— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
hlewagastiR
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Pistlingur - 6/12/08
Heilinn og hjörðin

Úti í náttúrunni lifa hinir hæfu en hinna bíður dauðinn. Náttúran er nefnilega ekki sósíalisti, hún er fasisti. Þó að við fegin vildum breyta því þá er það ekki í okkar valdi.

Aðferðin er grimm - en virkar. Þegar ljón hleypur uppi hjarðdýr, drepur það og étur gagnast það ekki bara ljóninu, vinum þess og þeim sem ræna það. Það gagnast fyrst og fremst hjörðinni sjálfri. Dýrið sem ljónið banaði var nefnilega slappasta dýrið. Það hljóp hægast og gat minnst. Það lamaði í raun alla hjörðina sem þurfti að dragnast með það með sér og dró úr möguleikum hennar til að standa sig í lífsbaráttunni.

Ógæfa hins étna er því gæfa hjarðarinnar. Hún er kvikari, sterkari og hæfari fyrir vikið.

Sama á við um það þegar maður drekkur áfengi. Þá deyr lítill hluti heilafrumanna. Þetta eru augljóslega slöppustu frumurnar, þær sem vinna hægast og geta minnst. Þær lama í raun alla starfsemi í heilanum sem þarf að dragnast með þær með sér og draga úr möguleikum hans til að leysa úr flóknum úrlausnarefnum.

Dauði slíkra heilafruma er því gæfa heilans. Hann verður kvikari, sterkari og hæfari fyrir vikið.

Skál!

   (44 af 82)  
6/12/08 22:01

Stórkostlegt! Skál!

6/12/08 22:01

Regína

Flottasta afsökun fyrir eigin greind sem ég hef séð.

6/12/08 22:01

Regína

Annars hélt ég að þú værir að fara að tala um Ísland og útlönd. Mér létti stórum.

6/12/08 22:01

Vladimir Fuckov

Nú fer maður á risafyllerí stuttu áður en næst þarf að nota heilabúið mikið [Glottir eins og fífl]. Skál !

6/12/08 22:01

Villimey Kalebsdóttir

Mikið hlýt ég að vera með sterkan og hæfan heila.

6/12/08 22:01

Skabbi skrumari

Kröftugt... Skál

6/12/08 22:02

Hugfreður

Þetta minnir mig á póstmanninn úr Staupasteini.

6/12/08 22:02

Billi bilaði

<Þefar af blút>

6/12/08 23:00

Finngálkn

Ég sé að það er nauðsyn að fara og fylla meðbræður mína í stúkunni! - Heilabúshreinsun er greinilega við hæfi.

6/12/08 23:00

Grýta

Já já, gott og vel.
Þegar öll særðu dýrin og þau nýfæddu og þau slöppust deyja, er það fátt sem ver hjörðina.
Það er sama hversu sterk hjörðin er, alltaf er einhver slappastur og að lokum mun hún öll verða étin af rándýrum.
Rándýrum guðaveigum.

6/12/08 23:00

Billi bilaði

<Passar vel upp á nýfæddu heilafrumurnar>

6/12/08 23:00

hlewagastiR

Hér er til þess að taka að heilafrumur tímgast ekki eftir að eigandi þeirra er fæddur. Nýliðun er engin. Það þarf því ekki að hafa áhyggjur af viðkomunni í þessu sambandi. Iðnustu drykkjumenn þyrftu þó e.t.v. að hafa áhyggjur af veiðiþoli stofnsins en hann þollir þó umtalsverða grisjun. Sjáið t.d. bara hvað hann Vímus er mikill snillingur.

6/12/08 23:01

krossgata

Akkúrat. Ég sé í hendi mér að ég verð að herða mig í drykkjunni.
[Sér örla á snilld handan við næstu þynnku]

6/12/08 23:01

Billi bilaði

<Tímgar fleiri heilafrumur>

6/12/08 23:01

Dula

[hristir hausinn og finnur að engar frumur eru eftir]

7/12/08 00:00

Jóakim Aðalönd

Það er ekki skrýtið Dula, þegar þú drekkur allan þennan Gammel Dansk! Almáttugur hvað þú svolgrar þessu í þig kona, ha! Bara flaska fyrir hádegi og önnur eins eftir kaffi...

7/12/08 00:01

Vladimir Fuckov

En hvernig gat Dula fundið að engar frumur væru eftir ef engar frumur voru eftir ? Það þarf nefnilega frumur til að skynja að engar frumur sjeu eftir [Klórar sjer í höfðinu].

7/12/08 00:02

Mikki mús

Bull. Það eru ekkert þau hæfustu sem lifa af í náttúrunni. Þau sem lifa eru þau sem aðlagast best og geta af sér flestu afkvæmin.
<Bullar og rullar>

7/12/08 02:01

Sjöleitið

Eða eins og Geirharður mælti: Betra er að vera stór fiskur í lítilli tjörn en lítill í stórri.

hlewagastiR:
  • Fæðing hér: 2/11/03 22:29
  • Síðast á ferli: 17/2/19 16:40
  • Innlegg: 3684