— GESTAPÓ —
Frelsishetjan
Fastagestur og  skriffinnur.
Dagbók - 6/12/03
Bannsettu Rússarnir komnir.

Þeir hafa nú lagst við kajann.

Nú hafa Rússadjöflarnir lagt skipsbraki sínu við kajann um að gera að reyna að binda allt lauslegt og þá á ég einnig við malbikið á höfninni. Því þessir djöflar stela öllu. Meira að segja þó svo að það sé fylgst með þeim, þeir náðu að stela afturbretti og ventli af vinnuhjóli mínu. Bévítans. Ef þeir ræna vinnuaðstöðu minni þá verð ég sko brjálaður. Svo eru þeir meira að segja svo óprúttnir að þeir hafa rænt skipinu sem þeir eru á frá Þýskalandi og svo monta þeir sig á þessu afreki sínu með því að flagga Þýska fánanum.

Kæmi mér ekki á óvart þegar að ég mæti á Mánudag að frystigeymslurnar og vöruhúsin verði horfin. Hvað þá með öll tækin.

Þeir eru þjófóttari en Adolf Hitler og öll olíufélögin á Íslandi til samans.

   (32 af 50)  
Frelsishetjan:
  • Fæðing hér: 3/10/03 17:51
  • Síðast á ferli: 4/1/08 18:58
  • Innlegg: 151
Eðli:
Drottnari allra vídda og sérlegur sendimaður Baggalútíu þangað.
Fræðasvið:
Svall, svall og aftur svall.
Æviágrip:
Líf mitt var frekar innantómt þangað til að deyjandi vinur minn gaf mér hringinn sinn eftir það jókst matarlyst mín á bæjarfólkinu og börnum. Var síðar vísað úr bænum og fór til fjalla. Lagði þar orka og fisk mér til munns. Kynntist þjófi og hef verið á eftir því sem hann stal frá mér síðan. Náði Hringnum eina aftur og til að gera langa sögu stutta, gleypti ég hann óvart og öðlaðist alheimskrafta.