— GESTAPÓ —
Al Terego
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 9/12/11
Bragarháttur nr 14/100 - Kalevala

Mieleni minun tekevi, aivoni ajattelevi

lähteäni laulamahan, saa'ani sanelemahan,

sukuvirttä suoltamahan, lajivirttä laulamahan.

Sanat suussani sulavat, puhe'et putoelevat,

kielelleni kerkiävät, hampahilleni hajoovat.

Bragarháttur finnska fornkvæðisins Kalevala er afbrigði af trókaísku tetrametri og kallast einfaldlega Kalevala-háttur.
Talið er að háttinn megi rekja aftur til þess tíma er frum-finnska var enn töluð. Atkvæðin má flokka í þrjár gerðir: sterk, veik og hlutlaus. Meginreglan er þessi:

Langt atkvæði (sem inniheldur langt sérhljóð er tvíhljóð eða endar á samhljóði) með aðaláherslu er bragfræðilega sterkt. Sterkt atkvæði getur komið fyrir í risi annars, þriðja og fjórða bragliðar hvers vísuorðs:
Veli /kulta, /veikko/seni

Stutt atkvæði sem ber orðáherslu er bragfræðilega veikt. Veikt orðáhersluatkvæði getur aðeisn staðið í fyrsta braglið en ekki staðið í risi annars, þriðja og fjórða bragliðar og þarf því að hnikast yfir í hnigstöðu:
Miele/ni mi[b]/nun [b]te/kevi (1:1)

Öll atkvæði sem ekki bera orðáherslu eru bragfræðilega hlutlaus. Hlutlaus atkvæði geta staðið hvort heldur er í risi eða hnigi og í hvaða braglið sem er.

Fyrsti bragliðurinn er frjálsastur því að hann leyfi bæði sterk atkvæði í hnigi og veik atkvæði í risi:
Niit' en/nen i/soni /lauloi (1:37)
og:
vesois/ta ve/tele/miä (1:56)

Vísuorð eru oftast af annarri hvorri eftirtalinna gerða:

Venjulegt tetrametur. Orðáhersla og bragáhersla fer saman. Sesúra (málhvíld innan braglínu) er á milli annars og þriðja bragliðar:
Veli /kulta, //veikko/seni

Rofið tetrametur (Finnska: murrelmasäe) er með að minnsta kosti eitt áhersluatkvæði í hnigi. Í þessum línum er yfirleitt engin sesúra:
Miele/ni mi/nun te/kevi

Hefðbundinn Kalevala-bragar notast við báðar þessar gerðir um það bil jöfnum höndum. Frjáls skipting milli venjulegs og rofins tetrameturs er einkennandi fyrir Kalevala-háttinn og greinir hann öðru fremur frá öðrum trókaískum tetrametrum.

Auk þess sem hér er nefnt þarf að hæta fjögurra viðbótarreglna:
a) Í fyrsta braglið er atkvæðalengdin frjáls. Þó að liðir séu almennt tvíkvæðir (trókaískir) getur fyrsti bragliður samt borið þrjú akvæði og jafnvel fjögur.
b) Vísu má ekki ljúka á einkvæðu orði
c) Fjórkvætt orð ætti ekki að standa í miðri vísu. Þetta á eins við þótt orð séu ósamsett.
d) Lokaatkvæði vísu má ekki innihalda langt atkvæði.

   (1 af 5)  
9/12/11 03:01

Regína

Óskaplega eru mörg framandi orð í þessu riti.
En þetta er kraftmikill háttur í flutningi.

9/12/11 03:02

Obélix

Lýst vel a þetta

9/12/11 02:02

Regína

Ég les, og reyni að skilja, eða skynja, en það gengur eitthvað hægt. Er hægt að yrkja á íslensku undir þessum hætti?

9/12/11 03:01

Al Terego

Já örugglega en ég kann það ekki.

31/10/11 04:01

Kiddi Finni

Hef ég reynt að oftast yrkja
orðin mín þá fremur flækja
lista-kunstir lýði lýsa
öllum íllum leiru bera.

Al Terego:
  • Fæðing hér: 15/1/10 15:45
  • Síðast á ferli: 3/9/12 20:37
  • Innlegg: 88
Eðli:
Ég er brakandi nýr Gestapói, hef aldrei komið hingað áður. Datt niður á þennan spjallvef fyrir rælni þegar ég var að skoða Baggalútsfréttir.

Ég þekki ekki kjaft hérna inni og veit ekki hvort ég muni passa inni í netsamfélagið sem hér er. Helstu áhugamál mín eru teningaleikir, kveðskapur, hlutverkaleikir og þó einkum allt sem tengist málminum góða, kóbalti. Ég er frekar mikill málfarsfasisti og drekk ákavíti, oftast með kisunni minni því að ég er svo vinafár a.m.k. ennþá.

Það sem ég hata er aðallega þegar fólk notar svokallaða broskarla í textum og eins þoli ég ekki vef sem ég vil helst ekki nefna en byrjar á hu og endar á gi og er kenndur við Ísland.

Þegar ég skoðaði mig um hér með augum hins ókunna eftir að hafa skráð mig inn í fyrsta sinn rak ég augun í þetta innflytjendahlið og taldi kjörið að gera grein fyrir mér hér. Ég hlakka mjög til að láta busa mig og vonast til þess að þannig kynnist ég fullt af skemmtilegu fólki. Já og meðan ég man, ég er krútt.
Fræðasvið:
Kjarneðlisfræði og sauðfjárrækt. Krútt.
Æviágrip:
Ég einfættur landsbyggðarlúði. Hef hafist við í mínum afdal mest alla ævina og fátt afrekað ef frá er talinn góður árangur í tilraunum með kjarnasamruna. Þyki mikið krútt.