— GESTAPÓ —
Madam Escoffier
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/12/11
Bláeygð og saklaus.

Þegar Madaman lítur í spegil sér hún grá augu stara á móti sér, henni finnast þau gáfuleg og skýr. Þó hefur fólki fundist augu Madömunar skínandi blá og saklaus.

Treystu fólki því annars treystir engin þér, er mottó sem Daman þarf að endurskoða, eða að minnsta kosti læra hvenær á að vantreysta, hvenær eru teikn á lofti sem rétt er að skoða. Hvenær hefur annað fólk farið yfir línuna, að þiggja hjálp eða misnota greiðvikni. Hversu langt á trú og traust á meðborgara að ganga?
Hvenær er rétt að blanda yfirvöldum í málið, á að gefa viðkomandi séns? Á að leyfa fólki að komast upp með eitthvað, því þú ert eina manneskjan sem getur kært. Því enginn meiddist, enginn dó, bara peningar sem eru, púff, horfnir, ásamt öllu því trausti sem þú áður barst til viðkomandi.
Höfuðið á Madömunni snýst í hringi og hún veit vart sitt rjúkandi ráð, að rífast yfir peningum, sór hún eitt sinn, að gera aldrei.

   (3 af 5)  
1/12/11 14:02

Regína

Þetta er bara ömurlegt! Ömurlegt að kæra og ömurlegt að kæra ekki.

1/12/11 14:02

Fergesji

Sé nokkuð ranglega af nokkrum hrifsað, þykir oss sá, er fyrir því varð eiga rétt, að hrifsa það aftur, og er það réttast.

1/12/11 14:02

Billi bilaði

Hvort verður maður sáttari við sjálfan súg í allri framtíð eftir að hafa tekið á máli eða látið það vera? Því þarf hver að svara fyrir súg.

1/12/11 14:02

Vladimir Fuckov

Þetta er óskemmtilegt mjög - vjer myndum telja að eðlileg viðbrögð geti m.a. ráðist af því hve mikla peninga er um að ræða (vjer fáum á tilfinninguna við að lesa þetta að þetta hljóti að vera talsvert meira en t.d. einhverjir örfáir þúsundkallar).

1/12/11 15:00

Texi Everto

Einu sinni var kauði sam stal af mér hnefafylli af dollurum. Hann vissi upp á sig sökina og ég þurfti aldrei að tala við hann framar. Besta nýting dollara sem ég hef vitað!

En ef upphæðin er stór, þá þarf maður að kalla í skerfarann - meira að segja villta vestrið hefur skerfara!

1/12/11 15:01

Kiddi Finni

Þetta er erfitt og ömurlegt. Og erfitt að dæma hvað væri réttast.
Stundum fara lögin og réttlætiskennd manna ekki alveg saman. Hrunverjar vissu þetta. Löglegt en siðlaust. En:
Hvað eru þetta miklir peningar, hvað eru þetta mikilir fyrir þig, hvað eru þetta miklir fyrir hinn aðilann?
Hvað kemur fyrir hann ef þú kærir?
Hvað kemur fyrir þig ef þú kærir?
Hvað kemur fyrir þig ef þú kærir ekki?
Reyndu að ímynda þig í hans stöðu, og öfugt. Hvernig kemur það út?

Ekki láta vaða yfir þig. Rétt á að vera rétt.

1/12/11 15:02

Dula

Stattu með sjálfri þér !

1/12/11 15:02

Garbo

Ljótt er að heyra. [Blótar herfilega] Vonandi finnur þú lausn, sem þú ert sátt við.

1/12/11 15:02

Huxi

Þarftu að láta berja einhvern? Það er alltaf gott að fá hrausta menn til að örva greiðsluviljann hjá skuldseigum skítsokkum.

1/12/11 16:02

Kargur

Skrítið að til sé fólk sem gerir sig ómerkilegt vegna peninga.

Madam Escoffier:
  • Fæðing hér: 19/10/09 12:42
  • Síðast á ferli: 23/6/20 22:08
  • Innlegg: 2541
Eðli:
Ætíð klædd í flöskugrænan síðkjól með krínólíni, blævæng og vel reyrt mitti.
Fræðasvið:
PMS í fáfræði frá Háskólanum í Bárðardal.