— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Útfararstjórinn
Óbreyttur gestur með  ritstíflu.
Dagbók - 6/12/07
Tjáning nýliða

Útfararstjórinn er ég og er útfararstjóri. Þetta er mitt fyrsta félagsrit á þessum stórfenglega vef og er ég upp með mér yfir því að hlotnast þessi heiður.
Ég býð þjónustu mína og getur hver sem er haft samband við mig og látið mig jarða fólk, ýmist látið eða lifandi.

Lifi sannleikurinn!

   (1 af 1)  
6/12/07 08:01

Regína

Það er enginn heiður að skrifa félagsrit út af fyrir sig. Annað hvort skrifar fólk félagsrit eða ekki.

6/12/07 08:01

albin

Og annað hvort fer fólk út eða ekki. En... samt tímabært að stofna ferðaskrifstou hér.

6/12/07 08:01

Günther Zimmermann

Heiðurinn hlýtur að vaxa í hlutfalli við innihald og gæði félagsritanna.

6/12/07 08:01

Billi bilaði

Ég er mættur í útförina mína. Hvað gerist næst? <Klórar sér í höfuðstafnum>

6/12/07 08:01

Útfararstjórinn

Það fer eftir ýmsu. Ég býð upp á eftirfarandi fána: Kommúnista-Sovéska fánann
Skjaldarmerki Lenín-ættarinnar
Andlitsmynd af Fídel Castro
Plakat með Geiri Ólafs

6/12/07 08:01

Billi bilaði

Fána Baggalútíu eða ég hætti við. <Býr sig undir að strunsa út af sviðinu o.s.frv.>

6/12/07 08:01

Herbjörn Hafralóns

[Fer út hjálparlaust]

6/12/07 08:01

albin

Hvers vegna þarf fána þegar maður ferðast með svona ferðaskriftofu? "Ferðaskrifstofan Útför"

6/12/07 09:00

Jóakim Aðalönd

Blessaður Útfararstjóri og velkominn á Gestapó.

Skál og prump!

6/12/07 09:01

Texi Everto

Þeim sem eru ekki kunnugir þjónustu Útfararstjórans vil ég benda á þar til gerðan hnapp hér á Gestapó sem er kyrfilega merktur "Útför". Óskir þú útfararþjónustu þrykkirðu einfaldlega á hnappinn, við það fer hálfsjálfvirkt ferli í gang þar sem Útfararstjóranum er tilkynnt um ósk yðar og hann framkvæmir hana síðan sem skjótast hann má.

6/12/07 12:01

Hvæsi

Texi, Er hann semsagt maðurinn á bakvið tjöldin sem hleypir manni út ?

Útfararstjórinn:
  • Fæðing hér: 25/3/08 12:48
  • Síðast á ferli: 5/9/08 12:00
  • Innlegg: 25
Fræðasvið:
Lauk sveinsprófi frá Útfararskóla hennar hátignar árið 1954. Lauk meistaraprófi í kistuneglingum frá Háskóla Úganda árið 1961 og hefur starfað með útfararstofu síðan þá.
Æviágrip:
Terry hét maður og var Jones. Hann fæddist út um æðri enda móður sinnar ofan á líkkistu Klemens VII páfa. Snemma hafði þetta atvik áhrif á hann og las hann sér til um líkkistur og útfarir þekkta fólksins í barnaskóla. Hefur jarðað fólk á borð við JFK jr. (Jóhann Friðrik Karlsson yngri), Elísabetu II Bretadrottingu og Andrés Önd.