— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Grágrímur
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/12/12
Af hundskinnum

Ég varð fyrir því í dag að heimsmynd mín breyttist örlítið, þökk sé viskubrunninum henni Regínu. Í "Hefur þú"- þræðinum, leiddist umræðan út í svokölluð útspítt hundskinn, en ég skrifaði það með ý-i.
Regína var fljót að leiðrétta mig og kom með rétta skýringu og stafsetningu á þessu hugtaki:
" (Skinnið er flegið af dauðum hundi og spítt út á fjöl, þ.e. strekkt á því og jaðrarnir negldir niður, er látið þorna þannig. Að vera eins og útspítt hundskinn er því að vera strekktur. Útspýtt hundskinn er bull og/eða misskilningur.)"
-Regína. "Hefur þú" - þræðinum. 24/1/13 07:35.

Þetta er algerlega nýtt og framandi fyrir mér.
Ég hef í alvöru haldið síðan ég var krakki að þetta ætti við um lítinn horaðan hund ("æ litla skinnið") sem væri farið voðalega ílla með og hrækt á hann og þessvegna væri han "útspýttur". Sem sagt ef maður væri eins og útspýtt hundskinn, væri farið voðalega ílla með mann og það sæist á manni.
Svo veit ég um fólk sem skilur þetta þannig að hundskinn væri eitthvað sem bóndar í gamla daga jöpluðu á eins og tyggjó og hræktu svo út úr sér. Sem sagt maður er bara ógeðslegur.

Djöfull er maður vitlaus...

   (3 af 31)  
2/12/12 00:01

Huxi

Enter sé lof fyrir viskubrunnin hana Regínu.

2/12/12 00:01

Heimskautafroskur

Hmmm. Horfði ungur á föður minn spýta selskinn. Af kópi sem ég hafði líka horft á hann skjóta. Hef staðið í þeirri meiningu að það að spýta skinn væri að negla það á spýtu.

2/12/12 00:02

Mjási

Skinn voru strekkt (spýtt) út á bæjarþil forðum daga, til að þau þornuðu án þess að skorpna.Holdrosanum var snúið frá þilinu.
Ég á einmitt svipaðar minningar og Heimskautafroskur, af selskinni á
hlöðustafni og soðnu selkjöti á eldhúsborði, alltof margar máltíðir í röð.

Að vera eins og útspýtt hundsskinn, þýðir að vera teygður í allar áttir,
hafa meira að gera en maður kemst yfir með góðu móti.
E.s. Grágrímur! Það eru bædur ekki bóndar í sveitum landsins.

2/12/12 00:02

Regína

Já, er það svo spýtt en ekki spítt? Þá lærði ég eitthvað líka.

2/12/12 01:00

Huxi

Útspýtt er skrifað með yfsiloni en spíta ekki.Og ég sem hélt nú í fávisku minni að útspýtt væri komið af því að strekkja skinn á spítu. En ég veit minna en lítið...

2/12/12 01:00

Kiddi Finni

Merkilegt, takk fyrir lærðóminn.
Í Finnlandi gerðu menn svo hlýjustu vettlingana úr hundaskinni.

2/12/12 01:01

Regína

Íslensk orðabók MM 1996: Útspýttur: Þaninn út með spýtum, reknum gegnum jaðrana.
Vera eins og útspýtt hundskinn: Þjóta um allt, koma alls staðar við, t.d. til að koma sínu máli fram.

2/12/12 01:01

Heimskautafroskur

Þetta eru sadistiskar lýsingar, ypsilon eður ei.

Kýs frekar að vera þaninn út af bjór að bjórinn sé þaninn út með spýtum.

2/12/12 02:01

Huxi

N'una hl'o 'eg eins og f'ifl Hr. Froskur.

3/12/12 05:02

Upprifinn

Og ég líka.

3/12/12 05:02

Upprifinn

Útspí/ýttar hundskinnar hljóma illa hvernig sem þær eru stafsettar.

2/11/12 06:00

Kargur

Varðandi innslag Kidda FInna, þá hefi ég heyrt um mann sem missti nokkra fingur (mismikið af hvurjum) og varð upp frá því mjög kulvís. Þá drap nágranni hans afar loðinn kött og bjó til lúffu á höndina úr feldinum.

Grágrímur:
  • Fæðing hér: 25/12/06 04:26
  • Síðast á ferli: 19/4/24 02:39
  • Innlegg: 12721
Eðli:
Skrýtinn gaur með alltof mikinn frítíma, Þjáist af heiftarlegri ritstíflu.
Fræðasvið:
Rannsóknir á áður óþekktum hámörkum í leti, áhrif of mikils svefns á menn og hvernig hægt er að komast af með því að gera sem minnst og ermeð lágskólapróf í málvillu
Æviágrip:
Fæddist fyrir um 30 árum og er enn að átta sig á aðstæðum. Ef Þú tekur saman allt sem ég hef áorkað í þessu lífi og þjappar því niður á einn dag, myndi það bara kallast þó nokkuð gott