— GESTAPÓ —
Bjargmundur frá Keppum
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 31/10/03
Nýbúar Baggalúts

Nokkuð ber á nýju blóði hér á Baggalútnum, en eigi eru allir á eitt sáttir með þá þróun.
Sjálfur vil ég kenna kennaraverkfallinu um. Saklausir ungir krakkar eru neyddir til þess að sitja heima fyrir framan tölvuna allan daginn og dunda sér. Þegar síður eins og h**i.is og annað dinglumdangl eru hættar að veita þeim þá fyllingu sem þær leita eftir (sem yfirleitt gerist eftir nokkura daga hangs þar inni, fer þó eftir aldri viðkomandi), þurfa téðir einstaklingar að leita annarra leiða til þess að fá útrás.

Því miður hefur hinn ástkæri Baggalútur orðið fyrir barðinu á nokkrum þeirra er römbuðu hingað inn, og bið ég fyrir að sem fæstir hinna villuráfandi unglinga finni leiðina hingað inn. Get ég og vart ímyndað mér hvernig aðrar auðfinnanlegri síður hafa orðið úti í þeirri óöld sem þetta blessaða verkfall hefur leitt af sér.

Ég óska þess að deiluaðilar megi leysa mál þessi og semja, áður en verður um seint. Of mikill skaði er skeður og hafa kennarar sýnt það í einu og öllu hversu þarft verk þeir vinna með því að halda þessum ribbaldalýð innan veggja skólanna.

Ég segi, áfram kennarar!

   (13 af 22)  
31/10/03 09:00

Vamban

Sammála. En sjáum hvað setur. Sumt af nýblóðinu er nú ekki alslæmt.

31/10/03 09:00

Vímus

Þetta eru orð að sönnu, en væri ekki nær að sýna þeim smá umburðarlyndi. Þetta hverfur um leið og verkfall leysist. Það væri hægt að finna verri farveg en Baggalút. Það sem vefst meira fyrir mér, er hvaða íslenskukennslu börn og unglingar fá í dag. Sé hún eins og mig grunar þá tel ég kennara ekki þurfa kauphækkun.

31/10/03 09:00

Hilmar Harðjaxl

Íslenskukennsla í dag er viðbjóðsleg. Kennurum væri nær að halda áfram að kenna stafsetningu upp og í gegnum 10. bekk, frekar en þessa vitagagnlausu orðflokkagreiningu og álíka óþarfa.
Og ég ætti að fá frí!

31/10/03 09:00

Limbri

Nei drengir mínir, það sem vantar er metnaður í krakkana. Ef þeir myndu sjá sóma sinn í vönduðu orðfari og þekkingu á stafsetningarreglum (svo ég tali nú ekki um að einfaldlega nenna að stroka út mistök þegar þau eiga sér stað) þá myndu þessi grey ekki eiga í miklum vandræðum með að koma frá sér öllum sínum hugsunum, tilfinningum og þrám.

-

31/10/03 09:01

Vamban

Já, og þið gleymið eflaust líka hver kunnátta ykkar sjálfra var á sama aldri. En það sem háir þessu krökkum í dag er áhugaleysi. Ástæðan fyrir því er sá að unglingar og börn eru stærsti markhópur í heimi. Þau er bombarderuð daglega með þúsundum auglýsinga. Það stekkur framan í þau allskyns áreiti og á endanum gefast þau bara upp. Verða passív og nenna bara ekki að spá í neinu lengur. Hvaða máli skiptir það að kunna einhverja stafsetningarreglur ef maður rétt nær að gera sig skiljanlegan? Félagarnir skilja hvað sagt er. Er það ekki nóg?

31/10/03 09:01

Vamban

Já, og þið gleymið eflaust líka hver kunnátta ykkar sjálfra var á sama aldri. En það sem háir þessu krökkum í dag er áhugaleysi. Ástæðan fyrir því er sá að unglingar og börn eru stærsti markhópur í heimi. Þau er bombarderuð daglega með þúsundum auglýsinga. Það stekkur framan í þau allskyns áreiti og á endanum gefast þau bara upp. Verða passív og nenna bara ekki að spá í neinu lengur. Hvaða máli skiptir það að kunna einhverja stafsetningarreglur ef maður rétt nær að gera sig skiljanlegan? Félagarnir skilja hvað sagt er. Er það ekki nóg?

31/10/03 09:01

bauv

Ekki hef verið er að breyta tungumálinu ég persósulega vill ekki þessa ensku slettu í málið.

31/10/03 09:01

Vamban

Hmmm? Hví kom þetta tvisvar?

31/10/03 09:02

Goggurinn

Það er víst ávalt að gerast

31/10/03 10:00

Sporkur

YAY! ég er sitjandiþér við hlið... sláðu mig! ...........aumingi

31/10/03 10:01

bauv

Hvað ertu að reyna segja Sporkur.

Bjargmundur frá Keppum:
  • Fæðing hér: 10/10/03 17:12
  • Síðast á ferli: 9/3/11 02:16
  • Innlegg: 53
Eðli:
Í Heimsveldinu Baggalútíu ríkir stórriddarinn Sir Bjargmundur KBE (Knight of the Baggalutian Empire) yfir nefndarmálum, auk þess sem hann sinnir utanríkismálum í hjáverkum. Hann má oftast finna í hinum gríðarstóra kastala sem hýsir nefndarmálaráðuneytið, þar sem hann stundar hvort tveggja að stjórna gangverki samfélagsins með óteljandi nefndum og að borða kleinur og drekka kaffi á tilgangslausum nefndarfundum til að auka himinhá eftirlaun sín enn frekar.Þó svo að minna beri á ráðherranum dags-daglega á opinberum vettvangi heldur en Konungshjónum, Keisara, Forseta eða Forsætisráðherra Baggalútíu, er það í rauninni hann sem stjórnar á bak við tjöldin með krafti nefnda og skriffinnsku, en með því að styrkja stoðir skrifræðis í Heimsveldinu Baggalútíu hefur ráðherrann komið ár sinni þannig fyrir borð að hann getur talist einn valdamesti maður Ríkisins, þar eð ekkert getur farið fram nema að nefndir og skriffinnska komi þar að. Þess á milli er ráðherrann mikið fyrir sopann og á það til að dansa á borðum uppi við gamla diskóslagara, auk þess sem aðaltómstundagaman hans er að reykja vindla og hlæja stórkarlalega.
Fræðasvið:
Alhliða spekúlasjónir, bjúrókratismi og nefndarsköp.
Æviágrip:
-Bjargmundur Svarfdal fæddist á bænum Keppum við Dýrafjörð. Hann kemur af langri röð embættismanna, skriffinna og ógæfumanna.-Skráður í Skálholtsskóla einungis þriggja vetra gamall. Útskrifaður með 6,5 í leikfimi/glímu, 10 í bókfærslu, 8 í latínu og 7 í mótekju.-Hefur átt marga lærifeður og samstarfsmenn í gegnum tíðina, en þar á meðal eru Guðbrandur biskup, Magnús Stephensen, Bólu-Hjálmar, Herbert Spencer, Max Weber o.fl.