— GESTAPÓ —
Bjargmundur frá Keppum
Óbreyttur gestur.
Saga - 1/11/02
Sagan um gömlu konuna

Smásaga sem ég skrifaði eitt sinn, byggð á sönnum atburðum..

Í litlu hreysi við vegarkantinn sat gömul kona. Hún hafði lifað sitt skeið og gengið gegnum margt súrt sem sætt á ævinni, þótt löng væri biðin enn eftir dauðanum. Hún hafði lifað eiginmann sinn og tvo syni, sem allir hefðu látist í þrálátum stríðshræringum landsmanna. Hún hafði séð margan góðan vininn falla fyrir hendi stríðsherranna, og ekki bættu endalausir uppskerubrestir og sjúkdómar líf hennar neitt. Þó kvartaði hún aldrei. Sama hversu dauðinn tók marga nákomna frá henni og sama hversu hungrið nagaði hana að innan, rak hún ekki upp minnsta vein. Hún vissi sitt hlutskipti í lífinu. Og þótt að litla húsið hennar væri bara lítið herbergi umkringt hlöðnum steinum, var hún ánægð að hafa þak yfir höfuðið. Jafnvel þó að grauturinn sem hún mallaði á hverju kvöldi væri stundum kaldur vegna skorts á eldivið, naut hún þess að hafa eitthvað til að eta. Og þó spjarirnar væru slitnar og skítugar, þakkaði hún fyrir að vera ekki nakin. Og þó sjúkdómarnir he
-,,Heyrðu mig nú!" hvæsti gamla konan út úr sér.,,Á þetta að heita grín?"
Höfundur varð eitt spurningamerki.-,,U, nei, ekki alveg"
-,,Mætti ég spyrja hversu gamall þú ert, ungi maður?"
Höfundur varð forviða, en þorði ekki öðru en að svara-,,Sautján" sagði hann með hikandi röddu.
-,,Seytján!?" Konan varð æf. -,,Ja, það hlaut að vera. Þú hefur greinilega ekki hundsvit á því, hvað gömul kona vill!" sagði konan og saup hveljur.
-,,Nú hvað viltu þá?" Svaraði höfundur og líkaði greinilega illa skammirnar.
-,,Hvað vil ég? Nú, það sama og allar konur á mínu reki vilja; Gull! Smaragða! Hallir með hita! Almennilegt rúm! Skemmtun!"
Eftir augnablik var hún stödd í risastóru herbergi, alsettu gulli frá gólfi upp í loft, sem hlaut að vera einum fimm metrum fyrir ofan hana. Allstórt rúm var um miðjann vegginn. Eldur snarkaði í arni og kokkteilar og framandi ávextir lágu á stóru eikarborði. Herbergi sem hæfir hans og hennar hátign í höfuðborginni. Sjálf var hún klædd í hinn virðulegasta klæðnað.
-,,Þetta er í áttina" náði gamla konan að kreista út úr sér er hún svipaði í kringum sig með hálfgerðum fýlusvip.
-,,Eitthvað meira sem ég get gert fyrir hátignina?" sagði höfundurinn með háðsröddu.
-,,Já! Það myndi ég sko halda! Mig vantar einhverja skemmtun, eitthvað til að hafa mér til dundurs!" Sagði konan og lækkaði síðan röddina: ,,...einhvern ungan og ólíkan eiginmanninum mínum sálugum.."
-,,O, nei væna mín. Ég mun ekki breyta sögunni minni um aumingja gömlu konuna yfir í eitthvað sick-old-fetish-grandma klámsögu" sagði höfundur og var nú orðinn heldur reiður.
-,,Ég held ég gleymi þér bara og geri eitthvað annað núna" sagði höfundur og stóð upp frá borðinu.
-,,Bíddu,hvað ætlar þú að gera?.." Orð gömlu konunnar urðu ekki fleiri því að höfundur tók blaðið upp og krumpaði það saman. Gullhúðaðir veggirnir hrundu saman og allt inni í herberginu brotnaði og gamla konan kramdist inni í brakinu. Hún æpti og orgaði af skelfingu, ópum sem voru nánast ómannleg. Þegar þeim linnti ekki tók höfundur blaðið og kveikti í því. ekki minnkuðu ópin þegar konan fann fyrir eldinum byrja að svíða tærnar á sér. Á endanum var allt orðið að ösku og ópin þögnuð. Höfundi létti og trúði því í einfeldni sinni að sagan um gömlu konuna væri horfin að eilífu og sæist aldrei aftur.
En þegar sumum hlutum er sleppt út í heiminn úr hugarviti mannanna, verður aldrei hægt að losna við þá aftur...

   (22 af 22)  
2/11/03 22:00

hvurslags

Haha

2/12/06 01:01

Regína

Þetta er skemmtileg saga. Vel skrifuð líka.

Bjargmundur frá Keppum:
  • Fæðing hér: 10/10/03 17:12
  • Síðast á ferli: 9/3/11 02:16
  • Innlegg: 53
Eðli:
Í Heimsveldinu Baggalútíu ríkir stórriddarinn Sir Bjargmundur KBE (Knight of the Baggalutian Empire) yfir nefndarmálum, auk þess sem hann sinnir utanríkismálum í hjáverkum. Hann má oftast finna í hinum gríðarstóra kastala sem hýsir nefndarmálaráðuneytið, þar sem hann stundar hvort tveggja að stjórna gangverki samfélagsins með óteljandi nefndum og að borða kleinur og drekka kaffi á tilgangslausum nefndarfundum til að auka himinhá eftirlaun sín enn frekar.Þó svo að minna beri á ráðherranum dags-daglega á opinberum vettvangi heldur en Konungshjónum, Keisara, Forseta eða Forsætisráðherra Baggalútíu, er það í rauninni hann sem stjórnar á bak við tjöldin með krafti nefnda og skriffinnsku, en með því að styrkja stoðir skrifræðis í Heimsveldinu Baggalútíu hefur ráðherrann komið ár sinni þannig fyrir borð að hann getur talist einn valdamesti maður Ríkisins, þar eð ekkert getur farið fram nema að nefndir og skriffinnska komi þar að. Þess á milli er ráðherrann mikið fyrir sopann og á það til að dansa á borðum uppi við gamla diskóslagara, auk þess sem aðaltómstundagaman hans er að reykja vindla og hlæja stórkarlalega.
Fræðasvið:
Alhliða spekúlasjónir, bjúrókratismi og nefndarsköp.
Æviágrip:
-Bjargmundur Svarfdal fæddist á bænum Keppum við Dýrafjörð. Hann kemur af langri röð embættismanna, skriffinna og ógæfumanna.-Skráður í Skálholtsskóla einungis þriggja vetra gamall. Útskrifaður með 6,5 í leikfimi/glímu, 10 í bókfærslu, 8 í latínu og 7 í mótekju.-Hefur átt marga lærifeður og samstarfsmenn í gegnum tíðina, en þar á meðal eru Guðbrandur biskup, Magnús Stephensen, Bólu-Hjálmar, Herbert Spencer, Max Weber o.fl.