— GESTAPÓ —
Frelsishetjan
Fastagestur og  skriffinnur.
Dagbók - 7/12/03
Skjár einn menningarlegur

Hvað er málið með skjá einn.

Ojjj Ég er að hlusta á Skjá einn og afhverju spila þeir ekki vinsæl lög. Er þetta eitthvert lúmskt bragð svo að þeir geti kríað pening útúr menningarsjóð fyrir að vera með menningu?

Menning er fyrirbæri sem fáir gera og það á engin að hafa gert það áður. Þannig verður til þessi magnaða breyta um að finna eða endurfinna nýtt gildi á gömlum hlutum eða hugmyndum.

Menningarefni er það sem engin vill horfa á og hefur þar afleiðandi gagnslausan tilgang. Nema þá fundu þeir upp orðið "menningarlegur" tilgangur.

Þessar kröfur þurfa svo listamenn að uppfylla til að vera listamenn. Þeir þurfa að vera frumlegir það er að segja gera eitthvað sem engum hefur dottið í hug. Það væri kannski eitthvað svipað og að láta sinnep í tómatsósuflösku. Og fyrir alla muni verða þeir að líta asnalega út og vera hlédrægnir og fráhrindandi en að sama skapi verða þeir að vera dularfullir og heillandi.

Ég er ekki alveg að fatta afhverju fólk er að láta fara svona með sig til að verða titlaðir listamenn. Er það svo eftirsóttur titill. Er ekki hægt að vera listamaður ef maður einfaldlega lifir fyrir listina og hefur einstaka hæfileika á því að skapa, en klæðir sig samt eðlilega upp. Þurfa þeir að vera asnalegir til þess að vekja upp umtal. Þannig að þeir í raun virka eins og mannleg auglýsingaskilti. Ekkert ósvipað Jóa á hjólinu og Stebba geit. Eru þeir listamenn?

Nei þegar að ég pæli í þessu öllu saman kemst ég að engri niðurstöðu en samt kemst ég að þeirri niðurstöðu að fólk er fífl og þeim er alveg sama að líti illa út. Bara svo lengi sem að því sé tekið eftir.

   (26 af 50)  
Frelsishetjan:
  • Fæðing hér: 3/10/03 17:51
  • Síðast á ferli: 4/1/08 18:58
  • Innlegg: 151
Eðli:
Drottnari allra vídda og sérlegur sendimaður Baggalútíu þangað.
Fræðasvið:
Svall, svall og aftur svall.
Æviágrip:
Líf mitt var frekar innantómt þangað til að deyjandi vinur minn gaf mér hringinn sinn eftir það jókst matarlyst mín á bæjarfólkinu og börnum. Var síðar vísað úr bænum og fór til fjalla. Lagði þar orka og fisk mér til munns. Kynntist þjófi og hef verið á eftir því sem hann stal frá mér síðan. Náði Hringnum eina aftur og til að gera langa sögu stutta, gleypti ég hann óvart og öðlaðist alheimskrafta.