— GESTAPÓ —
Frelsishetjan
Fastagestur og  skriffinnur.
Dagbók - 31/10/03
Draumur

Væri til í að fá botn í þennan draum.

Mig dreymdi að það væri einhver að reyna að koma mér og kvensu minni fyrir kattarnef með veðurvél. En hvirfilbylurinn sem hún framkallaði og stjórnaði náði ekki meiri ferð en svo að ég gat stungið hann af á vélarvana Peugeot 205 módeli. Og komst ég í skjól hjá Ritstjórn Baggalúts. En þeir voru í einhverjum aflóða kjallara í vesturbæ Kópavogs.

Hvað merkir þetta allt saman. Ég veit það að Hakuchi á veðurvél og Hóras titlaði sig sem veðurguð en eru þeir að reyna að koma mér fyrir kattarnef. Ef svo er að þá eru þeir ekki merkilegir vísindamenn og kom mér einnig á óvart að Ritstjórnin skuli taka upp hanskann fyrir mig.

Þannig að Hakuchi komdu bara!

   (10 af 50)  
31/10/03 18:01

Vladimir Fuckov

Það er augljóst hvað þetta þýðir. Yður hefur dreymt fyrir þeirri bilun er greinilega er í veðurvél Hakuchis þessa stundina og er lýsir sér í því sérlega leiðinlega veðri er nú ríkir hér (norðanrok, frost og kominn lítilsháttar snjór).

31/10/03 18:01

Rýtinga Ræningjadóttir

Migmdreymdi snjó, og viti menn! Sko bara! Ég virðist vera berdreymin.

31/10/03 18:01

Þarfagreinir

Mig dreymdi að svartur maður bættist einhverra hluta vegna í kosningaslaginn í Ameríkunni á síðustu stundu. Svo fór útvarpsvekjarinn í gang, og nokkrir spekingar á Útvarpi Sögu voru að ræða þessar kosningarnar. Þar sem ég var enn hálfsofandi þá breyttust umræddar umræður í vitund minni á þann hátt að þær tóku þennan blökkumann með í reikninginn.

Merkilegt þetta ...

31/10/03 18:01

Finngálkn

Þú hefur örugglega bara þjáðst af aftansöng þessa nótt.

31/10/03 18:01

Hakuchi

Bölvuð veðurvélin! Aldrei hægt að reiða sig á þetta drasl! Ég prófa eitrun næst.

Frelsishetjan:
  • Fæðing hér: 3/10/03 17:51
  • Síðast á ferli: 4/1/08 18:58
  • Innlegg: 151
Eðli:
Drottnari allra vídda og sérlegur sendimaður Baggalútíu þangað.
Fræðasvið:
Svall, svall og aftur svall.
Æviágrip:
Líf mitt var frekar innantómt þangað til að deyjandi vinur minn gaf mér hringinn sinn eftir það jókst matarlyst mín á bæjarfólkinu og börnum. Var síðar vísað úr bænum og fór til fjalla. Lagði þar orka og fisk mér til munns. Kynntist þjófi og hef verið á eftir því sem hann stal frá mér síðan. Náði Hringnum eina aftur og til að gera langa sögu stutta, gleypti ég hann óvart og öðlaðist alheimskrafta.