— GESTAPÓ —
Bjargmundur frá Keppum
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 5/12/05
Hernaðarbrölt

Birtist fyrst sem færsla á spjallþráðunum

Það vita nú allir að fyrirhugað tónlistarhús er ekki stjörnusambandsmiðstöð af neinum toga. Þetta er skotpallur! Allrahanda skot- og eldflaugamiðstöð, hvort sem skjóta skal á alþjóða- eða alheimsvettvangi. Byggingin er höfð út við sjó til að hlífa öðrum mannvirkjum við truflunum eða skemmdum, en engu að síður er staðsetningin fullkomin við miðstöð siðmenningar og stjórnunar í landinu. Sérstaklega hönnuð formin á ytra gler-byrðinu eru til varnar óvinveittum geislum.

Upphaflega var hið svokallaða "álver" í straumsvík ætlað til þessa starfa, en það þótti ekki nógu öruggt þar sem símar og annar samskiptabúnaður gæti brugðist á ögurstundu. Þegar þessar framkvæmdir eru tilbúnar þarf háttvirtur forsætisráðherra (eða verðandi einræðisherra ef eitthvað er að marka heimildir mínar) einungis að fara út á verönd fyrir utan stjórnarráðið og gefa merki. Það var annaðhvort þessi kostur eða öskjuhlíðin, en þetta þótti fýsilegra þar sem Öryggis- og stjörnustríðsmiðstöð ríkisins er jú í Perlunni, og yrði því of auðvelt að gera báðar stöðvarnar óstarfhæfar í einni árás.

Einnig hef ég heyrt að skotpallurinn verði notaður í afþreyingarskyni, t.d. með flugelda og aðra skemmtun á Menningarnótt, 17.júní og mögulega á Hinsegin dögum.

Er samt ekki alveg merkilegt hvað stjórnvöld eru slök í að dylja yfir leynilegar framkvæmdir sínar? 12 milljarðar fyrir þetta glerhýsi, 4 milljarðar fyrir að setja skitið glerþak á milli vatnstankanna í Perlunni. Halda þeir að almenningur sé blindur?

   (5 af 22)  
5/12/05 03:02

Finngálkn

Hei alltaf gaman af geðbiluðum samsæriskenningasmiðum!

5/12/05 03:02

Nermal

Þetta er nottlega ekkert annað en samsæri frá illri þjóð... Sennilegast frá Norgegi. Það eru jú hálf norskir ráðherrar í ríkisstjórnini..

5/12/05 04:00

Nafni

Gleði ein í gleri finnst
glaumur tanna milli
Nafna varla naumast finnt
normal tónahylli

5/12/05 04:00

Gaz

Ég er sjónskert en ég sé samt. Andskotans normenn og þeirra samsæri.

5/12/05 04:01

Myrkur

Ég held að þetta sé innalandsmál. Borgnesingar eru að íhuga yfirtöku á suðvesturhorninnu fyrst herinn er farinn og við höfum engar varnir.

5/12/05 04:01

Bjargmundur frá Keppum

Nei, Borgnesingar eru aumur lýður og ekki færir um svona brask. Einu varnarúrræði sem þeir hafa til taks þessa stundina eru sprengjuhleðslur við hvorn enda brúarinnar sem gefa örlítið rúm til varnar ef árás er gerð að sunnanverðu.
Annars verða þeir að reiða sig á undirlægjuhátt við Akurnesinga og Reykvíkinga og það að langt er í næsta óvin í norðurátt.

5/12/05 05:01

Jóakim Aðalönd

Ég legg til að við breytum aðeins til og köstum steinum í glerhúsið.

5/12/05 05:00

ingólfsfaðir

Þetta eru jú augljóslega norðmenn, danir, svíar og bretar sem þarna eru á ferli. En þar sem þorskurinn, óvinur þeirra, er aðallega Íslenzkur landþorskur, verð ég að segja að mér er það alveg hulið hvers vegna þeir miða tólunum á haf út.

Bjargmundur frá Keppum:
  • Fæðing hér: 10/10/03 17:12
  • Síðast á ferli: 9/3/11 02:16
  • Innlegg: 53
Eðli:
Í Heimsveldinu Baggalútíu ríkir stórriddarinn Sir Bjargmundur KBE (Knight of the Baggalutian Empire) yfir nefndarmálum, auk þess sem hann sinnir utanríkismálum í hjáverkum. Hann má oftast finna í hinum gríðarstóra kastala sem hýsir nefndarmálaráðuneytið, þar sem hann stundar hvort tveggja að stjórna gangverki samfélagsins með óteljandi nefndum og að borða kleinur og drekka kaffi á tilgangslausum nefndarfundum til að auka himinhá eftirlaun sín enn frekar.Þó svo að minna beri á ráðherranum dags-daglega á opinberum vettvangi heldur en Konungshjónum, Keisara, Forseta eða Forsætisráðherra Baggalútíu, er það í rauninni hann sem stjórnar á bak við tjöldin með krafti nefnda og skriffinnsku, en með því að styrkja stoðir skrifræðis í Heimsveldinu Baggalútíu hefur ráðherrann komið ár sinni þannig fyrir borð að hann getur talist einn valdamesti maður Ríkisins, þar eð ekkert getur farið fram nema að nefndir og skriffinnska komi þar að. Þess á milli er ráðherrann mikið fyrir sopann og á það til að dansa á borðum uppi við gamla diskóslagara, auk þess sem aðaltómstundagaman hans er að reykja vindla og hlæja stórkarlalega.
Fræðasvið:
Alhliða spekúlasjónir, bjúrókratismi og nefndarsköp.
Æviágrip:
-Bjargmundur Svarfdal fæddist á bænum Keppum við Dýrafjörð. Hann kemur af langri röð embættismanna, skriffinna og ógæfumanna.-Skráður í Skálholtsskóla einungis þriggja vetra gamall. Útskrifaður með 6,5 í leikfimi/glímu, 10 í bókfærslu, 8 í latínu og 7 í mótekju.-Hefur átt marga lærifeður og samstarfsmenn í gegnum tíðina, en þar á meðal eru Guðbrandur biskup, Magnús Stephensen, Bólu-Hjálmar, Herbert Spencer, Max Weber o.fl.