— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Grágrímur
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/11/08
Þegar ég tapaði trúnni.

Ég held ég hafi verið 10 ára og var nokkuð tíður gestur í Skálholtskirkju, skólafélagi minn bjó á staðnum og ég heimsótti hann nokkuð oft og brölluðum við margt saman eins og krakka var siður áður enn internetið og Playstation urðu til.

Einhverntíman vorum við að þvælast í kringum Skálholtskirkjuna og kíktum inn, Inni voru iðnaðarmenn við vinnu og af forvitni gáfum við okkur á tal við þá, mér til mikillar furðu sögðu þeir okkur að þeir væru að setja upp reykskynjara og eldvarnar kerfi í kirkjuna.
Mér var öllum lokið... bíddu nú við... ef kirkjan sjálf, sem stofnun, hefur ekki meiri trú á almættinu en þetta þá held ég þeir geti bara átt sig.

Þetta var að sjálfsögðu áður enn ég uppgötvaði að prestar eru menn sem eyða 5 árum í háskóla til þess eins að geta farið í kjól á sunnudögum...
En það er allt önnur saga.

   (11 af 31)  
2/11/08 16:00

Dula

Hahahahaha

2/11/08 16:00

hvurslags

Hinn yfirvofandi bruni væri væntanlega til þess að láta reyna á trúna.

Passaðu þig svo á því að fara ekki til helvítis! Frændi minn fór víst þangað og sagði mér að það væri ekkert sérstaklega "cool".

2/11/08 16:00

Grágrímur

Nei en ég heyrði að kvenfólkið þar væri hot...

2/11/08 16:00

Þarfagreinir

Já, þessar sökkubuskur geta verið ansi lokkandi.

2/11/08 16:00

Regína

Hehe, það hafa víst brunnið allmargar kirkjur einmitt í Skálholti fyrr á öldum (enda úr timbri en ekki torfi), svo þeim hefur kannski þótt almættið gefa sér séns með því að styðja einhverja náunga til að finna upp eldvarnarkerfi.

2/11/08 16:01

Kífinn

Mikið djöfulli varstu snöggur að átta þig.
Lærdómur til kjóls er orðinn þreyttur brandari, þó téð orð af þinni hálfu kitli hláturtaugarnar. Er ekki kominn tími til að leggja þennan gamaldags dragklæðnað á hilluna? Við gætum þess í stað menntað trúðastéttina, en sárleg vöntun er á prófgráðum þar.
Jaaa, eða bara klæða prestastéttina í trúðsklæðin og segja þeim að auka tempóið í seremóníunni.

2/11/08 16:01

Álfelgur

Þú varst sneggri en ég að átta þig... ég fattaði þetta í fyrra og tel mig þó ekki alltof heimska manneskju.

2/11/08 16:01

Günther Zimmermann

Hei, ekki gera grín að mönnum sem eru fimm ár að verða bókmenntafræðiklúbbstjórar í einni bók fyrir ríkisbókarklúbbinn!

2/11/08 17:00

Kiddi Finni

Ja trúðar... helgustu menn og konur eru þau sem kölluð eru "Fifl fyrir Krist".
Og Jesu sagði að Guð lætur rigna svo sem fyrir vondu en fyrir þá réttlátu. Og sama um brunavarnir, mundi ég segja.
En allt í góðu.

2/11/08 18:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Skemmtileg saga, & ágæt hugleiðing – sem knýr mig, merkilegt-nokk, til að rita eftirfarandi vangaveltur:

Þannig vill til að ég þekki allnokkrar skynsamar, góðar og traustar manneskjur sem hafa glatað trúnni. Jafnframt þekki ég líka nokkrar, alveg jafn-skynsamar, góðar & traustar persónur, sem hafa tekið trú – bjargfasta & óbilandi.

Í framhaldi af því má einnig geta þess að ég furða mig oft & iðulega á lífsskoðunum fólks sem kveðst mjög trúað, en er augljóslega óskynsamt eða einfeldningslegt; & í versta falli hræsnisfullt eða óheiðarlegt. En – þaraðauki veit ég reyndar um marga sem eru gífurlega staðfastir í sínu yfirlýsta trúleysi, en haga lífi sínu ákaflega óskynsamlega, & jafnvel svo mjög illa að öðru fólki stafi óþægindi eða ógn af háttalagi þeirra.

Sjálf trúin er hvorki vitlaus né óvitlaus – veldur hver á heldur.

2/11/08 18:01

Kiddi Finni

Natan mælir sönn orð. Sammála.

2/11/08 20:01

Texi Everto

Enter!

Grágrímur:
  • Fæðing hér: 25/12/06 04:26
  • Síðast á ferli: 25/4/24 01:09
  • Innlegg: 12722
Eðli:
Skrýtinn gaur með alltof mikinn frítíma, Þjáist af heiftarlegri ritstíflu.
Fræðasvið:
Rannsóknir á áður óþekktum hámörkum í leti, áhrif of mikils svefns á menn og hvernig hægt er að komast af með því að gera sem minnst og ermeð lágskólapróf í málvillu
Æviágrip:
Fæddist fyrir um 30 árum og er enn að átta sig á aðstæðum. Ef Þú tekur saman allt sem ég hef áorkað í þessu lífi og þjappar því niður á einn dag, myndi það bara kallast þó nokkuð gott