— GESTAPÓ —
Huxi
Heiðursgestur.
Pistlingur - 10/12/06
Af illrímanlegum orðum.

[i]Það eru ýmsar spurningar sem ekki er hægt að fá svör við, hvorki á Wiikipediu eða Google. Hér kemur ein, eða tvær.[/i]

Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir frá einvígi Kolbeins Grímssonar, Jöklaskálds og Kölska efst á Þúfubjargi á Snæfellsnesi. Þar kváðust þeir á og Kolbeinn vann einvígið þegar Kölski gat ekki botnað þennan fyrripart:
Horfðu í þessa egg,egg,
undir þetta tungl, tungl.

"Þetta er ekki kveðskapur að tarna", svaraði Kölski því ekki fann hann neitt orð sem rímað við tungl.
Þá svaraði Kolbeinn:
Ég steypi þér með legg, legg,
lið sem hrærir úln, úln.

Þetta dugði til að Kölski steyptist í sjóinn og reyndi ekki við að kveðast á við Íslendinga aftur. (Svo vitað sé).
Nú er ég ekki viss um að þessi kveðskapur yrði samþykktur hér í sveit, (að ríma saman túngl og úln), nógu er menn fljótir að leiðrétta það sem miður fer í kveðskap hérna í Baggalútíu. Því væri gaman að vita hvort einhver af þeim fjölmörgu skáldum, hagyrðingum eða vísugerðarmönnum sem hingað venja komur sínar, viti um betri botn á fyrripart Kolbeins heitins.
Einnig er það annað sem ég hefði gaman af að bera undir þá er þetta lesa og það er hvort til sé einhver leið að botna þennann fyrripart:
Daginn langann dvel ég við
að dæla pækl' í tunnur kjöts

Mér var það sagt í æsku að ekki væri til neitt orð sem rímaði við eignafallsmyndina af orðinu kjöt þ.e. kjöts. Því hnoðaði ég upp í þennan fyrripart, og eftirlæt ykkur öllum að botna. Með von um að af þessu megi hafa einhverja skemmtan og smá heilabrot.

   (35 af 35)  
10/12/06 00:01

Billi bilaði

Ja, mér dettur í hug að nota orðið „mjöts“ með notkuninni „viðar mjöts“, en ég veit ekki hvort íslenskufræðingar samþykkja slíka notkun á orðinu „mjötviður“.

Daginn langann dvel ég við
að dæla pækl' í tunnur kjöts.
En um kvöld hef annan sið,
í mig helli' úr tunnum mjöts.

(Ég las mér örlítið til á eftirfarandi síðu: http://www.northvegr.org/lore/rydberg/089.php)

10/12/06 00:01

Tigra

Tungl og úln rímar saman í svokölluðu hálfrími held ég.

10/12/06 00:01

Ívar Sívertsen

Gigt er vond í vinstri öxl
verri þó í hægri mjöðm...

10/12/06 00:01

Regína

Gigt er vond í vinstri öxl
verri þó í hægri mjöðm...
Verkjum þessum valda bögsl
við að reyna of mörg föðm..

10/12/06 00:01

Tigra

Ef þið viljið finna eitthvað sem illmögulegt er að ríma við, þá mæli ég með að þið notið orðið VATN.

10/12/06 00:01

Skabbi skrumari

Natn er ágætt í því...

Ef þið segið orðin tungl og úln... þá hljóma þau mjög líkt... þó stafsetningin sé önnur...

10/12/06 00:01

Billi bilaði

Segir ekki Sverrir Stormsker í einhverjum texta: „Það rímar ekkert við vatnið“?

10/12/06 00:01

Huxi

T.d. batnið og sjatnið ríma við vatnið, en það er öllu verra með vatn, greinislaust og allslaust. Ég skil ekki orðið natn, en ef vatnið hefur sjatnað þá hefur átt sér stað sjatn.
Mér finnst tillaga Billa ekki svo biluð að botninum við fyrripartinn frá mér, en það væri gaman að heyra fleyri tillögur.
Túngl og úln hljómuðu nógu líkt fyrir Kölska, en það var e.t.v. vegna þess að einvígið var ekki hér á Baggalút, þar sem allt er skriflegt.

10/12/06 00:01

Tina St.Sebastian

Þetta með natn og sjatn minnir mig nú bara á Radíusfluguna þar sem komu fyrir orðin fenj, menj, minj og trefj.
...annars:
Ef mér yxi skegg, skegg,
-ynd ég yrði þungl-, þungl-.

10/12/06 00:01

Huxi

Þú ert búinn leysa þetta vandamál snilldarlega. Ég er mjög inpóneraður. Getur þú ekki botnaðfyrripartinn minn líka.

10/12/06 01:00

Golíat

Varðandi rímþrautina sem Regína varpaði fram sem vísu:

Vond er gigt í vinstri öxl,
verri þó í hægri mjöðm.

Eins er það að Aldous Höxl-
ey (ei) er betri en Böðvar Gvöðm.

10/12/06 03:00

Jóakim Aðalönd

Það er aðeins einn smá galli á botni Tinu: Stuðlarnir eru ekki á réttum stað. Annars verð ég að segja að þetta er snilldarvel að verki staðið hjá stelpunni.

10/12/06 03:00

Tina St.Sebastian

Auðvitað eru stuðlarnir ekki á réttum stað. Ég neita líka að viðurkenna að fyrsta orð seinni línu í fyrriparti standi í hákveðu. [Hnussar]

10/12/06 04:00

Jóakim Aðalönd

,,Undir"?

10/12/06 04:00

Tina St.Sebastian

Já já.

Huxi:
  • Fæðing hér: 20/9/07 20:16
  • Síðast á ferli: 19/5/20 12:12
  • Innlegg: 8180
Eðli:
Alltaf gapandi. Óáreiðanlegur tækifærissinni og pólitískur ójafnaðarmaður. Besti vinur þess sem er við völd eða á péning.
Fræðasvið:
Doktor í fáfræði. Ónytjafræðingur með sundrunarlíffræði sem sérgrein. Veit allt um ekki neitt...
Æviágrip:
***Top secret***
[Ritskoðað]
Huxi var fæddur að -----------------þann ------- og ólst upp að -------------------- Eftir nám -------------------------------------- sem -------------------------------------------------------- en þar var þá kennari --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Hann fór síðan til starfa að ------------------- en ---------------------------------------------- Ekkert varð úr frekari ------------------------------------------------------------------- ------------------------------ Hann kynntist fljótlega ------------------------------------------------------------------------------ en ekki varð það henni til framdráttar. Huxi flutti þá til ---------------------------------og þar skrifaði hann sín helstu verk um ---------------------------------------------------------------------. Eftir komu sína til ---------------------------------------------------- hefur hann ekki getað á sér setið að blanda sér í umræður ----------------------------- og ------------------------------ en yfirleitt með -----------------------. Huxi er nú í sambúð með Færeyingnum og hefur undanfarið helst skipt sér af því hvernig sá sakleysingi lifir lífinu ásmt með því að tjá sig á hinum ýmsustu vefsíðum s.s.-----------------------------------------------Þar er ekki tekið mark á honum þar ferkar en annarstaðar samkvæmt áætlun sem ---------------------------------------------------------------------