— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Grágrímur
Heiðursgestur.
Dagbók - 3/11/07
Opið rit til mafíu stjórnenda og spilara.

Góðan daginn

Ég biðst afsökunar á fjarveru minni síðustu daga sem er sökum tölvuvandræða. Ég er ekki viss um að ég verði mikið viðloðandi næstu daga svo það væriekki vitlaust ef Hexia tæki minn stað. Ég vona að ég hafi ekki valdið miklum skaða á leiknum en þetta var alveg óviljandi, netið fór í klessu og svo hrundi hjá mér helv harðidiskurinn og hann er eitthvað skemmdur svo ég næ ekki að troða stýrikerfinu aftur inn...
Ætla að reyna að finna nýjan disk eftir nýja árið og sé ykkur þá
Gleðilegt ár allir Gestapóar nær og fjær, takk fyrir það gamla og ekki sprengja af ykkur neina limi...

   (20 af 31)  
3/11/07 07:00

Ívar Sívertsen

Hananú, þar fór heimilisfriðurinn... Annars gleðilegt ár sjálfur [fer að ráðum Grána og tekur tívolíbombuna úr klofinu.

3/11/07 07:01

Þarfagreinir

Þessu er reddað. Vona að þú reddir þínu, Grágrímur - og gleðilegt ár1

3/11/07 07:01

Villimey Kalebsdóttir

Knús í poka! Alla leið til baunalands!

3/11/07 07:01

Günther Zimmermann

Jeg ynsker dig et dejligt nyt år!

1/12/08 01:01

hlewagastiR

Ekkert kann ég á svona hlutverkaleiki. Sumir segja að þeir gersplli geðheilsu unglinga en það er vafalaust orðum aukið. Þið eruð svoddan ágætis unglingar. En eitt veit ég þó, og það er að mafíustjórnandi er eitt orð.

1/12/08 01:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Er þettað nyasta trix Mafíunnar?

1/12/08 01:02

Grágrímur

Nei Gísli minn ekkert samsæri enda veit ég ekkert hvað er á seiði í mafíuherbúðunum. Ég hætti einfaldlega því ég var farinn að trufla leikinn með fjarveru minni.

Grágrímur:
  • Fæðing hér: 25/12/06 04:26
  • Síðast á ferli: 19/4/24 02:39
  • Innlegg: 12721
Eðli:
Skrýtinn gaur með alltof mikinn frítíma, Þjáist af heiftarlegri ritstíflu.
Fræðasvið:
Rannsóknir á áður óþekktum hámörkum í leti, áhrif of mikils svefns á menn og hvernig hægt er að komast af með því að gera sem minnst og ermeð lágskólapróf í málvillu
Æviágrip:
Fæddist fyrir um 30 árum og er enn að átta sig á aðstæðum. Ef Þú tekur saman allt sem ég hef áorkað í þessu lífi og þjappar því niður á einn dag, myndi það bara kallast þó nokkuð gott