— GESTAPÓ —
Glúmur
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 31/10/06
Mónó

Félagsskapur eineyrunga

Komið þið sæl, ég heiti Glúmur Angan og ég er eineyrungur.

Eins og sjá má af mynd minni - þá hef ég einungis eitt eyra.

Vandamál eineyrunga hafa því miður ekki hlotið mikinn hljómgrunn í umræðunni og það er eins og samfélag gestapóa hafi gjörsamlega hundsað vandamálið. Þetta virðist vera svo mikið tabú að margir gestapóar neita að horfast í augu við fötlun sína og eru jafnvel ekki meðvitaðir um að, þeir einnig, eru eineyrungar. Eftir að ég áttaði mig á fötlun minni hef ég nefnilega tekið eftir því að ég er alls ekki eini gestapóinn sem hrjáist af þessu, síður en svo, reyndar virðast tvíeyrungar vera í algjörum minnihluta hér á Gestapó og sjást aðallega í formi eyrnastórra apakatta eða fjórfætlinga af einhverri sort.
Það virðist kominn tími á að vekja máls á þessu alvarlega samfélagslega máli, það er kominn tími til að við bindust böndum og því bíð ég alla eineyrunga velkomna í þennan nýja félagsskap, Mónó.

Við munum ekki sitja við orðin tóm hér í Mónó. Við munum líka berjast fyrir auknum réttindum eineyrunga. Fyrsta yfirlýsta markmið Mónó er að brjóta niður einokun á sölu eyrnalokka. Hvar er réttlætið í því að eineyrungar séu ávallt píndir til að kaupa sér eyrnalokka í pörum og sitja svo uppi með stakan eyrnalokk sem þeir hafa engin not fyrir? Þetta er hrópandi misrétti sem við verðum að leiðrétta. Þegar fram líða stundir getum við svo beint kröftum okkar að niðurlægjandi hönnun á flestum eyrnatólum og -skjólum.

Auk þessa fyrsta markmiðs má gera margt fleira hérna í Mónó, við getum rabbað um heima og geima, rætt um barðasíða hatta, gerfieyru, skipzt á stökum eyrnalokkum og fleira skemmtilegt. Vonandi verður þessi félagsskapur til að lina þjáningar okkar. Hversu oft hef ég ekki rekið mig á vankanta mína, við metnað minn til tónlistargerðar, heyrt nafn mitt kallað en ómögulega getað staðsett hvaðan, hve oft hefur hjarta mitt sokkið þegar ég versla mér hljómskífur merktar stórum stöfum STEREO. Hversu oft hef ég svarað í símann bara til að heyra - ekkert.

En athugið, þó ég vilji síst gera lítið úr skelfilegum örlögum þjáningarbræðra okkar, vaneyrunga, þá fá þeir samt ekki að vera formlegir félagar í Mónó, enda er upp til hópa varla við þá talandi.

Hefur þú spurt þig í dag - hvort þú sérst kannski líka eineyrungur?

   (8 af 24)  
31/10/06 10:01

Vladimir Fuckov

Vjer teljum oss í reynd eineyrung þó eyrun sjeu eins og mynd vor sýnir tvö. Ástæðan er sú að sími er ávallt tengdur við hægra eyrað í þeim tilgangi að hlera símtöl og/eða fjarskipti óvina ríkisins.

31/10/06 10:01

Andþór

Heyr heyr. Skál!

31/10/06 10:01

Dula

Ég hef nú bara ekkert eyra, en hef að vísu bara eina hönd þannig að ég kannski slepp í þennan merkilega félagsskap.

31/10/06 10:01

Billi bilaði

Þú getur a.m.k. sett hinn eyrnalokkinn í nefið. Ég verð að hengja þá á höfuðstafinn minn. <Fer í fýlu yfir því að mega ekki vera með í félagsskapnum>

31/10/06 10:01

Jarmi

Of course I've had it in the ear before.

[Lamast úr hlátri og næstum drukknar í eigin slefi]

31/10/06 10:01

krossgata

Ég heiti krossgata og ég er eineyrungur. Ég nota sítt hár í stað barðasíðra hatta.

31/10/06 10:01

Billi bilaði

Það er verst að einseyringar eru ekki lengur viðurkenndir af Seðlabankanum. <Starir þegjandi út í loftið>

31/10/06 10:01

hvurslags

Það er alveg nóg að hafa eitt eyra ef það er bragareyra.

31/10/06 10:01

Glúmur

Vladimir, hefurðu horft á sjálfan þig grannt í spegli? Þá meina ég virkilega grannt. Mér sýnist þú nefnilega vera eineyrungur líka, ég veit þetta getur verið stór biti til að kyngja en ég held þú ættir að minnsta kosti að ganga í félagið.

31/10/06 10:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Það má nú einnig reyna að rýna í kosti þess að vera eineyrður.
T.a.m. er alveg sama hvað ég drekk mikið - ég kemst aldrei á það stig að vera ´alveg á eyrnasneplunum´ (hef reyndar oft verið ´á herðablöðunum´, en það er annað mál).

31/10/06 10:01

hvurslags

Því er tilvalið að fá sér annan til. Skál! [ljómar upp en minnist snögglega tímamismunarins - grípur um eyra sér og leggst á jörðina í fósturstellingu, nötrandi af pirringi]

31/10/06 10:01

Texi Everto

Þú ert þó allavega rétteyrður hvurslags. Ég er örveyrður! [Nuddar eyrnasnepilinn til að róa sig]

31/10/06 10:01

Regína

[Er ægilega ánægð með eyrnalokkana sína, á báðum eyrum þó það sjáist ekkert nema lokkarnir.]

31/10/06 10:01

J. Stalín

Ek heiti J. Stalín og er eineyrungur.

31/10/06 10:01

Útvarpsstjóri

Ég hlýt að hafa tvö eyru, hvernig ættu þessi stóru fallegu gleraugu annars að tolla á mér?

31/10/06 10:01

Tigra

Megið þið þá leggja í bílastæði fyrir fatlaða?

31/10/06 10:01

Lopi

Heyr!

31/10/06 10:01

Hexia de Trix

Ég þori ekki að gá bak við hárgreiðsluna hvort þar leynist kannski eyra. Ég er líka önd, og þær hafa yfirleitt bara hlustir. [Greiðir hárið vandlega niður svo ekki sjáist í hugsanlegt eyra. Ákveður svo bara að hunsa vandamálið]

31/10/06 10:01

Tina St.Sebastian

Ég hef engin eyru -einungis lykkjur til að krækja grelaugunum á.

31/10/06 10:02

Anna Panna

Ég er ekki með nein eyru. Þess vegna er ég með hárið greitt svona slétt niður meðfram andlitinu. Ég held að það sé ekki minni þörf á að stofna félagsskap vaneyringa. Hexia og Tina, eruð þið memm?!

31/10/06 10:02

Don De Vito

Ljúft, þýðir þetta þá að ég er í ráðandi minnihlutahóp?

31/10/06 10:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Ég las þettað að vísu ekki enn er handviss að það sé snild : Hefur þú skrifað þettað sjálfur ?

31/10/06 13:00

Hrani

Ég er sammála Gísla, Eiríka og Helga

Glúmur:
  • Fæðing hér: 8/8/03 13:32
  • Síðast á ferli: 23/6/16 16:18
  • Innlegg: 45
Eðli:
Ég er Glúmur Angan verzlunar- og múgæsingamaður. Vertu hjartanlega velkomin(n) á þessa lítilfjörlegu síðu mína og endilega fáðu þér kaffibolla og lummu af borðinu.
Fræðasvið:
Verzlunar- og múgæsingamaður
Æviágrip:
Glúmur Angan er fæddur og uppalinn að Hálsakoti í Háadal. Ungur að árum var Glúmur fljótur upp á lag með að gera gys að jafnöldrum sínum og þótti honum þeir tregir. Varð þetta til þess að jafnaldrar Glúms forðuðust hann og óskuðu enskis frekar en að verða ekki fyrir háðslegum skætingi og níðvísum hans er síst varði, varð Glúmur fljótt vinalaus með öllu utan prestinn á Síðu sem Glúmur heimsótti oft og ræddu þeir jafnan saman heilu dægrin.Glúmur þótti duglegur til verks og þá sérstaklega höfuðverks en hann bar því tíðum við að hann gæti eigi farið út á engi eða sinnt gegningum sökum höfuðverks. Glúmur átti eigi í vandræðum með að útskíra höfuðverkinn og sagði hann vegna þess að slíkar gáfur hefði hann að hann hreinlega verkjaði í höfuðið ef hann mætti eigi huxa um eitthvað gáfulegt. Þessu trúði enginn nema presturinn á Síðu sem tæmdi safnaðarsjóðinn til þess að hægt væri að senda Glúm til náms í Lærðaskólanum. Því er skemmst frá að segja að Glúm þótti ekki mikið koma til gáfnafars kennaranna í Lærðaskólanum og sótti því enga tíma, sem varð til þess að Glúmur var rekinn úr skólanum strax á haustmánuðum. Tók þá Glúmur sér allrahanda hluti fyrir hendur og tók stefnuna á þá braut sem hann fylgdi æ síðan sem verzlunar- og múgæsingamaður.Meðal þeirra hluta sem hann var hvað frægastur fyrir var að æsa fyrrverandi bekkjarfélaga sína til að æpa "Pereat" út um alla Reykjavík þó svo að enginn þeirra vissi hvað það þýddi, slíkir vanvitar sem þeir voru, hló þá Glúmur og nuddaði saman höndunum eins og hann gerði svo oft er hann var eitthvað að bralla.Glúmur fór snemma að stunda verzlun og var fljótt farinn að standa í útflutningi. Glúmur var snjall í viðskiptum, ef ekki viðsjárverður, og varð fljótt ríkur af viðskiptum sínum þó stundum orkuðu þau tvímælis. Danska krúnan varð til dæmis að grípa fram fyrir verzlun Glúms í Danmörku þegar hann varð uppvís af því að hafa selt reyðinnar býsn af mjöli til Dana sem síðar kom í ljós að var ekkert annað en vikur og jafnvel alvarlegra var hversu margir veiktust eftir að Glúmur seldi Dönum móköggla sem þrumara. Enn þann dag í dag eru verzlunarsvik Glúms kennd í grunnskólum í Danmörku og á hann væntanlega stóran þátt í því hversu mjög Danir eru kvekktir og varir um sig í návist Íslendinga.Glúmur var í seinni tíð virtur galdrabrennu forkólfur og "ÚltraKóbalt" veldi hans var stórt í sniðum.