— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
hlewagastiR
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/07
Matreiðsla sjávarrétta og norsk kvennaknattspyrna

Ég sé að orðabelgjasmiðum hér er fyrirmunað að koma auga á kjarna málsins. Ég skrifaði félagsrit í gær þar sem ég gantaðist með muninn á aðferð tveggja þjóða til að takast á við harðstjóra; Rúmenar skutu sinn en íslenska samfylkingin lagði fram bókun um að þau væru ekki rosalega hrifin af okkar (lofuðu samt að gera ekkert í málinu).

Fylltust nú orðabelgirnir hjá mér af umræðu um þágufallsýki. Ég, mig eða mér hlakka(r) til.

Þá henti ég ritinu og endurbirti það lítt breytt til að leysa það úr orðhengilsumræðunni og losna við heimskulega orðabelgi. Svo skerpti ég aðeins á orðalagi hér og hvar til þess að menn héldu nú ekki að pistillinn fjallaði um málnotkun.

Viti menn. Fyllist nú ekki ritið af orðabelgjum þess efnis að ég sé að hvetja til opinberrar aftöku. Hvorki meira né minna. Heiðvirðir Gestapóar í mínus. Það er í ökkla eða eyra hér um slóðir þegar kemur að lesskilningi. Það er allt eða ekkert. Drulla eða harðlífi.

Hvernig er hægt að sneiða svo fimlega framhjá kjarna málsins án þess að koma auga á það sem maður er að reyna að segja?

Nærtækasta skýringin er sú að ég sé ekki fær um að tjá mig svo skiljist. Ég held þó enn í þá von að hér á svæðinu séu tómir bjánar sem eru of tregir fyrir snilling eins og mig. Þó er ég farinn að efast alvarlega. Getur verið að þetta sé einmitt alveg á hinn veginn? Ég er farinn að halda það.

Sennilega er ég samt bara svona umkomlaus af því að ég hefi ekki Jóakim Aðalönd til að bakka mig upp í öllum ógöngum sem ég lendi í með ykkur hin. Meðan ég gat sagt honum að lemja ykkur þorði enginn að rífa kjaft. Nú er ég einn og yfirgefinn.

   (66 af 82)  
1/11/07 03:01

Wayne Gretzky

Hvað ertu að tala um? Þetta var skemmtilegt rit hjá þér...

Viltu ekki setja það aftur inn?

1/11/07 03:01

Anna Panna

Ég skal lemja alla fyrir þig Hlebbi minn, þetta var eðalrit hjá þér!

1/11/07 03:01

Þarfagreinir

Er ég í hópi þeirra sem rætt er hér um? Það er auðvelt að taka hluti til sín þegar engin nöfn eru nefnd.

1/11/07 03:01

krossgata

Ég missti af þessu.
[Lofar sjálfri sér að fara aldrei aftur snemma að sofa]

1/11/07 03:01

hlewagastiR

Þarfi: Þú ert aðalbófinn, maður! Og herr Flick. Svo slatti að grúppíum yðrum. En eins og sést - ef ritið hér að ofan er grannt lesið - þá beinast spjótin að mér frekar en öðrum.

1/11/07 03:01

Þarfagreinir

Já, ég henti fram athugasemd í þá veru að ritið jaðraði við ósmekklegheit (í sjálfu sér saklaust nokk; vil ég meina) - en svo sá ég ekkert hvaða athugasemdir bárust eftir það. Þá hef ég kannski komið einhverri skriðu af stað, en ef svo er var það alls ekki meining mín.

Ritið var einum þræði skondin ádeila á þann aumingjaskap og hræsni að leggja fram marklausa bókun á ríkisráðsfundi, en hinn þráðurinn, umræða um morð á ráðamönnum, fannst mér ögn vafasamari, þó línan hafi verið skautuð fimlega. Þó bað ég þig ekki að eyða ritinu - síður en svo.

Annars nenni ég ekki að rífast um þetta, og íhuga að segja ekki rassgat um pólitísk félagsrit héðan í frá. Þetta er andskotans ormadós, að því er virðist.

1/11/07 03:01

Lepja

Þú ert örugglega klárari en ég. Og það er bara allt í lagi.

1/11/07 03:01

Skabbi skrumari

Fyrirgefðu hlebbi... ég á stóran hlut held ég í báðum skiptunum... [Skammast sín]...

1/11/07 03:01

Skabbi skrumari

Ég sá reyndar ekki hvað kom á eftir mínum orðabelgjum... fór það versnandi?

1/11/07 03:01

hlewagastiR

Herramenn! Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á neinu. Mér þykir bara ljómandi gott að hafa ykkur til að geta kennt um allt sem aflaga fer hjá mér. Þið eruð blórabögglar par exellence!

1/11/07 03:01

Skabbi skrumari

Ég væri alveg til í eins og einn blóraböggul í jólagjöf...

1/11/07 03:01

Golíat

Það er alveg ljóst að eftir að Jóakim fór, þá er enginn hér sem flýgur nálægt þinni venjubundnu flughæð Hlebbi. Ég td flýg alls ekki og hafði einu sinni ekki rænu á að koma með athugasemd um þá Dabba og Chaucescu, sem eru mao merkilega líkir í útliti.

1/11/07 03:01

Billi bilaði

Væri ekki betra ef þetta rit héti „Matreiðsla kvennaknattspyrnu og norskar sjávarfréttir“?

1/11/07 03:01

Vladimir Fuckov

Enn betra væri norræn kvennaknattspyrna í stað norsk kvennaknattspyrna því öll Norðurlöndin verða á EM í Finnlandi næsta sumar. En þetta var nú annars útúrdúr hjá oss sem óvíst er að gleðji höfund fjelagsritsins.

1/11/07 03:01

Billi bilaði

Hver sá mig í sjónvarpinu í gær? (N.B. Þetta var ekki útúrdúr. <Glottir eins og fífl>)

1/11/07 03:01

Tigra

Hlebbi þú ert snúllubossi.

1/11/07 03:01

Golíat

Ég sá öngvan sem getur hafa verið þú Billi, jafn ör og þú ert alltaf.

Hver sá Hérastubbana vini mína í sjónvarpinu á föstudagskvöldið? Þeir voru góðir!

1/11/07 03:01

feministi

Ég hefði svo sannarlega látið þig heyra það ef ég hefði ekki misst af þessu.
Til að sneiða fram hjá kjarna málsins þá vel ég frekar drullu en harðlífi.

1/11/07 03:01

Ívar Sívertsen

Emm... ég í það minnsta tók undir orð þín óbeint með því að benda á líkindi við þrjá stjórnmálamenn sem allir hafa verið í liði hinna seku.

1/11/07 03:01

Regína

Ertu að segja að ég hafi misst af tveimur félagsritum?

1/11/07 03:01

Galdrameistarinn

Helvíti að hafa misst af þessu riti.
Maður hefði getað breytt einhverjum í frosk eða stólfót. Jafnvel vangefna önd.

1/11/07 03:01

Ívar Sívertsen

já eða yfirgefna önd

1/11/07 03:01

Hexia de Trix

Ég er ekkert yfirgefin!
Annars missti ég eiginlega af ritinu sjálfu. Ég var svo upptekin við að reyna að finna út hvaða íslensku stjórnmálamenn þetta voru sem voru fótósjoppaðir svona saman... [Glottir við tönn]

1/11/07 03:01

Órækja

Einhverskonar Salómonsdómur er hér eina augljósa niðurstaðan. Svæðisbúar, sem og sá er ritar ritið, hljóta að vera öll með tölu bjánar.

1/11/07 03:02

Huxi

Svo virðist vera að allt gáfumannapakkið hafi misst af þessu fína félaxriti þínu. Ég missti altént af þvi... [Prísar sig sælann að hafa ekki gert sig að fífli í orðabelg og biðu]

1/11/07 04:00

Ívar Sívertsen

Þú getur sjálfur verið orðabelgur Huxi!

1/11/07 04:00

Upprifinn

Hvur andskotinn er þetta Hlebbi?

ég man ekki betur en að ég svaraði þínu síðasta félagsriti afskaplega skilmerkilega án þess að kvarta.

1/11/07 04:00

Garbo

Þú náðir mér í Matreiðsla sjávarrétta en misstir mig í norsk kvennaknattspyrna.

1/11/07 04:00

hlewagastiR

Ufsi sæll. Svar þitt var frábært. Svo komu hinir.

1/11/07 04:01

Vladimir Fuckov

Hjer ofar sagði Hlebbi: Herramenn! Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á neinu. Mér þykir bara ljómandi gott að hafa ykkur til að geta kennt um allt sem aflaga fer hjá mér. Þið eruð blórabögglar par exellence!

Ef þjer gerið þetta megum vjer þá ekki á móti líka hafa yður sem blóraböggul til að kenna um allt sem aflaga fer hjá oss ? Síðustu vikur höfum vjer t.d. verið með óþolandi þrálátt kvef. Það er oss nokkur ljettir ef vjer loksins getum kennt einhverjum einum um það [Ljómar upp].

1/11/07 04:01

Nornin

Andskotinn, ég missti af þessu riti... en ég get staðfest grun þinn um að hér eru eingöngu tómir bjánar og snillingur líkt og þú ert vanmetinn.
Að skrifa eitthvað gáfulegt fyrir þennan lýð er eins og kasta perlum fyrir svín
[Hleypur í burtu eins hratt og fætur toga]

1/11/07 04:01

hlewagastiR

Vlad: Jú, ég smitaði þig af þessu kvefi. Þetta er reyndar ekki kvef heldur miltisbrandur.

1/11/07 04:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Ég skal segja ykkur það.

1/11/07 04:02

Finngálkn

Hlégestur - ég tek ofan hárkolluna fyrir þínum yfirnáttúrulegu gáfum og óendanlegri þrautseigju til að velta fólki og fíflum uppúr eigin heimsku. En ég get bara ekki sætt mig við að þú skulir vera þarmarallari!

hlewagastiR:
  • Fæðing hér: 2/11/03 22:29
  • Síðast á ferli: 17/2/19 16:40
  • Innlegg: 3684