— GESTAPÓ —
Mikill Hákon
Óbreyttur gestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/12/04
Þjónustufulltrúar

.....

Mikið skelfilega leiðist mér að þurfa að hringja í þjónustufulltrúa. Maður þarf oftast að bíðan í óheyrilega langan tíma, hlustandi á einhvern vælukjóa reyna að syngja, leiðinlega vélrödd tilkynna manni á 30 sek fresti að "þetta sé allt að koma" og svo að lokum tilkynningu um að Þjónustufulltrúinn sé dauður eða eitthvað þvíumlíkt.
Ég er búinn að eiga mjög erfitt tímabil í þessum efnum undanfarið.

Fyrst var það Stöð 2. Þessi annars ágæta sjónvarpsstöð var í einhverju rugli vegna myndlykilsins nýja: "Diðital Ísland".
Ég hringdi og leit hringja í u.þ.b. 30 min þar til ég nennti þessu ekki lengur og skellti á. Þetta lagaðist að sjálfu sér næsta dag.
Svo var það Síminn. Af einhverjum orsökum var enginn sónn heima. Ég hringdi úr GSM farsímanum mínum sem ég var nýbúinn að fylla á heilar 500 krónur. Það vildi ekki betur til en að eftir einhverra mínútu bið tilkynnti helvítis vélógeðið mér að ég væri innistæðulaus. Einhver urðu nú eftirmálin en þetta lagaðist á endanum.

Svo var það Orkuveitan. Allt í einu varð rafmagnslaust í húsinu og ég reyndi að hringja í þessa bölvðu þjónustufulltrúa. Eftir 15 mínútna bið svaraði einn loksins að þetta kæmi allt aftur á eftir nokkrar mínútur. Eftir klukkutíma hringdi ég aftur alveg fokvondur en það var ekkert svarað. Þarna sauð allt upp úr og svo kom á daginn að kapallinn sem flytur rafmagn inn í húsið slitnaði. Fábjánar.

Núna í kvöld var það OgVóðafón. Internetið datt út allstaðar í húsinu og eftir endalausar tilraunir til þess að láta helvítið virka lét ég til leiðast og hringdi í þjónustufulltrúa. Eftir kortérs áhlustun á lélegan bassaleikara og vongóða vélrödd svaraði einn ekki svo gáfaður kappi.
Það fyrsta sem hann náði að hósta upp úr sér var: "Farðu í Tools..."
Þá greip ég fram í fyrir honm og sagði honum að gleyma þessari leið. Proxy settings væri í lagi.
Þá gafst hann upp og sagðist mundu senda mann yfir á morgun.
Ég talaði einfaldlega þá við vin minn sem lagaði vandamálið á svipstundu.

Nei, ég veit ekki hvað ég á að segja. Þessi fyrirtæki virðast ekki tíma því að borga fleiri en einum þjónustufulltrúa í einu.

Það ætti að hýða svona fólk.

   (7 af 58)  
1/12/04 18:02

Haraldur Austmann

Því miður eru allir þjónusutfulltrúar uppteknir en þessu félagsriti verður svarað í réttri röð...

1/12/04 18:02

Limbri

[Hlær sig máttlausan]

Hr. Austmann toppaði þetta alveg.

-

1/12/04 18:02

B. Ewing

Ég ætlaði líka að taka undir þetta en get það ekki sökum hláturs á svari Hr Austmanns!!

1/12/04 19:00

Hexia de Trix

Kæri Hákon. Þú virðist því miður hafa orðið fyrir bölvun. Þessari bölvun verður ekki aflétt fyrr en eftir nokkra mánuði, nema þú gerist þjónustufulltrúi sjálfur. Í þínum sporum myndi ég nesta mig vel upp, leggjast upp í rúm og bíða þar til þetta líður hjá.

1/12/04 19:00

Heiðglyrnir

Eitthvað er skrýtið hvað allir hlakka yfir þessu herra Hákon, eiga orðið allir í þessum fyrirtækjum nema við, sumir eru meira að segja farnir að hljóma eins og þau, hér er eitthvað á ferðinni giska á samsæri.

1/12/04 19:00

Ívar Sívertsen

Það er ekkert undarlegt að þú skulir hafa orðið pirraður á Digishit Ísland... það var víst allt í volli og er víst enn. Síðan gerðist það um áramót að þjónustuver Ogvoðalegt sameinaðist þjónustuveri Digishit Ísland undir nafninu Ogvoðalegt. Maður bíður bara eftir því að maður fái í símann „Þjónustuver Íslands góðan dag, þú ert nr. 3995. Símtölum verður svarað í réttri röð af þremur þjónustufulltrúum okkar. Á meðan þú bíður þá gæti verið gott að fara að pissa, leggja sig eða ef þú ert að hringja úr GSM-frelsisnúmeri að fylla á inneignina. Það er ekki sjens að þú fáir þjónustu alveg á næstunni.“

1/12/04 19:01

Fíflagangur

Verið ekki með þessa "$%&/##"& vitleysu. Það getur engin þjónustufulltrúi verið að hanga í símanum allan daginn, það er full vinna að bulla á Baggalút.

1/12/04 19:01

krumpa

Krúttið mitt - við höfum öll lent í þessu ! Passaðu þig samt á því að ef þú hringir úr Síma-síma í ogvodafón eða fastanet vódafóns þá rukka þeir fyrir biðina!!! Og það er sko ekkert billegt...Lenti einu sinni í því að vera rukkuð um þúsund kall fyrir að hlusta á endalaust ,,því miður" og herfilega lyftumúsik...

1/12/04 19:01

Galdrameistarinn

Það er bara eins og annað með íslendinga og þá frábæru þjónustulund sem þeir hafa til að bera. Stjórnendur fyrirtækjana bera ekkert skynbragð á þetta þar sem þeir þurfa aldrei að nota þessi $%T"$%#$"#%" þjónustuver sjálfir, hringja bara beint inn á deild og málið dautt. Ef þeir þyrftu að nota þessa þjónustu í eigin fyrirtækjum, þá væri þegar búið að laga þetta og bæta þjónustuna. Ég er enn að bíða eftir símtali sem mér var lofað frá OgVodafone fyrir einu og hálfu ári.

1/12/04 20:00

Ívar Sívertsen

Þú getur beðið mikið lengur því að það er búið að skipta hundrað sinnum um eigendur á þeim tíma.

1/12/04 20:00

Skabbi skrumari

Hvaða eilífa kvart er þetta... labbaðu bara til þeirra ef þú nennir ekki að bíða...

Mikill Hákon:
  • Fæðing hér: 8/8/03 20:07
  • Síðast á ferli: 25/6/09 11:12
  • Innlegg: 97
Eðli:
Ógeðslegur maður.
Fræðasvið:
Keisurun, Fuglaskoðun
Æviágrip:
Fæddist sextugur að aldri, gerðist einn af upphafsmönnum Baggalútíu sem tók völdin í Alþingishúsinu seinnihluta ársins 2003 og hefur síðan háð margar styrjaldir til þess að þóknast þeim réttlátu.Var nýlega sleppt af brjáluðum lækni sem hélt honum föngum á ofskynjunarlyfjum.