ég leit inn til ţín til ađ fá gleggri upplýsingar en sá ţig hvergi, sá aftur á móti kettlingana, páfagaukinn og stuđlastelpuna... eftir ađ hafa lagt mat á málin virtist ţetta vćnlegt gisk:

Pest, ógeđ ţađ ei ég tel,
át á köttum smáum.
Páfagauk sem gúrme vel
gljáđan, lauk međ hráum.
Einnig Stuđlastelpu fel,
stríkka vömb nú sjáum.
Frekar mun ég hampa Hel
en hlaupa og kaupa drasl úr vél
sem minnir helst á mađkađ mél
myglađ sagga ţráum.
Fremur lep ég ljúft úr skel
ljótan dauđa og kvöl viđ dvel
en láta í mig litríkt “gel”
úr lođnum gump á Jóa Fel.

4/12/09 23:02

hlewagastiR

Ţessi er nú helvíti góđ hjá ţér, BP.

5/12/09 03:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Jahérnahér... Rannsóknarnefnd Alţingis hvađ ?

Eftir ţónokkur heilabrot & grúsk hefur mér tekist ađ stađsetja umspurđa vísu.

Hún mun hafa veriđ rituđ á stikluvika-ţráđ Skabbalúts föstudaginn 22. júli AD 2005, & virđist hafa veriđ n.k. tilraun međ "viđbćttan" stikluvikahátt. Smeykur er ég um ađ vísuskömmin sé töluvert betri í minningafylgsnum fyrirspyrjanda en hún er í reynd... lćt mig ţó hafa ţađ ađ birta hér slóđ á síđuna sem um rćđir:

http://www.armbell.com/kvedista/viewtopic.php?t=50&start=48&mfor um=kvedista&mforum=kvedista&subfolder=1&sid=d35e1db1a6c036b08f4e446a 3583d47f&mforum=kvedista

5/12/09 04:00

hlewagastiR

Dásamlegt! Dásamlegt. Hafđu ţökk. Og ţađ ţó ađ ég sé búinn ađ vera ađ yrkja fyrir vakúmiđ ţarna á Skabbalút undanfariđ. Ţar hafđi enginn loggađ inn í tvö ár en nú mćtti best segja mér ađ pleisiđ fyllist á ný. Sem er gott.

5/12/09 04:01

Isak Dinesen

Má ekki endurbirta ţetta hér?

"Pestó selst nú svaka vel
- samt mér viđ ţví býđur.
Smakkast einsog glussa-gel,
grútur, eđa <upp ég sel>
lýsisblandađ lođnumél
úr lođnum gumpi Jóa Fel."

- Z. Natan

5/12/09 04:01

Isak Dinesen

Ţetta er yndisleg vísa.

hlewagastiR:
  • Fćđing hér: 2/11/03 22:29
  • Síđast á ferli: 17/2/19 16:40
  • Innlegg: 3684