— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Grágrímur
Heiðursgestur.
Pistlingur - 2/12/08
Fésbókarhópar.

Eftir að hafa núna verið að nota Fésbók, eða Smettisskrudduna eins og ég vill kalla hana í smá tíma og líkað stórvel við flest sem þar er að sjá, sérstaklega er gaman þegar maður fær vinaboð frá gömlum æsku eða skólafélögum sem maður velti oft fyrir sér áður hvað hefði orðið um.

Einu hef ég þó tekið eftir og finnst svolítið... undarlegt. Það eru sumir hóparnir sem maður fær boð um að ganga í, sérstaklega þegar málefnið er barátta gegn einhverju slæmu, eins og "Nei við krabbameini"(sá meira að segja "Við viljum lækningu gegn krabbameini"), "Styrkjum hjartasjúka", "Nauðgun er glæpur" og fleirri svoleiðis. Nú er ég alls ekki að segja að málefnið eigi ekki rétt á sér en alltaf þegar ég samþykki að ganga í svona hópa þá fæ ég smá sektarkennd, því mér finnst það að ganga í hópinn vera svo lítilfjörlegt og pínu tilgerðarlegt. Ég gekk í hópinn hvað svo? Jú núna sýnir síðan mín að "Ég vill hertari refsingar við kynferðisglæpum... ". Get ég virkilega ekki gert neitt meira?

Ég velti fyrir mér til hvers fólk gerir þetta, það er góðra gjalda vert að styðja góð málefni en hversu margir gera eitthvað meira en að styðja bara á hnapp og friða þannig samviskuna, sýna vinum og vandamönnum hug sinn?
Væri ekki bara best að stofna hóp sem heitir "Ég er á móti vondum hlutum".

Er ég bara eitthvað skrýtinn eða finnst þetta fleirum?

   (17 af 31)  
2/12/08 07:00

Lopi

Jú og svo má stofna hópinn: "Allt verður gott."

2/12/08 07:00

Rattati

Ég stofnaði nú grúbbu sem hét "Bindum og keflum þáttastjórnendur Bylgjunnar í Desember". Fékk ótrúlega góð viðbrögð. Sem bara sýnir okkur að menn ganga í hvaða grúbbur sem er.
En þess utan þá ertu nú alveg stórfurðulegur.....

2/12/08 07:00

Tina St.Sebastian

Ég geng í hópa til að fólk haldi ekki að ég sé fylgjandi nauðgunum og morðum.

2/12/08 07:00

Regína

Já, þetta getur oft verið pínlegt, ég þekki þetta vandamál. Ég er farin að hugsa mig um þegar ég fæ boð í svona hópa, læt þau hanga í marga daga og velti fyrir mér að hunsa boðið því mér finnst að í flestum tilfellum skipti engu máli hvað ég geri hvort sem er. Svo sigrar samviskan, því ég hef í rauninni ekkert á móti því að brjóstakrabbamein hverfi úr heiminum, eða að barnamisnotkun hætti og ég get ekki hunsað boðið.
Í staðin sendi ég ekki hópboð. Það er það minnsta sem ég get gert.

2/12/08 07:00

Andþór

Tilviljun. Ég var einmitt að ganga í hópinn "Hættum að vera tilgerðarleg og friða samviskuna með því að ganga í hópa eins og Nei við krabbameini og styrkjum krabbameinssjúka. Gerum eitthvað meira til að virkilega sýna fólki hvað við erum nice og göngum í hópinn Ég er á móti vondum hlutum"

2/12/08 07:00

The Shrike

Ég reyni að taka Groucho Marx á allt svona.

2/12/08 07:01

hlewagastiR

Ég geng aldrei í hópa sem lýsa afstöðu minni til einstakra mála, hversu sammála sem ég kann að vera málunum. Ég vil einfaldlega hafa skoðanir mínar í friði.

2/12/08 07:01

Skabbi skrumari

Hvað ertu að tala um?

2/12/08 07:01

Regína

Hann er að tala um einhvers konar gervibaggalút þar sem fólk notar leikaramyndir.

2/12/08 07:01

krossgata

Mér finnst þetta góður punktur, til hvers að ganga í svona hópa sem eru bara á "blaði"? Samt samþykki ég einn og einn. Ég hunsa samt slatta af svona boðum. Það koma engar tilkynningar um hvað maður hunsar, ef fólki er mikið í mun að fylgjast með hvort maður samþykki svona boð verður það að fygljast með hvort maður birtist á þátttakendalista hópsins.

2/12/08 07:01

albin

Það er ekkert ömurlegra en endalausar fésbókargrúbbur. EN, hver og einn verður að taka ákvörðun fyrir sjálfan sig.

2/12/08 07:01

Texi Everto

Ég veit eiginlega ekki alveg af hverju ég er að skrá mig í hina og þessa hópa. [Klórar sér í hattinum]

2/12/08 07:01

Ívar Sívertsen

Hvernig væri að stofna hópinn FÆRRI FÉSBÓKARHÓPA?

2/12/08 07:02

hlewagastiR

Ívar er með þetta. Sama snilldin og þegar sjálfshjálparhópur netfíkla var stofanður á Ircinu hér í denn.

2/12/08 07:02

Skoffín

Ég er á þeirri skoðun að "málefni" þau sem hóparnir standa fyrir skipti mun minna máli en yfirlýsing persónunnar sjálfrar þegar hún gengur í hópinn. Þegar gengið er í hóp birtist tilkynning þess efnis sýnileg öllum vinunum og gefur því skýr skilaboð um viðhorf og lífsstíl manneskjunnar ekki síður en stuðning við málstað. Ef ég geng í hópinn "Stöðvum hvalveiðar" er ég að undirstrika eigið ágæti (sem dýravinur og töff týpa með skoðanir) á sama tíma og ég styð málstað náttúruverndarsinna. Einnig hef ég tekið eftir aukinni þörf fyrir slíkar hópainngöngur séu vissar persónur í vinahópnum pólitískir andstæðingar, ellegar oftast hrópandi ósammála manni. Fátt veldur meiri vellíðan en að ögra sjálfsréttlátum fíflum og bavíönum (sem með einhverjum hætti lentu á vinalistanum) með þessum hætti.

2/12/08 07:02

Grýta

Ætti maður að skrá sig á þetta fésbókarsamfélag?

2/12/08 08:00

Bleiki ostaskerinn

Ég skrái mig sjaldnast í svona hópa. Hverju gæti það svosem breytt. En það kemur fyrir að samviskan þrýstir á hnappinn fyrir mig þegar ég hugsa til baka á síðastu hópana sem ég hunsaði: "hjálpum börnum með hvítblæði", "stöðvum glæpi", "fólk gegn kynferðisglæpum"

2/12/08 08:00

B. Ewing

Ég mæli alls ekki með skráningu á Fésbók, þetta er bölvaður tímaþjófur og væri ég afar glaður með að gera eitthvað annað nokkrum sinnum í viku en að uppfæra vinalista, hópabeiðnir, ættingjaskráningar og einhverjar skrýtnar applications beiðnir sem eru hreinasta tímasóun, (allt nema Gestapóar).

2/12/08 08:00

Texi Everto

Sjáið mig! Ég er siðferðislega meðvitað og réttlátt eintak af manneskju því að ég get ýtt á takka sem sendir vinum mínum upplýsingar um að ég hefi ýtt á þann takka!

2/12/08 08:00

Hugfreður

Já mér finnst þetta oft líka mjög tilgerðarlegt.

2/12/08 08:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Mér skyldi ekki detta til hugar að sóa ´tímanum í svona dellu eins og þessa hvaða nú heitir

2/12/08 08:01

Jeminn.

2/12/08 08:01

Wayne Gretzky

Neminn.

2/12/08 08:01

Huxi

Hvað er Fésbók?

2/12/08 08:01

[Öfundar Huxa]

2/12/08 08:01

Golíat

Ég spyr með Huxa, hvað er þetta fyrirbæri? Á maður að kynna sér það?

2/12/08 08:01

Grágrímur

http://www.youtube.com/watch?v=edloQNR6-TQ

Gæti textinn í þessu lagi lloíka útskýrt þetta að einhverju leyti.? [glottir eins og fífl...]

2/12/08 08:01

Texi Everto

Hún er hot.

2/12/08 08:01

Villimey Kalebsdóttir

ALLIR Á FÉSBÓK!

2/12/08 08:02

Wayne Gretzky

u nei

2/12/08 09:00

...nema ég.

2/12/08 14:01

Texi Everto

Wayne, ég er í sjokki!

Grágrímur:
  • Fæðing hér: 25/12/06 04:26
  • Síðast á ferli: 25/4/24 03:11
  • Innlegg: 12722
Eðli:
Skrýtinn gaur með alltof mikinn frítíma, Þjáist af heiftarlegri ritstíflu.
Fræðasvið:
Rannsóknir á áður óþekktum hámörkum í leti, áhrif of mikils svefns á menn og hvernig hægt er að komast af með því að gera sem minnst og ermeð lágskólapróf í málvillu
Æviágrip:
Fæddist fyrir um 30 árum og er enn að átta sig á aðstæðum. Ef Þú tekur saman allt sem ég hef áorkað í þessu lífi og þjappar því niður á einn dag, myndi það bara kallast þó nokkuð gott