— GESTAPÓ —
Golíat
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 1/11/03
Við Barónsstíginn...

er jú eitt fyrirtaks kaffihús

Langar að benda ykkur, sem ef til vill ekki vitið það, á að eitthvert besta kaffihús borgarinnar er rekið við Barónsstíginn. Hvorki reykingar né reikningar eru hafðar/-ir þar um hönd, þannig að andrúmsloftið er gott.
Auðvitað er það kaffistofa Blóðbankans sem hér um ræðir og langar mig að beina því til ykkar félagar að láta, þegar ákavítismagnið í blóðinu er í lágstöðu, nokkra dropa drjúpa til góðs málefnis. Og meðtaka ágætis veitingar í afslöppuðu umhverfi. Verst að ekki er opið eftir hádegi á föstudögum, þegar utanbæjarvargurinn (eins og ég) er helst á ferðinni.

   (18 af 30)  
1/11/03 11:01

Von Strandir

Sammála Golíat, skrepp þangað á þriggja mánaða fresti. Virkilega hressandi, gott líka að fylgjast með blóðstatus og þrýstingi. Ágætis súpa í hádeginu.

1/11/03 11:01

Ívar Sívertsen

Það er nú óþarfi að byrja að vera með einhvern smábarnahúmor núna... „er rekið við“... Nei annars ég var bara að grínast... [hmm... DOH!!!] alla vega, þá skilst mér að þarna sé mjög alúðleg þjónusta þó ég hafi aldrei komið þarna. Ég er nefnilega ekki blóðgjafarhæfur sem stendur vegna vaxtarlags.

1/11/03 11:01

Ívar Sívertsen

[leitar að Hákoni]

1/11/03 11:01

Fíflagangur

Frábærasta kaffihús í heimi. Maður getur fengið sér kaffi, lagt sig svo í smástund við notalegt vagg í blóðpokanum og haldið svo kaffidrykkju, blaðalestri og bakkelsisáti áfram í rólegheitum. Mæli eindregið þessu kaffihúsi.
Er reyndar að spá í hvernig Sívertseninnn er eiginlega í laginu, fyrst það má ekki tuttla úr honum hálfpott að blóði.

1/11/03 11:01

Ívar Sívertsen

ég er í laginu eins og segir í laginu...

1/11/03 11:01

Skabbi skrumari

Hvað segiði, má ekki vera Ákavíti í blóðinu, hvað er það lengi að skila sér út ef maður skildi langa til að fara að gefa blóð?

1/11/03 11:01

Tannsi

Ég vorkenni þeim næsta ekki vitund að fá smá Ákavíti með blóðgjöfinni. Og ég myndi giska á að Svívertsen sé annað hvort mjög þykkur eða mjög þunnur.

1/11/03 11:01

Golíat

Smá ákavíti spillir ekki, ég fór bara fram á að innihaldið væri í lágstöðu sem þýðir væntanlega í þínu tilfelli að alkóholmagnið í blóðinu er svipað og í malti - sem er meinhollur drykkur.

1/11/03 11:01

Golíat

Með "þínu tilfelli" á ég við tilfelli Skabba, að sjálfsögðu.

1/11/03 12:00

Galdrameistarinn

Má ekki gefa blóð vegna galdraeiginleika minna. Það ku vera baneitrað venjulegu fólki.

1/11/03 12:01

Rýtinga Ræningjadóttir

Ég má ekki heldur gefa blóð, ég er svo járnlaus. <skakklappast eitthvert burt>

1/11/03 12:01

Vladimir Fuckov

Ætli séu einhver mörk á hvað megi vera mikið kóbalt í blóðinu ?

Golíat:
  • Fæðing hér: 13/10/03 10:42
  • Síðast á ferli: 4/2/19 13:04
  • Innlegg: 7464
Eðli:
Haldinn óþolandi samkeppnisanda.
Fræðasvið:
Garðvísindi, mótauppsláttur og almennir hleypidómar.
Æviágrip:
Prestssonur frá Stökustað í Sinnisveit. Byrjað þar að sitja fé og spinna ull 6 vetra. Fór til sjós 12 vetra að loknu 3 mánaða ströngum farskóla. Er þar enn, enda í góðu plássi hjá Birni "tryllta" Böðvarssyni á teinæringnum Hafgúunni frá Dritvík.