— GESTAPÓ —
Garbo
Heiðursgestur.
Dagbók - 6/12/07
Hjartsláttur.

Var að fara í gegnum dagækur og fundagerðir ofl dót vegna sonar okkar. Hann er nú að klára 10. bekk og það er mikill léttir. Hann er með greiningar frá BUGL og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins auk greininga vegna námsörðuleika. Ég elska hann takmarkalaust.<br /> Stundum hefur verið erfitt að halda vitinu. Einhvern tímann skrifaði ég þetta í svokallaða tilfinningabók.

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum á mánudaginn. Ég varð mjög leið og síðan reið þegar ég talaði við skólastjóra sonar míns.
Næsta dag þegar ég hélt að allt væri komið í lag var svo ekki og ég varð hrædd og sorgmædd. Ég talaði aftur við skólastjórann og þá varð ég hissa og rosalega reið og fór heim. Þegar ég kom heim var ég mjög sorgmædd og hrædd og leið illa.
Um kvöldið skrifaði ég tölvupóst til konu sem ég þekki og treysti, var samt enn kvíðin og gat ekki sofið.
Daginn eftir var ég enn kvíðin, með magaverk og hjartslátt.
Seinnipart dags fékk ég símtal frá konunni. Hún sagðist ætla að hjálpa mér og að ég hefði haft rétt fyrir mér. Þá leið mér rosalega vel og vonandi verður þetta í lagi.
Það er gott að geta treyst einhverjum.

   (4 af 7)  
6/12/07 01:02

Lepja

Vonandi fer þetta allt vel.
Það er erfitt að elska einhvern og þurfa að hlusta á samfélagið setja út á það sem gerir viðkomandi einstakan.

6/12/07 01:02

Salka

Það er nauðsynlegt að geta treyst á einhvern.

6/12/07 01:02

Billi bilaði

Knús.

6/12/07 01:02

Herbjörn Hafralóns

Já, lífið er ekki alltaf dans á rósum.

6/12/07 01:02

hlewagastiR

Traustur vinur getur gert kraftaverk sagði þjóðskáldið. Ég óska þér alls hins besta í lífsbaráttunni og vona að vellíðan og gleði fái stærra hlutverk í lífi fjölskyldunnar á komandi árum.

6/12/07 01:02

krossgata

Það er nú meiri rússibanaferðin sem allt í kringum afsprengin getur verið. Venjulega finnst mér gaman að rússibanaferðum, en streðið við kerfið verður seint skemmtileg ferð.

6/12/07 02:00

Grágrímur

Gangi þér vel Garbó mín.

6/12/07 02:00

Rattati

Gangi þér vel. Ég veit að þetta á eftir að vera í fínu lagi þegar fram líða stundir.

6/12/07 02:00

Ívar Sívertsen

Þetta verður ykkur ætíð í hjartastað. Það teljast seint góð tíðindi þegar mat frá BUGL og Greiningarstöðinni reynist nauðsynlegt. Þú segir þetta dagbókarbrot ekki nýtt. Við skulum vona að stráksi nái að spjara sig vel í framtíðinni.

6/12/07 02:00

Andþór

Stórt knús!

6/12/07 02:01

Garbo

Þakka ykkur öllum fyrir hlý orð. Þið eruð yndisleg.

6/12/07 03:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Elsku Garbo bamsekram til ykkar allra

Garbo:
  • Fæðing hér: 18/9/07 20:23
  • Síðast á ferli: 30/11/19 16:46
  • Innlegg: 12890
Fræðasvið:
Hefur gríðarlega reynslu af því að vera vitur eftir á.
Æviágrip:
Sjá ævisögu mína " Geitin með gullhornin" . Skráð af Henri Cornélus.