— GESTAPÓ —
Garbo
Heiðursgestur.
Dagbók - 8/12/09
Ó sú náð...

Ef einhverjum finnst vanta kommur í þetta rit þá má honum finnast það.

Aðal ástæða þess að þið eruð að lesa þetta er sú að mér fannst kominn tími til að einhver hefði sig í að setja inn félagsrit. Þessir blámenn eru þar að auki farnir að taka full mikið pláss á forsíðunni fyrir minn smekk.
Annars er það helst að frétta að sumarið er búið ef þið hafið ekki tekið eftir því og hef ég af þeim sökum fundið fyrir vægu þunglyndi en var þó að reyna að rifja upp gamalt félagsrit í dag mér til upplyftingar. Mundi hvorki hver hafði ritað það né hvenær og ekki nafn ritsins. Aldurinn hefur ekki eintóma kosti í för með sér skal ég segja ykkur. Lagðist ég í leit og var komin ansi langt aftur í tímann þegar ég rak loks augun í nafn sem kveikti á litlu perunni. Margur fjársjóðurinn liggur hér grafinn o sei sei já og talsvert á sig leggjandi að leita uppi gullkornin. Ég er þó viss um að þau eru ekki öll komin fram og á mér þá ósk að líf færist í Gestapó með haustinu og við förum aftur að ausa úr ótæmandi viskubrunnum okkar öllum til fróðsleiks og skemmtunar.
Sá sem setur inn næsta félagsrit fær epli á jólunum!

   (2 af 7)  
8/12/09 18:02

Herbjörn Hafralóns

Blámenn eru öðrum fremri á öllum sviðum og því mjög eðlilegt að þeir séu áberandi á forsíðunni. Það er enn sumar í Suður-Baggalútíu og svo eru hér nokkrar kommur, sem þú mátt eiga. ,,,,,,,,,,,,,,,, <Glottir eins og eðjót>

8/12/09 18:02

Grýta

Punktarnir eru passlegir, finnst mér.
Fannstu félagsritið, sem þú leitaðir að?
Ég er orðin forvitin um gullkornin? Segðu okkur meira um hin falda fjársjóð.
Ég er sátt og meira en virkilega sátt við lífið á Gestapó í sumar. Hér hafa bara verið góðir félagar og skemmtilegir. Úrvalskjarninn af virkum Gestapóum hafa haldið spjallinu gangandi og lifandi.
Mér líkar betur sterkur, fámennur kjarni, en fjöldinn sem bullar bara.

8/12/09 18:02

Grýta

Pissu stopp... Blámenn eru annars ágætir <Ljómar upp>

8/12/09 18:02

Herbjörn Hafralóns

Ég get víst ekki hrósað sjálfum mér fyrir að hafa átt þátt í því að halda uppi fjöri hér í sumar þrátt fyrir bláa litinn. <Roðnar óstjórnlega..........>

8/12/09 18:02

Grýta

Þú hefur nú samt látið sjá þig og verið virkur í rafmæliskveðjum, að minnsta kosti.
Hvað varð annars um teningakasts metnað þinn Herbjörn?

8/12/09 19:00

Vladimir Fuckov

Gaman værið auðvitað ef fjelagsritahluti Gestapóforsíðunnar yrði algrænn <Ljómar upp>.

8/12/09 19:00

Regína

Stundum dett ég niður í að lesa gamla eða nýja þræði, og tíminn flýgur ...
... en ef maður fer að lesa gömul félagsrit, þá kemst maður að því að í heildina hefur þeim frekar farið fram síðari árin.

8/12/09 19:00

Billi bilaði

Þetta finnst mér fallega blátt félagsrit. <Ljómar upp>

8/12/09 19:01

Garbo

Grýta, ég fann félagsritið og rakst á ýmislegt fleira skemmtilegt í leiðinni. Það er bara að leita.
Viðurkenni að blár er næst fallegasti liturinn.

8/12/09 20:00

Herbjörn Hafralóns

Grýta, ég læknaðist af teningafíkninni, en hún færðist yfir á raunheimaleikara minn, sem varpar teningum eins og óður í FARKLE á einhverri síðu, sem kallast fésbók eða eitthvað svoleiðis. <Hnussar>

8/12/09 21:00

Grýta

Farkle... Ég verð að kíkja á það!

8/12/09 22:01

Dula

Elsku Garbó, ég skemmti mér oft við að grafa upp gamla þræði og mín eigin félagsrit, mér finnst þau lang skemmtilegust [glottir einsog fífill ]

8/12/09 22:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Takmarkinu náð...

8/12/09 23:01

Villimey Kalebsdóttir

Það er allt í lagi þó að sumarið sé búið.
Þá er styttra í jólin.

8/12/09 23:02

Sundlaugur Vatne

Égersvoaldeilishissa er Gestapó bara búið að vera opið í sumar? Ég gerði ekki einu sinni tilraun til þess að líta inn vegna meintrar sumarlokunar...

9/12/09 00:01

Garbo

Þú ert áreiðanlega ekki sá eini sem er hissa, En velkominn til byggða , Sundlaugur minn.

Garbo:
  • Fæðing hér: 18/9/07 20:23
  • Síðast á ferli: 30/11/19 16:46
  • Innlegg: 12890
Fræðasvið:
Hefur gríðarlega reynslu af því að vera vitur eftir á.
Æviágrip:
Sjá ævisögu mína " Geitin með gullhornin" . Skráð af Henri Cornélus.