— GESTAPÓ —
Línbergur Leiðólfsson
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/11/07
Ég man...

Höfundur rifjar upp árshátíð Gestapó 2008.

Ég man í gærkvöldi.
Þá var haldin árshátíð.

Ég man þegar ég fór í fyrirpartý að Sívertsensetrinu hjá Ívari og Hexíu.

Ég man að við fórum með rútu alla leið til Mosfellsbæjar.
Þar er krá sem heitir Áslákur.

Ég man að ég spilaði nokkur lög með Stormsveit Gestapó.

Ég man að ég hitti raunheimaútgáfur Gestapóa.
Það var gaman.

Ég man að það var haldin spurningakeppni. Og það voru veittar viðurkenningar.
Ég man ekki hvernig úrslitin voru...
...en ég fékk a.m.k. ekki verðlaun.

Ég man að ég drakk eitthvað þetta kvöld. Fullt af bjór. Og smá tekíla. Og smá Svartan rússa. Og smá rauðvín.

Ég man að ég fór aftur upp í rútuna þegar árshátíðinni lauk.

(Hér vantar nokkrar blaðsíður í frásögnina. Ef einhver finnur þessar blaðsíður og veit hvað stendur á þeim má sá hinn sami/sú hin sama láta vita).

Ég man að ég var kominn heim einhverntíma upp úr klukkan fjögur um nóttina.

Þetta var bara prýðisgóð skemmtun.
Já, já og sei, sei já.

   (6 af 9)  
1/11/07 16:02

Þarfagreinir

Svakalega manstu mikið!

1/11/07 16:02

Hexia de Trix

Já ég segi það nú! Ég til dæmis er alveg búin að týna blaðsíðunum sem fjalla um síðasta klukkutímann áður en rútan fór til baka (svona um það bil) og næsta blaðsíða sem ég er með í höndunum fjallar um það þegar ég vaknaði fremst í rútunni og Íbbi var að taka til í henni.

Getur verið að meðal Gestapóa sé blaðsíðnaþjófur? [Hrökklast aftur á bak og hrasar við]

1/11/07 16:02

Ívar Sívertsen

Þessar blaðsíður innihalda eftirfarandi:
- Reyndir að fara í fylleríisrifrildi við mig
- Slóst á nokkra konurassa
- Slóst á nokkra karlarassa
- Reyndir að fá mig til að drekka áfengi
- Áttir gott spjall við Sukkudokka og bauðst honum í glas
- Þú spilaðir stjórnlaust á nikkuna í rútunni og einhver spurði hvort ekki væri hægt að slökkva áhenni

1/11/07 16:02

Næturdrottningin

haha.. Línbergur, ég get sagt þér að allavega upp í breiðholt í rútunni varstu bara í góðum gír, spilaðir á harmonikkuna og spjallaðir við ónefnda aðilla (glottir eins og fífl) Ég viðurkenni að hafa stolið þarna ca tveimur síðum. haha. Biðst hér með afsökunnar á því.

Hexía, já það var mikið um að vera í rútunni, ég er hissa á því að þú hafir sofið allan tímann. fjúff.. Ekki gat ég það. þó ég væri að krókna úr kulda og mjög þreytt.

1/11/07 16:02

Hexia de Trix

Hm, já... það er svona að vera þreytt húsmóðir sem fær ekki nógan svefn sko... ehm, já.

1/11/07 16:02

Línbergur Leiðólfsson

Hverjir eru „ónefndir aðilar“?

1/11/07 16:02

Línbergur Leiðólfsson

Gleymdi ég sem sagt líka þessum blaðsíðum í rútunni?

1/11/07 16:02

Næturdrottningin

Jebbs, það má segja það, þú spjallaðir aðeins við sjálfan þig. Það var reyndar bara gaman að því (brosir) já og Ísdrottninguna vinkonu þína já og einhverja fleiri minnir mig.

1/11/07 16:02

Hóras

Tók engin annar en ég eftir tunguslag Hexíu og Tínu?

1/11/07 16:02

Hexia de Trix

Jæjajá, á bara að fara að búa til sögur?

1/11/07 16:02

Ívar Sívertsen

Þetta er enginn tilbúningur. Þetta voru verulega svakaleg slagsmál.

1/11/07 16:02

Hóras

Jápp - og Hexía vann
Tínu þurfti að fara upp á Slýsó til að spelka á sér tunguna
Ég bjóst sjálfur við sigri Tinu en hún hafði staðið í svipuðum slagsmálum allt kvöldið þannig að sennilega hefur hún verið orðin þreytt

1/11/07 16:02

Tina St.Sebastian

Ég held að ég myndi muna eftir því ef ég hefði farið í sleik við Hexiu. Væntanlega væri ég þá með glóðarauga.
Ég man hins vegar eftir helvítis nikkugaulinu í Línbergi.

1/11/07 17:00

Upprifinn

ég sá að það voru einhverjir óþokkar að þvælast með fljótandi minnisútþurrkara.

1/11/07 17:00

Ívar Sívertsen

Já, ég passaði mig á þeim og drakk bara minnisaukandi.

1/11/07 17:01

albin

Ég man eftir Mosfellsbæ, og ég man eftir miðbæ, og flestu sem máli skiptir í millitíðini. Svo ef ég man það ekki skiptir það líklega engu máli.

1/11/07 17:01

Tina St.Sebastian

Bíddu - manstu ekki eftir neinu fyrir Mosfellsbæinn, albin?

Línbergur Leiðólfsson:
  • Fæðing hér: 7/11/07 18:21
  • Síðast á ferli: 26/2/14 23:57
  • Innlegg: 5190
Fræðasvið:
Gagnfræði, ölfræði
Æviágrip:
Fæddur í Litlu Ávík einhverntíma á síðasta fjórðungi síðustu aldar. Hneigðist snemma til menningar og lista en hefur alla tíð verið óalandi og óferjandi.Býr núna í firði einum skammt suður af höfuðborg Íslands.