— GESTAPÓ —
Geimveran
Heiðursgestur.
Sálmur - 1/11/07
Frumraun

Ég hef nú ekki mikið ort en ætla nú að láta á það reyna.

Hungurmorða maðurinn,
mundar gaffal bitur.
Fljótt þó fær hann matinn sinn,
fram að því hann situr.

Ýsa steikt með smjöri á,
senn mun fylla diskinn.
Kartöflur og kokteil, smá,
kóróna svo fiskinn.

Þið megið endilega benda mér á það ef einhverjar villur eru í þessu og eru öll ráð vel þegin.

   (1 af 3)  
1/11/07 11:01

Amon

Vel ort og það sem er enn betra, þetta fékk mig til að ákveða hvað skal etið í kvöld.

1/11/07 11:01

Jarmi

Töff stöff. Nú langar mig í íslenska ýsu. Já eða þorsk.

1/11/07 11:01

Anna Panna

Mjög gott, sér í lagi sem frumraun! Þú mættir þó gjarnan kynna þér reglur um gnýstuðlun, st-, sm- og se stuðla ekki saman svo fyrri partur seinna erindis er ekki réttur. En þetta er samt gott hjá þér!

1/11/07 11:01

Regína

Jamm, ég var mest spennt að sjá hvort það kæmi gnýstuðlavilla og hvort einhver væri búinn að benda á hana.
En þetta er gott.

1/11/07 11:01

krossgata

Skemmtilegt, miklu betra en ýsan. Það er of stutt milli stuðla í þriðju línu fyrra erindis, betra væri:
Fljótt þó matinn fær hann sinn
eða
Matinn fljótt þó fær hann sinn.

1/11/07 11:01

Upprifinn

Þú verður náttúrulega að æfa þig.
Ef þú skellir þessum vísum inn á skólastofuna muntu fá fullnaðargreiningu á því hvað er vitlaust og hvernig mætti gera þetta betur.

1/11/07 11:01

Wayne Gretzky

Góður félagi!

Þrátt fyrir nokkrar villur.

1/11/07 11:02

Skabbi skrumari

Gott framtak... tek undir orð allra hér fyrir ofan...

1/11/07 11:02

Skreppur seiðkarl

Hverju skiptir þessi gnýstuðlun ef hann gerir þetta með S, S og S í huga?

1/11/07 12:01

Geimveran

Ég ætla nú að láta þetta standa svona, með villum, svona svo samhengið glatist ekki m.a.
Annars þakka ég öllum kærlega fyrir góð ráð.

1/11/07 13:01

Jarmi

Það skiptir eingöngu máli ef hann vill gera þetta "rétt". Öllum er frjálst að semja ljóð/kvæði/vísur undir hvaða reglum svo sem þeir vilja sjálfir. En vilji þeir öðlast samþykki og viðurkenningu meginþorra skálda þá ættu menn annað hvort að halda sig alfarið fjarri reglum eða alfarið við þær. Það gefur ekki góða mynd að "fylgja öllum reglum nema einni", ef svo mætti segja.

1/11/07 13:02

Bölverkur

Geimveran er svo þroskað skáld að hún vill heldur það sem rétt er samkvæmt stuðlanna þrískiptu grein. Þess vegna er sjálfsagt að benda á það sem skar hlustirnar,. Maður bendir á það líka í eiginhagsmunaskyni svo maður geti notið eyrnakonfekts morgundagsins sem hún fóðrar okkur eflaus bráðum á.

Ég vil ekki útskýra nánar það sem aflaga fór hér. Nema ég bendi á þriðju línu fyrra erindis og fyrri hluta annars erindis. Þar er lagfæringa þörf.

En, einhvernveginn verður maður að byrja og flestir hafa byrjað með ólífvænlegri tilburðum en Geimveran.

Geimveran:
  • Fæðing hér: 22/5/08 14:58
  • Síðast á ferli: 25/11/10 21:33
  • Innlegg: 1294
Æviágrip:
Sástu ekki heimildamyndina sem gerð var um mig?