— GESTAPÓ —
Einn gamall en nettur
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 2/11/08
Abagar

Örstutt

Kvikmyndin Avatar er að slá í gegn í kvikmyndahúsunum um þessar mundir.
Avatar gerist á plánetunni Pandóru, þar sem frumstæðir ættbálkar lifa í sátt dýrin og náttúruna. Myndin er stórkostlegt augnakonfekt sem ætti ekki að svíkja neinn, hvorki sjónrænt né sögulega séð. Það eina sem skemmir fyrir er að hér er verið að endurnýta persónur sem við höfum margoft séð áður, helvítis strumpana.
Rétt, þeir hafa þó eitthvað breyst í gegnum árin og í meðferð leikstjórans. Þeir eru t.d. hávaxnari en mig minnti, talsvert fimari og illskeyttari en það breytir því ekki að þetta eru strumparnir.
Og þeir eru reiðir og ætla ekki að láta neinn vaða yfir sig. Hvort sem það eru hátæknivæddir ofurhermenn eða galdrakarl að nafni Kjartan.

   (1 af 11)  
2/11/08 21:01

Huxi

Já gamli. Það er ekkert nýtt undir sólinni. En mér þykir þú full dómharður að gefa myndinni ekki eina einustu stjörnu, bara út af því að þér er ílla við strumpana. Mér finnst þetta a.m.k. 6 stjörnu mynd, enda finnst mér strumparnir æði, t.d. Jarmi

2/11/08 21:01

krossgata

Ég legg ekki í að sjá þetta fyrirbæri. Það hefur enginn enn tjáð sig um það og haldið vatni. Fólk er gefandi þessu stjörnur sem eru ekki til. Ég hef aldrei séð eða heyrt nokkru hampað svona svakalega, en það sem hefur komið næst því hefur svo reynst fánýtt, þ.e. ekki staðist útbelgdar væntingarnar. Því gæti farið svo að ég berji þetta aldrei augum.

2/11/08 21:01

Kargur

Þetta myndskrípi freistar mín jafnmikið og Titanic; nákvæmlega ekki neitt.

2/11/08 22:01

Útvarpsstjóri

Tek undir með Krossu og Kargi.

2/11/08 22:02

Ríkisarfinn

Tek undir með Útvarpsstjóra.

2/11/08 22:02

Billi bilaði

Ég hélt vatni, og hafði þetta um hana að segja:

Sagan var ekki nógu sterk, og ég fékk of oft tilfinninguna að ég væri að horfa á hið skelfilega dansatriði í Matrix 2 sem steindrap þá mynd. Einnig eru aðal vondukallarnir algerar steríótýpur - og aðal-aðal tekinn beint úr Aliens (mynd 2), sem Cameron leikstýrði líka.

Sammála með Sigourney Weaver - æðislegt að fá hana á tjaldið aftur. (Horfði á Aliens 3 daginn eftir Avatar, og skemmti mér betur - sérstaklega að því leiti að flottheitin voru ekki að trufla söguna.)

Myndin er þó hrikalega vel gerð, og stóru strumparnir flottir. Þrívíddin er rosaleg, og gefur fyrirheit um framtíð kvikmynda.

Avatar kemst kannski með tærnar þar sem LOTR hefur hælana, en ekki mikið meira hjá mér.

2/11/08 23:00

Steinríkur

Ég nenni varla að fara á hana nema það séu atriði eins og á strumpaspólunum hér fyrir 20 árum.

3/11/08 05:01

Vladimir Fuckov

Vjer erum núna búnir að sjá þessa mynd og erum ósammála ýmsu hjer. Vjer höfum t.d. aldrei haft jafn sterklega á tilfinningunni á nokkurri mynd sem vjer höfum sjeð að hún marki tímamót í kvikyndasögunni - mynd þessi var tæknilega ólík öllu öðru sem vjer höfum sjeð, hún var þar í allt öðrum gæðaflokki. Vjer erum að vísu að nokkru leyti sammála Billa um söguna, hún gæti verið sterkari og svipað hefur sjest áður (minnir að sumu leyti á Dansar við úlfa o.þ.h. myndir en umhverfið auðvitað allt annað). Þrívíddin er hinsvegar hreint út sagt stórkostleg, svo og umhverfið allt, og greinilega mikil pæling á bak við lífríki Pandóru og hvernig það er allt innbyrðis tengt.

Einn gamall en nettur:
  • Fæðing hér: 23/4/08 15:27
  • Síðast á ferli: 24/2/11 10:54
  • Innlegg: 1106