— GESTAPÓ —
Villimey Kalebsdóttir
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/11/08
Skráning á árshátíð.

Jæja krúttin mín. ‹Ljómar upp›

Núna er komið að því ! Þið verðið að staðfesta komu ykkar á árshátíð svo hægt sé að panta rútu í ræka tíð.

Til að staðfesta komu ykkar þurfið þið bara að senda mér einkapóst. Þið hafið til föstudagsins 30 okt til að framkvæma þennan gjörning.
Því á laugardeginum þarf ég að láta B.Ewing hafa lokatölur.

Í póstinum þarf tvennt að koma fram. Það að þið ætlið að heiðra okkur með nærveru ykkar og hvort þið viljið taka rútu.
Við vitum því miður ekki verðið á rútunni fyrr en við vitum fjöldann. Í fyrra var verðið 1000 krónur, við vonumst til að fá sama díl.

Það kostar 2500 krónur að mæta á árshátíð fyrir þá sem taka ekki rútu og innifalið í því eru þrír áfengismiðar. (Blútur, hvítvín eða rauðvín)

Þið eigið bara að mæta snyrtilega klædd, en þemað verður a ðfinna á Ásláki. Honum verður breytt í Undirheima Baggalútíu.

Á árshátíðinni verða veitt nokkur verðlaun. Flest ykkar hafa nú þegar kosið. Þeir sem hafa ekki kosið geta gert það hérna.
Síðan verða veitt nokkur aukaverðlaun frá ársháríðarnefnd.

Síðan þurfa þeir sem ætla að halda teiti, þar sem rútan getur sótt nokkra saman, að láta mig vita af þessum teitum. Svo hægt sé að búa til rútuplanið. Líka fyrir 30 okt.

Bara svona aukalega, þá ætla ég minnast á það að árshátíðin sjálf er síðan haldin 7 nóvember. ‹Ljómar upp›

Ef það eru einhverjar spurningar, ekki vera hrædd við að spurja. Ég bít ekkert það fast.

Kv. Villimey.

   (7 af 25)  
31/10/08 20:02

Billi bilaði

Ég stefni að mætingu, líklega ekki rúta.

31/10/08 20:02

Jarmi

Þarf maður að taka það fram ef maður nennir ekki að mæta?

31/10/08 20:02

Villimey Kalebsdóttir

Nei, þeir sem ætla ekki að mæta. Þurfa ekki að senda mér skilaboð.

En þeim er frjálst að tjá sig hér.

31/10/08 21:00

Hvort verða nafnspjöld eða sílíkongrímur byggðar á myndum hvers og eins?

31/10/08 21:00

Jarmi

Hvert verður beikon-indexið á árshátíðinni? Og verða einhverjar skinkur?

31/10/08 21:00

Villimey Kalebsdóttir

Nafnspjöld, látum það bara duga.

Jarmi, það verður ekki boðið uppá mat. <glottir>

31/10/08 21:00

Jarmi

Þannig að þeir sem vilja jappla á skinkum þurfa að koma með sínar eigin?

31/10/08 21:01

Huxi

Jarmi, þú ert að rugla. Það eru hvorki skinkur eða hnakkar í Baggalútíu... Það lið er á Hu**.*s.

31/10/08 21:01

Villimey Kalebsdóttir

Nákvæmlega.

Í mínu höfði hefur annars orðið skínka alltaf, verið bleik matarafurð. Til dæmis notuð ofan á brauð.
Ég held mig við það.

31/10/08 21:01

Dexxa

[Hleypur í hringi af spenningi]

31/10/08 21:01

Þarfagreinir

Enn er jafnt í efstu sætunum í einhverjum flokkum í kosningunni. Endilega kjósið, þið sem eigið það eftir. Ég vil ekki þurfa að kasta teningi upp á þetta.

31/10/08 21:02

Herbjörn Hafralóns

Ég skal varpa teningum ef þörf krefur.

31/10/08 21:02

Günther Zimmermann

Ég get líka 'tekið einn fyrir liðið' svo slett sé ensku með íslenskum orðum og unnið alla flokka sem eru jafnir.

31/10/08 21:02

Vladimir Fuckov

Það er reyndar hefð að vjer og/eða Tigra sigri í mörgum flokkum.

31/10/08 22:00

Annrún

Ég hugsa að ég muni reyna að mæta, sleppi ekki góðu teiti..

31/10/08 22:01

Hvæsi

Ég mæti.... líklega ekki... eða hvað... hmmm ég verð kanski á landinu...

31/10/08 22:01

Jóakim Aðalönd

Á hvaða lyfjum ert þú eiginlega Villimey?

31/10/08 22:01

Villimey Kalebsdóttir

Nokkrum.

Undanfarið var ég að prófa það allra nýjasta. Tamiflu. <Ljómar>

31/10/08 22:02

Línbergur Leiðólfsson

Og þeir sem skrá sig ekki samvisku- og sómasamlega samkvæmt leiðbeiningum í þessu félagsriti fá engin árshátíðarnafnspjöld. Og heldur engar tvöþúsundkrónur þó að þeir fari yfir byrjunarreitinn.

<Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér>

1/11/08 00:00

Villimey Kalebsdóttir

<flautar>

1/11/08 00:01

Jóakim Aðalönd

Ég kem sko ekki á þessa kúkaárshátíð!

1/11/08 00:02

Skoffín

Staðfest. Hugsanlega í leðri.

1/11/08 02:01

núrgis

hvernig er það.. Eru nýliðar barðir í stöppu á sviði á svona uppikomum? Eða barðir í svið? Hvað ef ég mæti með nýlagaða sviðasultu?

1/11/08 02:01

Villimey Kalebsdóttir

Nýliðar eru velkomnir.

En í guðanna bænum.. ekki mæta með sviðasultu.

1/11/08 02:02

Regína

Komdu frekar með slátur, Villimey líkar það.

1/11/08 02:02

Línbergur Leiðólfsson

<Ljómar upp> Jú, komdu með sviðasultu!

1/11/08 02:02

Villimey Kalebsdóttir

Engan þorramat! <flökrar>

Þið getið haldið þorrablót eftir jól.

1/11/08 04:01

hlewagastiR

Mér var boðið á árshátíð Austfjarðadeildar Gestapó á dögunum. Þannig er málum háttað að fyrir skemmstu fór ég á eftirlaun og keypti mér eyðibýli lengst austur á Austfjörðum.

Þar var ég búinn að búa í nokkra mánuði án þess að hafa hitt fólk nema mjólkurbílstjórann, sem kom með G-mjólkina annan hvern mánuð.

Svo var það eitt föstudagskveldið eftir að hafa búið þarna mánuðum saman að það var í fyrsta sinn bankað á dyrnar hjá mér og ég fór til dyra.

Fyrir utan stóð stór og drungalegur maður og kynnti sig:

- Offari heiti ég og er nágranni þinn, ég ætla að bjóða þér á árshátíð Austfjarðadeildar Gestapó.

- Takk, svaraði ég, það líst mér vel á ég hef ekki séð fólk í marga mánuði.

Offari var um það bil að fara en sneri sér svo við aftur og sagði:

- Ég ætla að vara þig við, það er mikið drukkið á þessum árshátíðum.

- Það er í góðu lagi, svaraði ég, ég treysti mér til að drekka hvern meðalmann undir borðið.

Þegar Offari var um það bil að fara í annað skiptið þá sagði hann:

- Ég ætla líka að vara þig við því að það er mikið slegist og tekist á á þessum árshátíðum. Menn er iðulega barðir sundur og saman.

- Ég er nú ekki mikið fyrir svoleiðis, svaraði ég, ég reyni að halda mig frá slíku.

Þegar Offari ætlaði að búast til brottfarar í þriðja skiptið sneri hann sér aftur við og sagði:

- Ég þarf líka að vara þig við því að það er mikið riðið á þessum árshátíðum – Mikið riðið

- Það er bara fínt ég hef ekki séð konu í marga mánuði.

Þá kvaddi Offari mig og gekk á brott.

Ég kallaði á eftir Offara:

- Í hverju á ég að vera, á ég að koma í jakkafötum eða lopapeysu?

- Þú ræður því alveg sjálfur. Við verðum bara tveir!

1/11/08 05:00

Þetta var fyndið, hr. H.

1/11/08 05:02

dordingull

Hvenær verður veislan?

1/11/08 06:02

Günther Zimmermann

Hnuss. Það verður engin árshátíð ef prótókollsmeistarinn mætir ekki. Minns pant verða fyllstur.

Villimey Kalebsdóttir:
  • Fæðing hér: 31/8/08 22:59
  • Síðast á ferli: 26/10/16 22:05
  • Innlegg: 8300
Æviágrip:
Er af ætt Ísfólksins. Pínulítið göldrótt.