— GESTAPÓ —
Garbo
Heiðursgestur.
Sálmur - 9/12/07
Enn um hann afa minn.

Þegar lit á lyngi sé
langar mig til fjalla.
Minnist afa elta fé
upp við Bratta-Hjalla.

Ungur fyrstu ána fékk
sem agnarlítill bróðir.
Síðar hann í göngum gekk
gamlar kindaslóðir.

Hestar, fé og hundar inn
i halarófu streyma.
Er þá hjá mér afi minn,
sem aldrei vil ég gleyma.

   (3 af 7)  
9/12/07 12:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Þetta er öldungis úrvalsgott. Hófstilltur en geysi-áhrifamikill stíll.
Þessar vísur var virkilega gaman að lesa.

9/12/07 12:02

Billi bilaði

Glæsó.

9/12/07 13:00

Herbjörn Hafralóns

Hugljúft.

9/12/07 13:00

Lopi

Látlaust en kemur samt við mann.

9/12/07 13:00

Huxi

Það er flott að geta rammað svona mikið inn í fá orð...
Mjög góður kveðskapur.

9/12/07 13:01

Grágrímur

Úrvalsrit!

9/12/07 13:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Heimurunn er altof snauður af öfum og ömmum. . Enn við höfum þig og það er gott Knús og takk.

9/12/07 13:01

Nermal

Snotur vísukorn hjá þér.

9/12/07 13:01

Skrabbi

Þetta gæti verið úr gömlu bláu skólaljóðabókinni með fallegri teikningu eftir Dóra Pé af gömlum gráskeggi á vaðmálsbrókum innan um ær og kýr. Virkilega íslenskt.

9/12/07 13:01

Regína

Góðar vísur hjá þér Garbó.

9/12/07 13:02

krossgata

Hlýlegt, notalegt, minnir mig á sumar og afa minn líka.

9/12/07 13:02

Jóakim Aðalönd

Jamm, ljómandi ljóð.

9/12/07 14:01

Andþór

Flott. Meira.

9/12/07 14:02

Skabbi skrumari

[Saknar Afa sinn]... mjög gott....

9/12/07 15:00

Kiddi Finni

Glæsilegt. Svo hlýlegt og fallegt.

9/12/07 15:00

Garbo

Þakka ykkur öllum fyrir hlý orð.

9/12/07 15:02

Wayne Gretzky

Garbo-þú ert æði.Aldrei séð þig yrkja svona vel.

9/12/07 16:01

Golíat

Takk fyrir þetta Garbo, hugljúfar og fallegar visur.

9/12/07 19:00

Sundlaugur Vatne

Fallegt, Garbo, virkilega fallegt... og vel orkt líka.

2/12/08 01:00

Bölverkur

Klassi!!! Síðasta línan þó eilítið sentímental. En, summa aummarum: KLASSI.

8/12/08 05:01

Þetta finnst mér einstakt. Gæsahúð ol óver ðe pleis. Takk fyrir mig.

8/12/08 23:01

hvurslags

Þú átt að yrkja meira.

Garbo:
  • Fæðing hér: 18/9/07 20:23
  • Síðast á ferli: 30/11/19 16:46
  • Innlegg: 12890
Fræðasvið:
Hefur gríðarlega reynslu af því að vera vitur eftir á.
Æviágrip:
Sjá ævisögu mína " Geitin með gullhornin" . Skráð af Henri Cornélus.