— GESTAPÓ —
Villimey Kalebsdóttir
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/11/07
Íslenskur Ríkisborgararéttur

Órit með meiru. <br /> <br />

Til þess legg ég, hönd á helga bók, svo það gjörist heyrinkunnugt, að jeg, NN, afsala hjer með rjetti mínum til borgaralegs samfjelags með öllu því er því fylgir, gjefið að heimilisfang á því Herrans ári MMVIII á Nikulásarmessu.

Undirritað með eigin hendi,

-Undirskrift.

   (18 af 25)  
2/11/07 08:01

hvurslags

Hananú. Nú þarftu heldur ekki að vesenast í einhverjum kosningum næsta vor. [ljómar upp]

2/11/07 08:01

Villimey Kalebsdóttir

En það er spurning hvort þetta sé löglegt. Það stendur ekki neinstaðar hver skrifar þetta. Ekki heldur nein dagsetning.
[Klórar sér í höfðinu]

2/11/07 08:01

Jarmi

Hver er NN?

2/11/07 08:01

Vladimir Fuckov

Kannski Glúmur ?

2/11/07 08:02

Villimey Kalebsdóttir

Ég veit það ekki alveg. [Starir þegjandi útí loftið] En, þetta stendur allavega á blaðinu góða.

2/11/07 08:02

Huxi

Iss piss. Íslenskur ríkisborgararéttur er bara prump... Það er sá Baggalútíski sem blífur...

2/11/07 08:02

Hvæsi

Nermal & Næturdrottningin ?
Ert þú þau bæði ? Eruð þið öll Glúmur ?

2/11/07 08:02

Herbjörn Hafralóns

Fyrir mér lítur þetta út eins og óútfyllt eyðublað, ekkert nafn og engin staðsetning uppgefin. Ég tek ekkert mark á þessu.

2/11/07 08:02

Tina St.Sebastian

Á frumritinu er undirskrift og staðsetning - það er augljóslega ekki hægt að gefa þau atriði upp, þar sem óvinir ríkisins gætu komist yfir þær.

2/11/07 08:02

Günther Zimmermann

Með virðingu, kæra fólk, þá er dagsetningin skrifuð mjög skýrt í þessu skjali. Nikulásarmessu ber upp á 6. desember ár hvert (sá siður að gefa í skóinn á Íslandi er kominn frá venju margra Evrópuþjóða að þiggja gjafir frá heilögum Nikulás (Sankti Kláus, Santa Claus)). Ennfremur, þá er þetta opinn eiðstafur, þar eð það stendur NN, fyrir nomen nescio, eða Nebúkadnesar Nebúkadnesarson, þannig að hann er fjölbrúkanlegur, og ekki þarf að skrifa nafnið oftar en sem undirskrift.

2/11/07 08:02

hlewagastiR

Stofnaðu bara Nýju Villimeyju. Láttu hana kaupa eignir gömlu Villimeyjar en skildu skuldirnar eftir hjá henni. Svo lýsirðu þá gömlu gjaldþrota og þig, Nýju Villimeyju, algerlega óviðkomandi málefnum þrotabúsins.

2/11/07 08:02

Upprifinn

Ég hef aldrei tilheyrt neinu samfélagi nema því gestapóska.

2/11/07 08:02

Þarfagreinir

Prýðigóð hugmynd hjá Hlebba.

2/11/07 08:02

Villimey Kalebsdóttir

En, ég (sú gamla) er ekkert skuldug.. ég hef ekkert við Nýja Villimey að gera. [Strunsar út]

2/11/07 09:00

hlewagastiR

OK, láttu þá bara allar gamlar syndir fylgja þeirri gömlu. Nýja Villimey verður þannig hrein mey.

2/11/07 09:00

Villimey Kalebsdóttir

ÞAÐ aftur á móti... er ekki slæm hugmynd. [Ljómar upp við tilhugsunina að losna við gamlar syndir]

2/11/07 09:00

Vladimir Fuckov

Það skiptir engu máli þó Gamla Villimey sje eigi skuldug. Þetta er samt hagkvæmt því einhverntíma verða e.t.v. til skuldir hjá Nýju Villimey og er þá um leið og það gerist hægt að láta Gömlu Villimey yfirtaka þær skuldir. Þar með verður Nýja Villimey alltaf skuldlaus. Framhaldið verður þá síðan eins og Hlebbi lýsti.

2/11/07 09:00

Villimey Kalebsdóttir

Þið viljið semsagt að ég sé til í 2 eintökum ? [Flissar]

2/11/07 09:01

Texi Everto

Tvö eintök eru ekki nóg! Ég vil fleiri villtar meyjar! Ííííaaaa!

2/11/07 10:01

Sundlaugur Vatne

Sá/sú sem ritar fyrirsagnir með hástöfum (sbr. "Ríkisborgararéttur hér að ofan) hefur ekkert með íslenzkan ríkisborgararétt að gera.

2/11/07 10:01

Vladimir Fuckov

Er Ríkisborgari ekki bara einhver sem oft fer í Ríkið ? [Glottir eins og fífl]

2/11/07 10:01

Villimey Kalebsdóttir

Æjii ! Fyrst stóð bara Ríkisborgararéttur. Svo bætti ég íslenskur fyrir framan, svo að það væri nú öllum ljóst að þetta væri sá íslenski. Gleymdi bara að laga.

[Ullar á Sundlaug]

2/11/07 11:00

Þarfagreinir

Ríkisborgari er líka borgari sem fæst í Ríkinu.

2/11/09 05:02

Sannleikurinn

Eru ríkisborgarar hamborgarar með mannakjöti?

Villimey Kalebsdóttir:
  • Fæðing hér: 31/8/08 22:59
  • Síðast á ferli: 26/10/16 22:05
  • Innlegg: 8300
Æviágrip:
Er af ætt Ísfólksins. Pínulítið göldrótt.