— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 3/11/04
Jólaótti

Jólin vekja mig alltaf til umhugsunar.
Ekki endilega þetta sem sum ykkar kynnu að halda, um Jesúbarnið eða friðinn og allt það... auðvitað fljúga margar jólalegar hugsanir gegnum kollinn minn þar sem að ég er mikil jólakisa... en það sem ég hugsaði hvað mest þessi jól var af öðru meiði.

Hugur minn reikar mörg ár aftur í tímann... þar sem ég gat varla setið kyrr af spenningi, og aðeins tilhugsunin um allar gjafirnar létu lítinn tígrishvolp brosa langt út að eyrum og já jafnvel fram hjá þeim.
Auðvitað minnkaði spenningurinn með hverju árinu... það er bara eðlilegt, og ég hef heyrt frá mörgum foreldrum að spenningurinn eigi það til að magnast aftur upp þegar þau eru komin svo sjálf með börn.

Það var samt ekki spenningurinn sem var að plaga mig.
Ég hugsaði meira um jól æsku minnar, sem eru líklega hvað besti tími sem ég á í minni mínu.
Öll fjölskyldan samankomin... Við borðuðum unaðslegan jólamat hérna heima og opnuðum gjafir frá móðurfjölskyldunni, en eftir það fórum við til afa og ömmu í föðurfjölskyldunni og opnuðum gjafir þar.
Daginn eftir á jóladag var svo jólaboð hjá móðurfjölskyldunni.
Þannig hitti ég alla stórfjölskylduna (sem er nú sæmilega stór þar sem að foreldrar mínir eiga bæði 6 systkyni) og það einhvernvegin gerði jólin fyrir mig.
Núna eru foreldrar föðurmíns bæði dáin og ég hitti engan úr þeirri ætt yfir jólin... ég þarf meira að segja að gera mér sérstaka ferð ef ég vil sjá pabba minn eitthvað.
Afi og amma í móðurætt eru orðin svo slöpp að þetta voru fyrstu jólin þar sem þau hreinlega treystu sér ekki til að halda neitt jólaboð.
Þeim fækkar sífellt með árunum sem ég hitti um jólin.. og svo hlýtur að fara að koma að þeim jólum fyrr eða síðar, sem ég fer ekki heim til mömmu í mat, heldur neyðist til að elda hann sjálf og sitja ein við jólatréð með mínum manni.

Ég satt að segja hræðist þessi jól.
Fyrir mér hafa jólin alltaf verið svo mikið fyrir fjölskylduna... en efstu liðirnir eru að falla... og það fer líklega að koma að þeim tíma þegar nýir fara að fæðast.
Ég þarf að fara að búa til mín eigin jól... með eigin jólahefðum... því þessar sem ég ólst upp við... deyja, eins og allt annað.

En hvort á ég að velja að fara fyrst til mömmu eða pabba?
Og hvað með foreldra mannsins?
Hvað ef ég eignast ekki einu sinni mann?
Verð ég bara ein um jólin?

Ég hef ákveðið að forðast þessar hugsanir og hugsa bara um hvern dag fyrir sig.
Ég er að fyllast einhverjum framtíðar ótta... bæði í sambandi við jólin og svo margt annað.
Ég vil helst fara aftur í tímann þegar allt var öruggt og ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af neinu.
Mikið væri það þægilegt.

   (32 af 83)  
3/11/04 05:01

Offari

Og svo koma börnin þín sex með 36 barnabörn í heimsókn. Jólin verða alltaf hátíð barnana og leyfðu nú barninu í þér að blómstra með næstu átttíu ár. Gleðileg öll jól..

3/11/04 05:01

B. Ewing

Jólaboð koma og fara. Hefðirnar sömuleiðis. Þessi upp og niðurheyfing á hve marga hver hefur í kringum sig og hvað mikið er að gera í boðsheimsóknum og þvíumlíku finnst í öllum fjölskyldum. Vittu til, þessi niðurleið á eftir að verða að uppleið þegar afkomendur eða frændsystkin eru orðin boðfær.

3/11/04 05:02

Jóakim Aðalönd

Ég finn til hluttekningar með þér Tigra. Mikið voru þessi jól ömurleg hjá mér! Ekkert jólaskraut eða jólatré, ekkert malt og appelsín, engin steik, bara kalt borð (sem var ekkert sérstakt), engin frændsystkin eða ömmur og afar til að knúsa o.s.fr. Ég ætla að halda tvöfalt upp á jólin næst! Vonandi batnar ástandið hjá okkur báðum...

3/11/04 06:01

Þarfagreinir

[Andvarpar]

Já, lífið var einfaldara og öruggara þegar maður var krakki.

Tigra:
  • Fæðing hér: 26/9/03 14:44
  • Síðast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eðli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hættulegur tígur hér á ferð, nema þið reitið mig til reiði auðvitað.Ég hef enn minn kjaft og mínar klær.. þó svo að ég noti þær sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiði til er erfitt að vera smyglað tígrisdýr og þessvegna þarf ég að láta lítið fyrir mér fara.
Fræðasvið:
Ormalífeðlisfræðingur og formaður Grasormafélags Íslands, talsmaður fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Færeyingarannsóknum.
Æviágrip:
Þið þurfið að ferðast alla leið til Rússlands ef þið viljið finna heimaslóðir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (þá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfðum í Bengaltígrum)Ég ólst þar upp í 5 hvolpa hópi og móðir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung að aldri tók ég upp á því að ferðast og var því miður fönguð í Indlandi og send í dýragarð í Frakklandi.Þar barðist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp að lokum og gerði allt vitlaust í dýragarðinum. Ég flúði land og laumaðist til Bretlands og þaðan í skip sem var að flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifði sældarlífi á leiðinni en það gekk mikið á þegar skipverjar uppgötvuðu mig. Þeir flúðu skipið af skelfingu en ég rak áfram og strandaði á Íslandi þar sem ég hef lifað góðu lífi síðan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.