— GESTAPÓ —
Heiđursgestur.
Sálmur - 4/12/09
Söngur glćpamannsins

Oft í myrkri arka ég
einn í bragđi glađur.
Nóttin er mér yndisleg,
enda glćpamađur.

Ég vappa um uns vel mér líst
á villu - eđa hreysi.
Inn í ţađ óbođinn brýst,
ţađ bćtir auraleysi.

Sjái ég ţar sjónvarpsskjá
međ svölu gleri flötu,
beint ég set hann bakiđ á
og brölti út á götu.

Síđan fer ég aftur inn
og ég leita meira.
Loks ég finn bíllykilinn,
listaverk o.fl.

Allt ţađ međ mér út ég hef -
einnig hússins frúna.
Í vondum málum vćri' ég ef
vaknađi e-r núna.

   (4 af 25)  
4/12/09 07:01

Al Terego

nokkuđ sama nú mér er
ţó nappir kerlu minni
en viltu skila, skolli, mér
skjánum og bíltíkinni

4/12/09 07:01

Útvarpsstjóri

Góđur ađ vanda!

4/12/09 07:01

Andţór

Frábćrt

4/12/09 07:01

Heimskautafroskur

Afbragđ – enn á ný. Skál!

4/12/09 08:00

Regína

Ljómandi.

4/12/09 08:00

Bakaradrengur

Ef, í verki, vísan ţín
verđur, undir lagi,
flutt, ţá ljótt eitt löggusvín
ţig lýstur kylfuslagi.

4/12/09 08:02

hlewagastiR

Rapparinn Móri má fara ađ vara sig.

4/12/09 08:02

Huxi

Svo ţetta er ţađ sem ţú starfar viđ...

4/12/09 09:02

Günther Zimmermann

O.fl. flokkurinn var nú aldrei listaverk, ha!

4/12/09 12:01

hvurslags

Gćđakalíber, ađ vanda. Minnir á rćningjavísurnar úr Kardemommubćnum...

Pó:
  • Fćđing hér: 22/9/08 01:50
  • Síđast á ferli: 22/5/22 23:24
  • Innlegg: 2331
Eđli:
Áhugamađur um hitt og ţetta.
Frćđasviđ:
Hitt og ţetta.
Ćviágrip:
Borinn í Rvk og veriđ ţar síđan međ undantekningum.