— GESTAPÓ —
Álfelgur
Heiðursgestur.
Sálmur - 31/10/06
Tilraunaskáld

Hér með segi ég Hæ við ykkur gestapóa og læt fylgja með frumraun mína í vísnagerð. Öll uppbyggileg gagnrýni er vel þegin.

Skáld ég gjarnan vildi vera
vísur góðar yrkja
skáldgáfuna bljúg þá bera
búið-heila virkja

Á listforminu litlum tökum náði
leit að innri ljóðsköpun
leystist upp með háði

Nú lútinn þennann ljóða fundið hefi
yrkja vil ég vísur hér
með visnu skáldanefi

   (9 af 9)  
31/10/06 12:01

Regína

Ég sé bara ekkert athugavert í fljótu bragði, og svo ræðurðu við vikhendur líka! Slepptu þessari hógværð, hún fer þér ekki. Vertu bara velkomin.

31/10/06 12:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Tær snild !

31/10/06 12:01

Skabbi skrumari

Mjög flott frumraun... salútíó...

31/10/06 12:01

B. Ewing

Ekki er ég bragfræðisérfræðingur en þessi fer athugasemdalaust í gegnum mína síu. [Lj+omar upp] Góð frumbyrja.

31/10/06 12:01

Álfelgur

Takk fyrir! Las mér til um vikhendur áður en ég skrifaði þetta -á víst Skabba Skrumara það að þakka að þær eru réttar. Takk Skabbi.

31/10/06 12:01

Dula

Já fínn frumburður.

31/10/06 12:01

Andþór

Glæsilegt.

31/10/06 12:01

Offari

Þetta er bara flottar álfelgur hjá þér.

31/10/06 12:01

Regína

Það vantar bara punkta og komur. Smotterí, en kannski er það höfundareinkenni, eins og sumir sleppa stórum staf.

31/10/06 12:01

Álfelgur

Ég er bara lítill pói sem ekki er komin með höfundareinkenni - aðeins hugsunarlausar villur. -Takk fyrir ábendinguna Regína!

31/10/06 12:01

blóðugt

Góð frumraun! Skál!

31/10/06 12:02

Billi bilaði

Eins og Skabbi sagði einhvers staðar: Það verður nú að vera eitthvað að til að hægt sé að gagnrýna. <Skálar>

31/10/06 13:02

Upprifinn

Stafsetningar reglur eru aðeins til hliðsjóna r í ljóðagerð.

Þetta er mjög fínt félagsrit hjá þér Álfylgur

31/10/06 14:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Jamm. Kíp öpp ðe gúdd vörk.

31/10/06 14:02

Kondensatorinn

Skál.

2/11/07 20:01

Skabbi skrumari

Hér með er þetta laumupúkaþráður... [Glottir eins og fífl]...

4/12/08 16:01

Álfelgur

Já sæll!

Álfelgur:
  • Fæðing hér: 26/9/07 11:08
  • Síðast á ferli: 21/4/16 09:44
  • Innlegg: 2972
Eðli:
Lítil skrýtin vera.
Fræðasvið:
Hefur fá eða engin fræðisvið enn, vonast eftir að bæta úr því hér
Æviágrip:
Fæddist í álagaskógi og lifir þar enn.