— GESTAPÓ —
Huxi
Heiðursgestur.
Pistlingur - 31/10/06
Af stjórnsýslumálum.

Herhvöt eða nöldur.

Það stendur kannski ekki upp á mig, nýliðaskrattann að vera að vaða uppi með aðfinnslur við stjórnvöld og aðra embættismenn í okkar yndislegu Baggalútíu. En eftir að ég hefi þvælst hérna um dágóða stund eins og náttblindur hamstur, þá hef ég rekið mig á það að margir af embætttismönnum okkar göfuga heimsveldis eru aðallega að frílista sig í vellystingum meðan stjórnun deilda þeirra og ráðuneyta er látin reka, á þar til gerðum reiða, lóðbeint til helvítis. Það má eiginlega segja að ég hef bara orðið var við að tveir starfsmenn Ríkisins séu nokkuð reglulega að sinna störfum sínum hér . Þeir Vladimir Fuckov og Don de Vito eru vissulega iðnir við vinnu sína. En það læðist að mér sá grunur að það sé aðallega vegna þess að Vlad er haldinn tortryggni á hæsta stigi, og sér þar af leiðandi óvini Ríkisins í öllum hornum. Og Doninn... það er kannski best að segja sem minnst svo maður lendi ekki í pyntingaklefanum aftur... en hann er altént duglegur við það sem hann gerir.
Það eru hins vegar margir embættismenn sem ég hef varla orðið var við að geri nokkuð í vinnunni sinni fyrir okkar ástkæra heimsveldi. Hvers vegna eru ekki auglýstar neinar vínkynningar eða útsölur í ÁTVB. Og hvar eru biskuparnir, eiga þeir ekki að vera rækta upp tilbeiðslu og átrúnað á Enter og hin goðin í ritstjórn. Ég hefi ekki séð svo mikið sem einn gullslegin Entertakka í yfirstærð síðan ég kom hingað. Það hefur ekki heyrst neitt um opinbera manneldisstefnu frá yfirmatsveini Baggalútíska heimsveldisins og ég hefi enn ekki heyrt bofs í Útvarpi Baggalútíu.
Kannski er það bara þannig að ég sé hálfviti og þetta eigi bara að vera svona, en mér fyndist það skemmtilegra að getað vaknað upp við morgunþátt Baggalútíska útvarpsins, og heyrt virðulega rödd Útvarpsstjóra bjóða góða nótt, úr viðtækinu á miðnætti. Að borða staðgóðan, ljúffengan kvöldverð eftir uppskrift Ríkiskokksins og skolað henni niður með ljúffengu kóbaltbættu eðalvíni úr ÁTVB veitir vissulega meiri lífs- og magafyllingu heldur en að hanga á Kaffi Blút maulandi hafrakex alla daga.
Því vil ég hvetja alla sem embætti geta valdið, til að taka sig saman í andlitinu og rífa stjórnkerfið upp úr þeim doða velsældar og jafnvel, (ég dirfist að segja) spillingar sem það hefur legið í svo lengi.
Svo að lokum: Hvenær verður haldið herrakvöld á Næturgeltinum?

   (33 af 35)  
31/10/06 01:01

Tigra

Hey! Víst gegni ég starfi mínu!
Sem dýramálaráðherra ber ég ábyrgð á öllum skepnum Baggalútíu og passa að þeim sé ekki mismunað.
Þú getur t.d. bara spurt Dýrið. Þegar það kom hér inn forðaði ég því frá 6-7 ára bið í tollinum!
Þú ert hinsvegar ekki skepna og því má vel vera að þú verðir ekki mikið var við mín störf.

31/10/06 01:01

krossgata

Þú ættir nú kannski bara að sækja um stöðu innra eftirlits?

31/10/06 01:01

B. Ewing


Gessovel þarna... Spjátrungur.
Manneldisstefnan er sú að forðast allt sem Hvæsi mallar, eða þá að nota það í malbik.
Perrakvöldin eru í Undirheimum og vísnaþráðunum.

31/10/06 01:01

Tina St.Sebastian

Hurðu þarna prúðuleikaragerpi! Ég sé um að reisa gullslegna Entertakka hér, auk þess sem ég fæ ekki betur séð en að á myndinni hafi hið heilaga nafn Enters verið máð út! Þetta er trúvilla og neyðist ég því að taka ráðum Khomeini vinar míns og lýsa yfir Fatwa á hausinn á þér.

Ó, á meðan ég man. [Lætur færeysku þrælana reisa fimmtán metra háan Entertakka á Torgi hinnar Heilögu Ritstjórnar]

31/10/06 01:01

Huxi

Það er gott að það eru fleiri en ég sem hafa komið auga á að þarna er verið að dansa í kringum rangan gullkálf, einhvern sem gengur undir nafinu Success. Svona skurðgoðadýrkun verður vonadi ekki liðin. Lifi Enter og ritstjórnin.

31/10/06 01:02

Offari

Er Spámaðurinn að boða villutrú hér?

31/10/06 01:02

Hakuchi

Þú ættir nú að vara þig á að væna heiðvirða og flekklausa embættismannastétt baggalútíska heimsveldisins um spillingu. Byltingin afmáði spillingu hins bjánalega íslenska lýðveldis á sínum tíma og kom á fót réttlátri og upplýstri stjórn útvalins afburðafólks sem alla tíð síðan hefur tryggt sauðsvörtum almúganum bætt kjör á öllum sviðum.

Ég tek hins vegar undir áeggjan um frekari virkni. Alltaf má gera betur. Að því tilefni leggur konungsembættið hér með á 43% málfrelsisskatt í staðgreiðslu. Ef þú hefur ekki greitt innan tveggja vikna lendir þú að sjálfsögðu í tukthúsinu. Þar er grátur og gnístran tanna.

Baggalútíu allt!

31/10/06 01:02

Útvarpsstjóri

Það er ekki mínum verkahring að bjóða góða nótt í Ríkisútvarpi Baggalútíu, þar ræður Ívar Sívertsen ríkjum. Ég ræð hins vegar yfir kóbaltkúnum.

[gefur Huxa kóbaltmjólk í glas]

31/10/06 02:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Hvað veist þú annarshugar um það starf sem ég hef gengt undanfarnar tvær vikur sem Gautaborgamálaráðherra. ég hef hengt upp spjöld og kyst gamlar kellingar og klappað slefandi krakkaskröttum
látið taka mynd af mér með Carli Gústafi og farið í pokahlaup með Göran Personog látið ýstrubelginn vinna allt til að fremja tengsl Baggalítisku þjóðarinnar við þróunnarlöndinn

31/10/06 02:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Mér finst líka að það sé sérdeilis uppi á þér typpið vinur.
Hér á lútnum hneigir maður sig fyrir nómenklatúronum og sleikir uppávið annars verða nýgræðingar eins og þú
að éta það sem úti frís

31/10/06 03:01

Skabbi skrumari

Ég hef svo sannarlega ekki staðið mig í stykkinu varðandi ÁTVB... einfaldlega af því að ég týndi lyklinum... mig minnir að annað hvort Hóras eða Frelsishetjan sé með lykilinn en þeir sjást hérna sjaldan...
Spurning að brjóta upp hið rammgirta ÁTVB-byrgi.. til þess þyrfti ég aðstoð hernaðartóla sem ég hef ekki á minni könnu... auk þess sem ég er hræddur um hvað verður af öllu Ákavítinu..
[fær sér sopa af Ákavíti úr sínum einkabirgðum sem eru vandlega falin]...

31/10/06 03:01

Anna Panna

Ef það er búið að tengja símann hjá þér (og hlera hann) þá hef ég unnið mitt verk...

31/10/06 03:02

Huxi

Útvarpstjóri: Það getur vel verið að Ívar eigi að sjá um útvarpið.. sem hann hefur ekki gert á mínu hlustunarsvæði. En það er bara svo flott að heyra ÚTVARPSTJÓRA bjóða góða nótt í útvarpi allra landsmanna.
GE&H: Ég biðst forláts. Hef ekki komið til Gautaborgar..
Skabbi: Hvar fékkst þú allt þetta Ákavíti??
Anna Panna: Sími minn er ótengdur og óhleraður og tölvupóstur minn hefur ekki verið rifinn upp lengi.

31/10/09 05:01

Sannleikurinn

tómt kjaftæði hr. Huksi - ekkert nema tómt kjaftæði. Farðu nú í sandkassa að leika þér á meðann við fullorðna fólkið spjöllum hjer um heima og geyma og látum bullið í yðurog kjaftæðið eiga sig............

Huxi:
  • Fæðing hér: 20/9/07 20:16
  • Síðast á ferli: 19/5/20 12:12
  • Innlegg: 8180
Eðli:
Alltaf gapandi. Óáreiðanlegur tækifærissinni og pólitískur ójafnaðarmaður. Besti vinur þess sem er við völd eða á péning.
Fræðasvið:
Doktor í fáfræði. Ónytjafræðingur með sundrunarlíffræði sem sérgrein. Veit allt um ekki neitt...
Æviágrip:
***Top secret***
[Ritskoðað]
Huxi var fæddur að -----------------þann ------- og ólst upp að -------------------- Eftir nám -------------------------------------- sem -------------------------------------------------------- en þar var þá kennari --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Hann fór síðan til starfa að ------------------- en ---------------------------------------------- Ekkert varð úr frekari ------------------------------------------------------------------- ------------------------------ Hann kynntist fljótlega ------------------------------------------------------------------------------ en ekki varð það henni til framdráttar. Huxi flutti þá til ---------------------------------og þar skrifaði hann sín helstu verk um ---------------------------------------------------------------------. Eftir komu sína til ---------------------------------------------------- hefur hann ekki getað á sér setið að blanda sér í umræður ----------------------------- og ------------------------------ en yfirleitt með -----------------------. Huxi er nú í sambúð með Færeyingnum og hefur undanfarið helst skipt sér af því hvernig sá sakleysingi lifir lífinu ásmt með því að tjá sig á hinum ýmsustu vefsíðum s.s.-----------------------------------------------Þar er ekki tekið mark á honum þar ferkar en annarstaðar samkvæmt áætlun sem ---------------------------------------------------------------------