— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
hlewagastiR
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/11/07
Hagavagninn

Dægurlagatextinn um Hagavagninn hefur mér löngum þótt undarlegur í meira lagi. Ljóðmælandi virðist eiga að vera einfeldningur en í flutningi Magnúsar Ólafssonar og nú síðast Megasar fær gaurinn yfirbragð stórhættulegs perverts. Lítum á textann:

Stúlkan mín á heima vestur í Högum
hún er í búð við Laugaveg.

Ljóðmælandi kynnir til leiks „stúlkuna sína“. Þannig taka menn væntanlega eingöngu til orða um unnustu sína eða dóttur sína. Ljóst er að stúlkan er ekki dóttir ljóðmælanda (eða það ætla ég rétt að vona). „Stúlkan mín“ er orðalag sem vart verður notað um stúlku sem maður er bara hrifinn af en er samt ekki með manni - ja nema maður sé haldinn þráhyggju - jafnvel svokallaður eltihrellir (stalker). Ljóðmælandi veit hvar hún á heima.
Stúlkan „er í búð við Laugaveg“. Ég læt alveg vera að hártoga þetta og geri bara ráð fyrir að hún vinni í búð við Laugaveg.

Miðdepill í ótal ástarsögum
enginn veit það betur en ég.

Getur verið að prentaðar hafi verið ótal ástarsögur um þessa búðarstúlku á Laugavegi? Það er hæpið. Hún er væntanlega miðdepill í kynórum karlmanna. E.t.v. bara eins karlmanns. Enginn veit það betur en ljóðmælandi. Einmitt. Ergo: ljóðmælandi fantaserar um búðarstúlkuna og fróar sér yfirleitt við það tækifæri.

Baby-doll hún selur og nælonsokka
og sjálf um nætur klæðist í.

Takið eftir orðinu „og“ í fyrri línu. Baby-doll er ekki gælunafn ljóðmælanda um stúlkuna heldur selur hún téðar Baby-dollur, ásamt nælonsokkum. Með rannsóknarvinnu (gúgli) hef ég komst að því að kynferðislega eggjandi samfellur eru kallaðar Baby-doll. Sjá t.d. http://elegantlingerie.blogspot.com/2008/07/open-front-underwire-babydoll-adult.html Niðurstaða: stúlkan vinnur í Lífstykkjabúðinni.

Í rauðu hári hefur hún hvíta lokka
og hún er sæt í bikiní.

Hárlitur stúlkunnar er afar óvenjulegur og trúlega aðkeyptur. Það er nú ósköp venjulegt. Hitt er sýnu athyglisverðara að ljóðmælandi veit að hún er sæt í bikini. Við vitum hins vegar ekki enn hvort ljóðmælandi hefur komist að því með vitund og vilja hennar eður ei.

Mig dreymir hennar fríða yndisþokka
þegar ég er háttaður.

Ljóðmælandi hugsar um stúlkuna í kynferðislega eggjandi samfellunni og fróar sér á meðan.

Hún er óræð eins og myndirnar á Mokka
svo maður verður gáttaður.

Undarleg samlíking. Maður verður gáttaður. Myndirnar á Mokka eru herfielga ljótar og oftar en ekki klessuverk eftir misheppnuðu ljóðskáldin sem híma þarna í von um að Steinn Steinarr eða Þórbergur reki inn trýnið.

Með fagursveigða vör sem venusboga
og vöxturinn svona la, la, la.

Stúlkan í kynferðislega eggjandi samfellunni er með neðri vör sem er þremur númerum of stór og er ekkert sérstaklega vel vaxin. Bara svona la la la. Sennilega fitubolla. Ljómælandi gerir ekki kröfur á því sviði.

Sem götuvitar grænu augun loga
og göngulagið cha, cha, cha.

Sem sagt: fitubollan í kynferðislega eggjandi samfellunni er mer skelfilega sjálfsýsandi eiturgrænt augnaráð og kjagar eins og gæs.

Og næfurþunnum náttkjólum hún klæðist
svo næstum sést þar allt í gegn.

Þó að Lífstykkjabúðin selji slíkan varning er hæpið að stúlkan sé þannig klædd í vinnunni. Hún Guðrún mín Steingrímsdóttir, sú sómakona, leyfir það ekki - svo mikið er víst. Nú vitum við hins vegar að ljóðmælandi hefur séð eitt og annað þó að enn sé okkur hulið hvernig það bar að.

Til hennar hverja nótt minn hugur læðist
því einlífið er mér um megn.

Alltaf að fróa sér.

Með henni er ég alltaf einhvern veginn
óstyrkur og skortir magn.

Þetta er dæmigert fyrir margan gluggagæginn og sýnidónann. Þorir ekki að eiga í venjulegum samskiptum.

Hana sæll ég leiði inn Laugaveginn
við laumumst inn í Hagavagn.

Halló! Hvað er hér í gangi? Ég sem hélt að mannfýlan væri þessi venjulegi next-door perri. En hvað gerist? Þau leiðast saman og fara inn í strætisvagn. Ekkert bendir til þess að stúlkan í kynferðislega eggjandi samfellunni streitist á móti og væntanlega gæti hún beðið vagnstjórann eða farþega um hjálp ef gaurinn væri svo grófur að ræna henni með aðstoð strætó. Hér kemur því í ljós að stúlkan stúlkan í kynferðislega eggjandi samfellunni er eitthvað að fokka í ljóðmælanda.

Ég stundum fæ að faðma hana á kveldin
uns fer hún í sitt baby-doll.

Sem sagt: Stúlkan í kynferðislega eggjandi samfellunni leyfir ljóðmælanda að koma með sér inn, þarna á Högunum. Stúlkan í kynferðislega eggjandi samfellunni leyfir ljóðmælanda að faðma sig og fer svo í kynferðislega eggjandi samfelluna sína til að æsa ljóðmælanda alveg brjálæðislega upp.

En samt til þess að sefa ástareldinn
ég syng við hana í dúr og moll.

Vesalings einmana eltihrellis-runkarinn okkar reynist þá vera svo mikið séntilmenni að í stað þess að láta náttúruna taka völdin, slumma glyðruna allrækilega, rífa hana úr kynferðislega eggjandi samfellunni og fylja hana svo uppi á næsta borði - þá fer ljóðmælandi að raula einhver klassískan óþverra, einhverjar prelúdíur eftir Bach og Händel, bara til að stúlkan í kynferðislega eggjandi samfellunni haldi meintu sakleysi sínu og virðingu. Ljóðmælandi er ef til vill naív í meira lagi, hugsanlega félagslega firrtur, jafnvel þroskaheftur - en samt heiðursmaður sem gerir ekki flugu mein. Hitt þykir mér þó sanni nær að ljóðmælandi sé ekkert skertur umfram það það vera oggolítið feiminn. Hann er hins vegar pólitíkst rétthugsandi ungur maður. Móðir hans er ugglaust í stjórn eða aðgerðahópi femínstafélagsins og hefur kennt honum að þó að stúlka sé í flegnum kjól þá þýði það ekki að það megi nauðga henni. Þetta hefur honum verið innrætt af slíku þunga að hann skilur ekki að sama á vart við um stúlku sem býður manni heim til sín eftir vinnu, fer umsvifalaust í gegnsæja, kynferðislega eggjandi samfellu og fer að faðma mann.

Og þótt mig stundum langi að vera lengur
slíkt leyfist ekki að tala um.

Druslan í kynferðislega eggjandi samfellunni kann ekki að meta þessa hógværð. Hins vegar vitum við ekki hvort stúlkan í kynferðislega eggjandi samfellunni vísar ljóðmælanda á dyr vegna þess að hún ætlaði aldrei að vera ljóðmælanda neitt meira en hreðjahrekkir (cock-teaser) eða vegna þess að henni gramdist stórlega að mannfýlan upphóf sálmasöng meðan stúlkan í kynferðislega eggjandi samfellunni var að glenna sig framan í ljóðmælanda. Hvað þykist þetta miður vel gefna fyrirbæri eiginlega vera?

Hún segir alltaf : “Ertu vitlaus drengur,
þú ert að missa af vagninum”.

Þetta skildi ég alltaf bókstaflega - að stúlkan í kynferðislega eggjandi samfellunni væri búin að gera ljóðmælanda passlega graðan en fleygði ljóðmælanda svo út áður en ljóðmælandi tæki upp á þeim óskunda vilja ríða stúlkunni í kynferðislega eggjandi samfellunni. En getur nú ekki bara verið að þessi ágæta stúlka í þessari kynferðislega eggjandi samfellu hafi bara verið svona fúl út af söngnum og tali hér líkingamál: þarna misstirðu af tækifæri til að troða Hagavagninum á þér upp í Hagatorgið á mér, ha!

Með Hagavagni held ég burtu síðan,
já held þá í mitt kalda ból.

Ljóðmælandi er búinn að klúðra þessu. Fer heim í eiginlegum Hagavagni með eigin hálfstífan Hagavaginn í brókinni.

Mig dreymir hennar yndisþokka þýðan
og þennan gegnumsæja kjól.

Ljóðmælandi fróar sér.

En sú er von, að seinna þetta breytist
við baby-doll og brúðarkoss.

Nú hefur ljóðmælandi komist að því að lausnin á þessu vandamáli sé að biðja stúlkuna í kynferðislega eggjandi samfellunni að giftast sér. Þangað til eru það bara Bach og Händel. Og runkið.

Þá um nótt hjá henni að vera veitist
og vagninn ekkert hrellir oss.

Ljóðmælandi ætlar þá ekkert að nota Hagavagninn sinn eftir giftingu. Þetta er verulegt áhyggjuefni, a.m.k. fyrir stúlkuna í kynferðislega eggjandi samfellunni og Hagatorgið hennar.

   (63 af 82)  
2/11/07 03:00

Undir réttu nafni

Þetta þótti mér afskaplega fræðandi, áhugavert en um leið æsandi. Meira takk.

2/11/07 03:00

Billi bilaði

<Bíður eftir að vagninn komi...>

2/11/07 03:00

Upprifinn

Þá um nótt hjá henni að vera veitist
og vagninn ekkert hrellir oss.
Ljóðmælandi ætlar þá ekkert að nota Hagavagninn sinn eftir giftingu. Þetta er verulegt áhyggjuefni, a.m.k. fyrir stúlkuna í kynferðislega eggjandi samfellunni og Hagatorgið hennar.

Þarna finnst mér líklegra að skáldið reikni síður með að þurfa nokkuð að dextra sinn vagn til afrekana.

2/11/07 03:00

Jarmi

Já þær fara illa með piltana, stúlkurnar í Högunum.

2/11/07 03:00

hlewagastiR

Billi: ertu svoleiðis?
Ufsi: þetta er ljómandi skýring og ljóðmælanda til meiri sóma en mín.

2/11/07 03:00

Villimey Kalebsdóttir

Sennilega fitubolla?

Annars var þetta alveg stórgott !! [Ljómar upp]
Ég hef gaman af perrum. [Ljómar ennþá meira]

Hef minna gaman af svonefndum stalkerum samt...

2/11/07 03:00

Billi bilaði

Það er svona að vera einn í Ástrallalíu. <Ljómar niður>

2/11/07 03:00

Þarfagreinir

Hér ritar ritsritari:

„Stúlkan mín“ er orðalag sem vart verður notað um stúlku sem maður er bara hrifinn af en er samt ekki með manni - ja nema maður sé haldinn þráhyggju - jafnvel svokallaður eltihrellir (stalker). Ljóðmælandi veit hvar hún á heima.

Við þetta má bæta að átrúnaðargoð (bókstaflega) okkar, hann Enter, orti kvæði um Stúlkuna sína, þar sem ljóst var að téð stúlka vildi ekkert með ljóðmælandann hafa. Má vera að algengt sé í kveðskap að tekið sé svona til orða í hæðni ellegar óskhyggju? Þetta er rannsóknarefni, tel ég.

2/11/07 03:00

Andþór

Epískt.

2/11/07 03:00

Kargur

Loxins skil ég þetta. Takk bleyjuhausinn þinn.

2/11/07 03:00

Kiddi Finni

(fer i Mokka og skálar í kaffi fyrir snillinginn Hlebba)

2/11/07 03:00

Wayne Gretzky

Þetta er örugglega uppáhalds lag Finngálknsins - alltaf að fróa sér.

Spurning hvort gellan neitaði honum bara því hann var svo blóðugur.

2/11/07 03:01

Sundlaugur Vatne

Bara geðveik gargandi snilld, kæri Hlégestur.

2/11/07 03:02

Garbo

Ég ætlaði ekki að nenna að lesa þetta , en mikið er ég nú fegin að ég gerði það. Þetta er almennilegt !

2/11/07 03:02

krumpa

Mikið vildi ég að ég hefði skrifað þetta! Bara snilld.

2/11/07 03:02

krumpa

Er það ekki samt ,,enginn veit það meir en ég" en ekki ,,enginn veit það betur en ég"? Þannig var það alla vega í gufunni hjá ömmu, betur leiðir líka til þess að atkvæðin verða of mörg...eða er ég kannski að rugla?

2/11/07 03:02

krumpa

Eða var það kannski BETR....hmmm...?

2/11/07 03:02

krumpa

Hmm..líklega...meikar sens...

2/11/07 03:02

krumpa

Nú verð ég með þetta óhrætis lag á heilanum það sem eftir er. TAKK KÆRLEGA! (strunsar út og skellir á eftir sér).

2/11/07 03:02

Kífinn

Lengi lifi konkur, skál!

2/11/07 04:00

krossgata

Voðalega dundar maðurinn mikið við handrið.

2/11/07 04:00

Ívar Sívertsen

Ég held ég hafi ekki hlegið jafn mikið síðan ritsritari skoðaði Aravísur.

2/11/07 04:01

Hexia de Trix

Ég á aldrei eftir að líta hið raunheimska Hagatorg sömum augum...

2/11/07 04:01

Wayne Gretzky

Hagatorg..mmmmmm...ég lít það á hverjum degi

2/11/07 04:02

albin

Þar sem að hann veit skuggalega mikið um stúlkuna, og fær að faðma hana létt á kvöldin, en þarf að fara heim. Þá grunar mig hann um að vera bróðir/hálfbróðir/frænda se gerir hann að enn meiri perra. Sé hann bróoðir, er hann líklega eldri bróðir, og fluttur að heiman. Bílaus er hann, enda tekur hann vagninn. Gæti verið atvinnulaus eða bara blankur ræfill.

Gæti haft rangt fyrir mér þar sem að hann gælir við að giftast henni, en redneck's eiga það nú til að giftast innbyrðis.

2/11/07 05:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Stórgóð & haganlega framsett greining.

2/11/07 05:01

B. Ewing

Mín frú segir hana vinna í undirfataverluninni Ég og Þú á Laugaveginum. Annrs hlógum við mikið að þessu riti. Bravúr!

2/11/07 06:00

Einstein

Ég hló nú bara dátt að þessu riti. Þökk fyrir.

hlewagastiR:
  • Fæðing hér: 2/11/03 22:29
  • Síðast á ferli: 17/2/19 16:40
  • Innlegg: 3684