— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
hlewagastiR
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/11/07
Líkamsvessarnir eru 26 - og ég hef bragðað þá alla

Augnhimnuvökvi

Blóð

Blóðvökvi

Brjóstamjólk

Eyrnamergur

Forbryndisvessi

Gall

Gröftur

Húðfitukirtlaolía

Íblöndunarvessi tíðablóðs

Kvenfullnægingargusa

Legvatn

Lungnavökvi

Meltuþykkni

Millifrumublóðglussi

Millifrumuvökvi

Munnvatn

Nefrennsli /hor

Píkusafi

Sæði

Skeifugarnarglussi

Sviti

Tár

Vatn

Þvag

Æla

Fyrirsetta yfirlýsingu gaf ég á einhverjum þræði og var krafinn nánari skýringa. Þráðarrán er glæpur og því set ég þessa hávísindalegu en um leið gastrónómísku - og jafnvel ögn erótísku - frásögn fram sem félagsrit.

Hér aðeins taldir vessar þeir sem líkami mannkindarinnar - homo sapiens sapiens - getur losað sig við án þess að verða fyrir alvarlegu slysi. Annars flytu hér með margir vessar aðrir, s.s. vökvinn sem umlykur heilann, frumukjarnaglussi og beinmergur. Það eru vessar sem hef ég ekki lagt mér til munns nema af skepnum.

Rétt er að geta þess að ekki er læknisfræðileg hefð fyrir því að flokka saur sem líkamsvessa þó að hann eigi það til að vera í vökva- eða glussakenndum fasa. Auk þess étur maður nú ekki hvað sem er.

Ef þú heldur að ég gangi milli manna og éti úr þeim skítinn þá segi ég bara: hvað heldurðu eiginlega að ég sé? Ertu að gefa í skyn að ég sé eitthvað brenglaður? Ha? Éttann sjálfur!

   (62 af 82)  
2/11/07 05:02

Dula

Já takk fyrir.
Ég er nú ekki matvönd kona en ég hefði nú varla geð í mér að smakka ýmsa vökva af því sem þú nefnir hér að ofan. Ég hef náttúrlega smakkað bróðurpartinn af mínum eigin vessum en ég missti alveg af legvatnssmökkuninni og meltuþykknissmökkuninni, eins er ég afskaplega lítið spennt fyrir því að smakka tíðarblóðið og eyrnamerginn svo ég taki bara fá dæmi.

Má ég spyrja, af hverju ertu búinn að smakka þetta allt saman?

2/11/07 05:02

Regína

Það hafa nú allir bragðað legvatn, þó ekki sé nema sem fóstur sem við höfum öll verið.

Getur þú útskýrt fyrir mér smáþarmaglussa og hvernig hægt er að komast í hann án þess að einhver verði fyrir líkamstjóni?

Og er einhver munur á tárum og augnhimnuvökva, fyrir utan magnið?

2/11/07 05:02

Dula

Já ég tek því þannig að hann hafi sjálfviljugur smakkað á legvatninu og hann muni greinilega eftir því.

2/11/07 05:02

Villimey Kalebsdóttir

Já.. þú segir nokkuð.

Mér þætti líka svoldið gaman að vita afhverju þú hefur smakkað þetta allt..

2/11/07 05:02

hlewagastiR

Dula, þú spyrð hvers vegna ég hafi smakkað þetta allt saman. Svar: Vegna þess að ég er gastrónóm.

2/11/07 05:02

hlewagastiR

Regína: Þet er ekki að furða að þú undir þig á smárþarmaglussanum. Þarna fór ég hugtakavillt. Vessinn heitir skeifugarnarglussi. Hann er ensím sem myndast neðst í maganum og er ætlað að auvelda niðurbrot meltunnar í smáþörmum. Við heiftarleg uppköst getur þessi skeifugarnarglussi skilað sér upp efri leiðina í stað þess að rata á staðinn sem hann er kenndur við. Sá sem upplifir slíkt þarf ekki að að efast um hvað er í gangi því að skeifugarnarglussi er vökva súrastur, hefur ph-gidið 2.

2/11/07 05:02

Tigra

Hvað með lungnavökva? Hrekkur hann einhvertíman upp í mann?

2/11/07 05:02

Herbjörn Hafralóns

Ja hérna, margt á ég nú óreynt og ósmakkað, en ég veit ekki hvort ég kæri mig um að prófa þetta allt saman.

2/11/07 05:02

hlewagastiR

Regina: augnhimnuvökvi kemur ekki úr tárakirtlunum. Þetta er vökvafylling innan í fremsta þriðjungi augans sem sér um að mynda í því hæfilegan þrýsting til þess að það verði mátulega kúpt og sjónin því rétt. Þar sem augnhimnuvökvinn þarf að endurnýja sig reglulega þarf útskilun að koma til. Hann rennúr þó ekki út í augað heldur fer um svokallaða „leiðslu Schlemms“ og þaðan út í blóðrásina. Hver sá sem bragðað hefur á blóði hefur því fengið ofurlítinn skammt af augnhimnuvökva.

2/11/07 05:02

Rattati

Það var og....

2/11/07 05:02

hlewagastiR

Dula: hví skyldi ég ekki hafa smakkað legvatn. Hvað er meira viðeigandi drykkur með fylgjunni?

2/11/07 05:02

Dula

Góð spurning Hlégestur sæll. þar sem ófáir lítrar af legvatni hafa komið útúr mínu eigin legi í gegnum tíðina þá finnst mér eiginlega bara asnalegt að hafa ekki fengið mér smakk. Og þessar fínu fínu fylgjur sem hafa fylgt með, alveg synd og skömm að hafa sleppt þeim ósmökkuðum frá sér.

2/11/07 05:02

hlewagastiR

Tigra: lungnavökvi er óeðlileg vökvasöfnun í lungnahólfinu - þ.e.a.s. því hólfi í líkamanum sem eingöngu ætti að innihalda lungun. Með réttri meðferð soga þetta upp úr manni og þannig skilst lungnavökvinn út.

2/11/07 05:02

Dula

Hvernig í ósköpunum hefurðu komist í þær aðstæður að smakka lungnavökva ?

2/11/07 05:02

Upprifinn

Það liggur við að ég taki mér mín fleygustu orð í munn og þá meina ég þessi sem Jóki notar stundum.

2/11/07 05:02

Furðuvera

Haha, uppskrift að legkökulasagna er til einhverstaðar á netinu. Ætli legvatn sé ekki bara viðeigandi til að skola því niður...

Annað hvort ertu djöfulli menntaður, eða einhver netverji hefur skrifað þetta á undan þér og þú apað það upp eftir honum.

En annars, hvað þótti þér best?

2/11/07 05:02

Regína

Ábyggilega meltuþykknið.

2/11/07 05:02

Kargur

Honum þótti sæðið ugglaust best, amk neytir hann þess oft.

2/11/07 05:02

Dula

Og líklegast mikil framleiðsla á því (sæði) hjá honum, enda mikið hreystimenni sem drekkur tvö glös af legvatni á dag til að koma skapinu í lag[glottir einsog fábjáni]
Já Hlégestur það er ekki af þér skafið.

2/11/07 05:02

Villimey Kalebsdóttir

Haha, já hvað var best? túrblóðið ? sæðið ? eyrnamergurinn ?

2/11/07 05:02

Furðuvera

Fyrst þú aðskildir blóð og blóðvökvann, þá er nú alveg hægt að aðskilja sæði og sæðisvökva og kannski fleira.

Mér sýnist ég hafa smakkað 15 af þessum 26.

2/11/07 05:02

hlewagastiR

Dula: Hvað lunganvökvann varðar þá hafði ég mín ráð með það sem ég get ekki upplýst því þá myndi ég koma þriðja aðila í vandræði.

2/11/07 05:02

hlewagastiR

Ufsi: Éttann sjálfur!

2/11/07 05:02

Wayne Gretzky

Skeifugarnarglussa hef ég nú bara út á kókópöffsið.

2/11/07 05:02

hlewagastiR

Furða: ég er mjög menntaður. Reyndar er ég bara með fjórar háskólagráður en stefni að þeirri fimmtu til að jafna frægt met. Þó hef ég enga menntun á sviði heilbrigðisvísinda.
Samt er þetta ekki stolið frá öðrum netverja. Ég leggst oft lágt - en ekki svo lágt að stela hugmyndum í félagsrit. Ég er ekkert kattar- og pöstudæminu. Ég læt Hannes vin minn um það.

2/11/07 05:02

Dula

Já Hlebbi , það væri nú ekki ónýtt að vera svona víðsmakka einsog þú, það er best að byrja að krossa við atriðin í listanum og klára þau á ári komanda.

2/11/07 05:02

hlewagastiR

Furða aftur: Það kann að vera rétt að ekki eigi að telja blóðvökva upp sem sjálfstæðan vella því hann skilst jafnan út í blóðformi. Hann er um 55% af blóðmassanum og er oft skilinn frá hinum eiginlegu blóðefnum á rannsóknarstofum. Það þarf því aðstoð milliliðar til svo að hægt sé að neyta hans eins og sér.

2/11/07 05:02

Regína

Mér finnst þú svindla dálítið með því að nefna ælu þarna síðast, varstu ekki búin að nefna allt sem er í henni?

2/11/07 05:02

hlewagastiR

Hvað mér þótti best? Það var sennilega forbryndisvessinn þegar ég notaði hann til að krydda gufusoðinn karfa ásamt dassi af fenneli og dilli. Herramannsmatur.

2/11/07 05:02

Dula

[tryllist af hlátri ]
Já ég skal alveg bjóða þér í mat ef þú kemur með kryddið.

2/11/07 05:02

hlewagastiR

Regína: nei, ég hafði ekki talið upp áður öll innihaldsefni ælu. Í henni er sterkar magasýrur og ensími sem er byrjað að brjóta niður matinn í maganum. Þó geta áður upptaldir vessar eins og t.d. skeifugarnarglussi, blóð, gall og munnvatn líka verið í ælunni. Blóð í ælu hefur þó oftast sætt oxun sem er töluverð efnabreyting.

2/11/07 05:02

Furðuvera

Dula, ertu viss um að þú vitir hverju þú ert að bjóða heim til þín?

2/11/07 05:02

Dula

Furða mín , þú misstir greinilega af því þegar ég fékk Frelsishetjuna í heimsókn og hann Slopp, ég held að Hlebbi geti nú vart toppað þá í skringilegheitum.[flissar við tilhugsunina]

2/11/07 05:02

hlewagastiR

Furða: Mér sýnist að hún viti það alveg og bjóði mér þess vegna. Sumar konur sækja mjög í menn eins og mig. Margar reyndar.
Dula: Ég verð því miður að afþakka boðið. Ég er heiðvirður fjölskyldumaður og get því ekki útvegað konum úti í bæ forbryndisvessa. Fennel og dill skal ég hins vegar lána þér ef þig vantar.

2/11/07 05:02

hlewagastiR

Dula: Frelsishetjan lærði allt sem hann kann af mér.

2/11/07 05:02

Dula

Nú jæja , ég bið vel að heilsa eiginkonunni þinni. Já og ég bið kærlega að heilsa Frella litla líka [flissar]

2/11/07 05:02

B. Ewing

Þetta er með því bilaðasta sem ég hef lesið.

2/11/07 05:02

Golíat

Já bilunin ríður ekki við einteyming hjá Hlebba!

2/11/07 06:00

Ívar Sívertsen

Hvar er Billi núna?

2/11/07 06:00

krossgata

[Klórar sér í höbbðinu]

2/11/07 06:00

Garbo

Hvað er eiginlega að þér?

2/11/07 06:00

hlewagastiR

Heyrirðu þetta, Krossgata? Garbo vill vita hvers vegna þú varst að klóra þér í höbbðinu. Vonandi ekki lús.

2/11/07 06:00

krossgata

[Glottir]
Ég hef ekki trú á því, en ég er laus við óværu, á þessa fínu flösu hérna ef þig vantar krydd.

2/11/07 06:00

Garbo

Já, já hlewagastiR, voða fyndinn!

2/11/07 06:00

Tina St.Sebastian

Tja - ég get með vissu sagt að ég hafi smakkað 20 af þessum vessum. Hugsanlega fleiri. Auk þess hef ég etið yfirvaraskegg mitt, tá- og fingurneglur, höfuðhár, epidermis og dermis (og hugsanlega hypodermis). Við étum öll smá parta af sjálfum okkur af og til. Það er ekkert til að skamast sín fyrir.

2/11/07 06:00

Billi bilaði

Ég var einmitt að lesa "Í þröngu rými" eftir Stefán Konung í gær. Aðeins annar stíll, en að sumu leiti er inntakið það sama.

2/11/07 06:00

hlewagastiR

Tina: Þú ert ekki ein á báti. Ég hef til að mynda heyrt um mann nokkrun síðumskorinn sem snæddi af sér flipann burtnumda til að halda upp á áfangann.
Þó að þetta kunni að þykja nokkuð svæsinn autokannibalismni þá hef ég meiri áhyggjur af þér ef þú ert farin að gnaga þig alla leið ofan í hypodermis. Eitt er það að vera með anorexiu eins og við bæi en þegar maður er farinn að narta í sjálfan sig til þess að þyngjast ekki (því að át og afát jafnast út) - þá er anorexían komin á heldur hátt stig.

2/11/07 06:00

hlewagastiR

Ég sé að nokkrir skrifara hér hafa verið að telja upp hver margra vessa þeir hafi neytt en ég sé ekki betur en að viðkomandi telji þá eigin vessa með. Ég tek skýrt fram að ég tel sjálfsþurftarbúskap ekki með þegar ég segist hafa neytt vessanna 26.

2/11/07 06:00

Günther Zimmermann

Þú gleymir einum vessa: kondenseruðum andardrætti.

2/11/07 06:00

Tina St.Sebastian

Ég hef skorið mig ansi djúpt á fingurgómi og þótt heillavænlegra að naga bitann af en láta hann lafa og rekast í.
Sé ekki leyfilegt að telja eigin vessa með, verð ég að lækka töluna niður í 13, en þó með þeim fyrirvara að ég hafi hugsanlega smakkað aðra vessa án þess að vita af.

2/11/07 06:00

Tina St.Sebastian

Gutti: telst kondenseraður andardráttur ekki bara sem munnvatn/vatn?

2/11/07 06:00

Dula

Nei Hlebbi, getur ekki verið.

2/11/07 06:00

Günther Zimmermann

Ekki ef hann kemur út um nefið!
Auk þess eru einhverjir formeltingarvökvar í munnvatni sem varla koma út með andardrætti?

2/11/07 06:00

Huxi

hlewagastiR: Þetta þykir mér athygliverð umræða og sérstaklega hve þú er viljugur að deila með okkur lífsreynslu sem, a.m.k. sum okkar myndu telja til nánustu einka- og feimninimála. En fyrst að þú ert farinn að opna þig á annað borð værir þú ekki til í að segja okkur frá því hvernig þú komst yfir öll þessi vökvasýnishorn?
Mér finnst sennilegast að þú hafir, í sumum tilfellum a.m.k. verið að kryfja lík, þegar að bragðprófunin átti sér stað. En í öðrum tilfellum þykir mér einsýnt að kynferðislegt samneyti við annan karlmann hafi þurft að koma til...

2/11/07 06:00

Furðuvera

Mér datt nú í hug í gærkvöldi þegar ég var lögst til svefns, að það er í rauninni alveg mögulegt að fá smá smakk af cerebrospinal fluid án þess að skaða viðkomandi alvarlega, og það er með mænustungu framkvæmda af atvinnumanni.

Er það ekki bara næsta markmið?

2/11/07 06:01

Kífinn

já hlewagastiR, þetta er hreint magnað rit. Skál í vessum!
Sjálfur er hórkarl þunnur núna og kom þetta skemmtilegum taugaboðleiðum í gang, mér kíður eins og ég sé á lífi. [tekur púslinn]
Huxi: Er þetta ekki nóg berun reynslunnar? Þetta tókst konungi að gera án þess að brjóta trúnað við þriðja aðila og krafa um frekari skýringar held ég væru ekki til þess fallnar að koma boðskap áleiðis.

2/11/07 06:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Jú jú og sei sei já

2/11/07 06:01

Lopi

Hefur þú smakkað ull?

2/11/07 06:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Annar Kóngur kær varst þú ekki komin í biðilsbuxurnar?
Hvernig gengur það ?

2/11/07 06:02

hlewagastiR

GEH: Það er búið að ákveða konunglegt brúðkaup um næstu (GE &) Helgi. Ykkur er öllum boðið og þér ekki síst.

2/11/07 01:01

Lepja

Sumt af þessu hef ég smakkað. En alls ekki allt.

2/11/07 04:01

Dvergurinn

Ég verð að leiðrétta þig, kæri hlewagastiR, sökum illræmdrar smámunasemi minnar og almenns besserwisserháttar.

Vökvi sá sem flæðir um forhólf augans heitir einfaldlega augnvökvi á íslensku (aqueous humor á ensku), ekki aughimnuvökvi, enda er ekkert til sem heitir augnhimna (himnur augans eru margar).
Flæði þessa vökva um forhólfið hefur vissulega áhrif á þrýstinginn í auganu, en þó ekki nóg til þess að breyta lögun hornhimnunar (fremsta hluta augans).

Truflun á flæði augnvökva út um Schlemms-göngin, og hækkun á augnþrýstingi af þess völdum, getur hins vegar valdið (eða átt þátt í) gláku, sem er illvígur sjónhimnusjúkdómur.

Nú hefur þessi leiði misskilningur verið leiðréttur, enda ekki við hæfi að ósannindi standi á vef Baggalúts.

2/11/07 04:02

hlewagastiR

Þakka þér kærlega fyrir, Dvergur.
Í framhaldi af þessu, nú þegar umræðan er að mestu gengin yfir, er rétt að taka fram að ég fann þennan lista á ensku Wikipediu. Hann þýddi ég á nokkurrar þekkingar á anatómíu eða öðrum þáttum viðfangsefnisins og án stuðnings nokkurra grundvallarrita á þessu sviði. Lærðar útskýringar mínar í andsvörum og orðabelgjum eru af sömu rót.
Við vinnslu svaranna tók ég eftir ýmsum alvarlegum ágöllum í frumþýðingu, verst var þó liklega sú að kalla sogæðavökva blóðvökva.
Ég býst við að bróðurparturinn af þessum vessum heiti eitithvað annað í lærðum ritum en ég hef nefnt þá hér. Það breytir engu um það að ég er afar stoltur af nýyrðuni FORBRYNDISVESSI og vonast til að það eigi eftir að skjóta rótum í málinu sem þýðing á pre-ejaculary fluid eða precum.

2/11/07 05:01

Billi bilaði

"Precum Harem"? (Nei, kannski var betra að þeir kölluðu sig "Procol Harum".)

2/11/07 05:02

Isak Dinesen

Þetta er með allrabestu félagsritum sem hér hafa birst. (Og ég hef lesið.)

2/11/07 06:00

Einstein

Hvað með olíuna sem er í skítugu hári? Er það vessi? Olían væntanlega kemur út um hársvörðin, ekki satt? Ég hef að vísu ekki flett þessu upp á Vikivakanum.

2/11/07 06:00

Upprifinn

Forbryndisvessi? Ertu ekki að tala um ástardögg?

2/11/07 06:01

hlewagastiR

Ástardögg? Yndislega væmið orð! Ástardögg, upp við Hraundranga. Nú skil ég þetta allt.

2/11/07 08:00

Furðuvera

[Fær aðsvif yfir flæði lífeðlisfræðilegrar speki á milli bráðmyndarlegra karlmanna...]
Ég get ekki annað en laðast að þessu, úfffff...

hlewagastiR:
  • Fæðing hér: 2/11/03 22:29
  • Síðast á ferli: 17/2/19 16:40
  • Innlegg: 3684