— GESTAPÓ —
Huxi
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 9/12/07
Í sirkus

Cirkus Agora <br /> Hafnarplaninu Selfossi.

Ég fór í sirkus í dag. Þetta var auglýst sem alvöru sirkus og á auglýsingaplakatinu var mynd af fílum, hvítum hesti og trúði með rautt nef. Og vissulega gaf fagurblátt tjaldið fögur fyrirheit, þar sem það stóð á planinu þar sem Kaupfélagið Höfn stóð fyrir margt löngu.
Sýningin samanstóð af trúðslátum og fimiatriðum t.d. "fullum" trampólinstökkvara, 13 ára loftfimleikastelpu og pari sem henti höttum standandi upp á stólum. Allt var þetta drifið áfram af tónlist sem að mestu leyti var flutt af sirkushljómsveitinni, sem var bara ágætis band. Kynnirinn var norskur kall og og það skyldist lítt það sem hann sagði. Hann talaði mest norsku og þegar hann brá fyrir sig enskunni þá var hún vægast sagt undarleg. "Ladis and gentlesman" var algengur frasi hjá honum.
Atriðin voru misgóð og sumt var verulega flott. En það fer ekki hjá því að maður finni að að þetta er deyjandi starfsgrein. Núna á dögum Youtube, þegar hægt með örfáum músarsmellum að sjá allt sem manni dettur í hug þá er þetta bara ekki eins ótrúlegt upplifun eins og það var þegar maður hafði bara Gömlu Gufuna og Tímann til að fylgjast með því sem var að gerast úti í heiminum stóra. Svo er sjálfsagt stutt í að öll þessi dirfskubrögð verði bönnuð af ESB vinnuverndarreglugerðarfarganinu.
Sem sagt dágóð skemmtun, þó ekki hafi verið neinir fílar eða glæsimeyjar stjórnandi hvítum hestum með svipusmellum. Og trúðarnir voru ekki í risaskóm með vatnsspýtandi blóm í jakkaborðungnum. Þeir voru ekki einu sinni með rautt nef...

   (19 af 35)  
9/12/07 13:02

Upprifinn

Ekki með rautt nef? [hrökklast afturábk og hrasar á tjaldvegginn.]

9/12/07 13:02

Günther Zimmermann

Ég sá sirkús á Selfossi fyrir rúmum áratug. Lét mér nægja að sjá tjaldið að utan í dag.

9/12/07 13:02

Garbo

Mikið er ég fegin að ég fór ekki.

9/12/07 13:02

Günther Zimmermann

En segðu mér eitt, Hugsi. Hví heitir ritið ekki 'Af sirkus' í stað 'Í sirkus'?

9/12/07 13:02

albin

Já af hverju ekki "Af" þetta er stílbrot hjá þér.

9/12/07 13:02

blóðugt

Trúðar eru ógeðslegir.

9/12/07 13:02

Regína

Engir fílar?

9/12/07 14:00

Jarmi

Jarmi er trúður.

9/12/07 14:00

krossgata

Mér finnst svona auglýsingar um sirkus skemmtilegri en sirkussýning.

9/12/07 14:01

Huxi

"Af" eða "í" skiptir ekki öllu máli í hinu stóra samhengi hlutanna.
Jarmi: Ég er viss um að þú ert með rautt nef, en ég er ekki alveg viss um ástæðuna...

9/12/07 14:01

Nermal

Við áhváðum bara að sleppa þessu. Mig langar að sá sirkus með dýrum og öllu.

9/12/07 14:01

Huxi

Þú verður bara að kíkja í heimsókn til Andþórs og Tigru...

9/12/07 14:01

Hvæsi

Ég sá síðast Sirkus þegar "Cirkus Arena" ferðaðist um landið og hnuplaði öllu lauslegu í smábæjunum.
Ég sá eitt sinn BigFoot monstertruck show á akureyri í denn.
Það var gaman.

9/12/07 16:01

Skrabbi

Iss ... Það er sveitó að fara í sirkus á Selfossi.

9/12/07 16:02

Tigra

Ohh... ég hata trúða. Gjörsamlega hata þá.

9/12/07 18:01

Heiðglyrnir

Tek undir með Tigru.. Trúðar hafa valdið mér martröðum alveg frá barnæsku...Hafið þið séð cover-ið af myndinni IT....Úfff.

31/10/09 05:01

Sannleikurinn

tómt kjaftæði Huksi

Huxi:
  • Fæðing hér: 20/9/07 20:16
  • Síðast á ferli: 19/5/20 12:12
  • Innlegg: 8180
Eðli:
Alltaf gapandi. Óáreiðanlegur tækifærissinni og pólitískur ójafnaðarmaður. Besti vinur þess sem er við völd eða á péning.
Fræðasvið:
Doktor í fáfræði. Ónytjafræðingur með sundrunarlíffræði sem sérgrein. Veit allt um ekki neitt...
Æviágrip:
***Top secret***
[Ritskoðað]
Huxi var fæddur að -----------------þann ------- og ólst upp að -------------------- Eftir nám -------------------------------------- sem -------------------------------------------------------- en þar var þá kennari --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Hann fór síðan til starfa að ------------------- en ---------------------------------------------- Ekkert varð úr frekari ------------------------------------------------------------------- ------------------------------ Hann kynntist fljótlega ------------------------------------------------------------------------------ en ekki varð það henni til framdráttar. Huxi flutti þá til ---------------------------------og þar skrifaði hann sín helstu verk um ---------------------------------------------------------------------. Eftir komu sína til ---------------------------------------------------- hefur hann ekki getað á sér setið að blanda sér í umræður ----------------------------- og ------------------------------ en yfirleitt með -----------------------. Huxi er nú í sambúð með Færeyingnum og hefur undanfarið helst skipt sér af því hvernig sá sakleysingi lifir lífinu ásmt með því að tjá sig á hinum ýmsustu vefsíðum s.s.-----------------------------------------------Þar er ekki tekið mark á honum þar ferkar en annarstaðar samkvæmt áætlun sem ---------------------------------------------------------------------