— GESTAPÓ —
Sverfill Bergmann
Friðargæsluliði.
Fastagestur.
Gagnrýni - 31/10/03
Bifreiðaverkstæði Kópavogs

Snilldin ein

Af illri nauðsyn þurfti ég að leggja leið mína á verkstæði í Kópavogi, en ástæðan var sú að í Tojót mínum var laus pústhlíf sem þurfti að kippa í liðinn.
Þar sem að fasistarnir í P. Samúelsson áttu engan lausan tíma á verkstæði sínu fyrr en í lok október, þá vísuðu þeir mér á ofangreint verkstæði. (sjá titil)
Þar var allt í olíu og skítugum bifvélavirkjum, ásamt hinu lögboðna dagatali, myndskreyttu hálfnöktum konum.
Þegar mætt var á staðinn var ég varla fyrr kominn út úr bílnum en honum var kippt inn og aðgerðin hófst.
-
Til að gera langa sögu stutta, þá tók þetta einungis örskotsstund og tojót orðinn jafngóður og nýr.
Vil ég þakka téðum bifvélavirkjum kærlega fyrir og mæla eindregið með þessu verkstæði.
Þar er þjónustan með eindæmum góð og verð afar hagstætt.
-

SKÁL!

   (6 af 12)  
31/10/03 01:02

Knopfler

Frábært, og hvað kostaði aðgerðin?

31/10/03 02:00

Sverfill Bergmann

Svo ódýr að annað eins hefur ekki sést

31/10/03 02:00

Knopfler

Til lukku

31/10/03 02:00

Sverfill Bergmann

Þakka þér vinur

31/10/03 14:01

Leibbi Djass

Fáðu þér sígó!

Sverfill Bergmann:
  • Fæðing hér: 22/9/03 13:51
  • Síðast á ferli: 13/11/17 19:33
  • Innlegg: 129
Eðli:
Ka wani putiputi.