— GESTAPÓ —
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 2/12/08
Frumferð í nýuppgerða laug

Fyrr en í kvöld hafði ég ekki komið í nýuppgerða Kópavogslaug hina eldri - þá sem mér skilst að Póahittni hafi farið fram þarsl. laugardag. Úr þessu bætti ég í kvöld og þótti tilefni til gagnrýni.

Ég brá mér í kvöld fyrsta sinni eftir betrumbætur í Kópavogslaugina gömlu. Þóttu mér breytingarnar vel heppnaðar og laugin orðin allt að því „fokking geðveik“. Ekki hvað síst þótti mér snilldarþrungin bláa gangnarennibrautin, en eftir henni þeyttist ég oftar en telja má á fingrum annarrar handar niður og óx ánægjan með hverri salibunuferðinni. Leyfi ég mér að ganga svo langt að kalla herlegheitin „andskoti flippað stuð“. Pottarnir þóttu mér einnig til stakrar fyrirmyndar, þótt fólkið, sem sat þá, væri jafnmisjafnt og það var margt.

Umhverfið fannst mér allt hið viðkunnuglegasta. Smekklegar lýsingar, ofanvatns og neðan-, mynduðu í samleik við kvöldrökkvann rómantískan blæ, er sveif yfir vötnum eins og ljósfjólublá silkislæða, sem blaktir í hlýjum, hægum andvara. Umgjörðin var öll hin glæsilegasta - sóðaskapur í lágmarki, en þrifnaður, snyrtimennska og hreinlæti í fyrirrúmi. Endurnærður og glaður í bragði eftir frábæra sundferð hélt ég burt úr Kópavoginum og ekki hafði ég ekið langt þegar ég var farinn að skipuleggja í huga mér næsta Kópavogsferðalag með viðkomu í getinni sundlaug.

Þegar öllu er á botninn hvolft get ég ekki annað en gefið endurbættri Kópavogslaug einkunnina „drullufokking magnað helvíti“, sem er nálega hæsta einkunn sem ég gef, og dugar til fimm stjarna.

   (20 af 25)  
2/12/08 09:00

Texi Everto

Screenshot or it didn't happen.

2/12/08 09:01

hlewagastiR

Eftir lestur þessa pistils var ég staðráðinn í að bruna á vagninum mínum, honum Drómundi, beint suður í Kópavog að njóta laugarinnar.

Svo áttáði ég mig á því að önnur eins lofgjörð getur vart verið annað en háð og hætti því við.

2/12/08 09:01

Litla Laufblaðið

Ég er einmitt að fara í þessa yndis laug í kvöld. Hún stenst gæðastaðal minn.

2/12/08 09:01

Villimey Kalebsdóttir

EN HVAÐ MEÐ KÚT KOLKRABBA?

Ég verð þarna í kvöld já..

2/12/08 09:01

Texi Everto

2 félagsrit á forsíðunni sem snúast um sömu sundlaugina? Frábær frumlegheit.

2/12/08 09:01

Villimey Kalebsdóttir

Enda alveg klassa sundlaug.

2/12/08 09:02

Huxi

Er ekki all t í lagi með fólk...
Borga sig inn til stríplast og steypibaða sig innan um aðra alstrípaða einstaklinga af sama kyni. Steypibaða sig til þess eins að fara og sulla í klórblönduðu vatni krydduðu með hári, húðflögum, fellingafitu og þvagi ókunnugs fólks.
HALLÓ... ER EKKI BAÐAÐSTAÐA HEIMA HJÁ YKKUR!!!

2/12/08 09:02

Villimey Kalebsdóttir

Huxi minn.. ertu spéhræddur ?

2/12/08 09:02

Skabbi skrumari

Fín gagnrýni... Skál

2/12/08 10:01

Huxi

Nei Villimey. Ég er ekki spéhræddur enda hef ég enga ástæðu til þess.

2/12/08 10:01

krossgata

Ja, ekki vil ég enda í helvíti svo ég sleppi ferð í þessa laug.

2/12/08 14:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Ég þori ekki fyrir nokkramuni að fara í Kópavog... hef nefnilega heyrt því fleygt, að á undanförnum áratugum hafi fjölmargir lagt leið sína þangað í mesta sakleysi, t.d. kannski bara í sunnudagsbíltúr – en svo ekki ratað tilbaka útúr völundarhúsinu sem gatnakerfi bæjarins er, & hafi því þurft að setjast þar að. Þarna er auðvitað komin skýring á hinum meintu vinsældum bæjarfélagsins, & frasinn góðkunni „það er gott að búa í Kópavogi“ hefur sennilega verið fundinn upp til hughreystingar þessu villuráfandi fólki.

31/10/08 04:02

Fergesji

Já, svei mér, hve þetta ber nýju lauginni gott vitni. Synd, að vér skyldum eigi hafa lesið dóm þenna fyr, en hann er stórgóð ástæða þess, að skipta öðru hvoru úr lauginni við Versali.

Pó:
  • Fæðing hér: 22/9/08 01:50
  • Síðast á ferli: 22/5/22 23:24
  • Innlegg: 2331
Eðli:
Áhugamaður um hitt og þetta.
Fræðasvið:
Hitt og þetta.
Æviágrip:
Borinn í Rvk og verið þar síðan með undantekningum.