— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Grágrímur
Heiðursgestur.
Dagbók - 6/12/07
Þjóðarstolt

Að vera stoltur að þjóð sinni er eitthvað sem ég hef aldrei skilið. Burtséð frá því að ég er Íslendingur og að vera stoltur af að vera Íslendingur er svona svolítið eins og að vera stoltur af að hafa komið fótboltaliði upp í 3.deild. Hvernig hægt er að vera stoltur af að tilheyra þjóð sem lét undirokasig í næstum 800 ár fyrst af norðmönnum for kræing át lád og síðan dönum á meðan hún húkti sveltandi í torfkofum étandi skinnhandrit og maðkað mjöl er mér ofviða að skilja. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig Ísland væri í dag ef "við" (þeir...þau) hefðum barist á móti noregskonungi, haldið í "frelsið" sem landnámsmennirnir fóru til að finna. Hefðu sjálfir stjórnað verslun í landinu og séð sjálfir um varnir landins. (Ísland er kannski það sem bandaríkin hefðu orðið hefðu þau tapað borgarastríðinu gegn bretum)
Þá væri ég kannski stoltur af landinu mínu.

Eða hvað?

Það að vera stoltur er að vera upp með sér af einhverju afreki og það að tilheyra þjóð getur varla talist afrek, afrek er eitthvað sem þú gerðir sjálfur og það er varla hægt að segja að maður hafi mikið að gera með það á hvaða skeri foreldrar manns búa þegar þau ákveða að eignast mann. His vegar finnst mér alveg furðulegt að maður eigi að vera stoltur af því því maður hefur ekkert með það að gera. þetta er eins og að vera stoltur fyrir að hafa fengið nóbelsverðlaunin fyrir bók sem maður skrifaði ekki.

   (22 af 31)  
6/12/07 02:02

Grýta

Höfðu bændur á tíma dönsku einokunnar eitthvað val ?
Oft er það mjög einföld lausn að ásaka forfeður okkar. Það vill oft gleymast að tímarnir og hugsanaháttur var allt annar þá en hann er í dag.
Það verður að skoða söguna í samhengi við þann tíma sem hún gerðist.
Ég stórlega efa að þriðja eða fjórða kynslóð frá okkur verði stolt af því sem við erum að gera í dag.

Ég er stolt af því að tilheyra þjóð, sögu hennar og menningu. Ég er ekki nálægt því eins stolt að tilheyra sögu þjóðarinnar á 21. öld.

6/12/07 02:02

hlewagastiR

Gleymdu ekki guði. Við lúffuðum fyrst fyrir þeim illgjarna, austræna kúgunarherra fyrir rúmum aldatug. (Svo er verið að agnúast út í drenginn sem ég er með á einkennismynd minni.) Kóngarnir voru hátíð á við Gussa.

6/12/07 02:02

Regína

Láttu nú ekki svona Grágrímur. Mér dettur ekki í hug að skammast mín fyrir að vera Íslendingur þrátt fyrir allt sem þú telur upp. Satt best að segja er ég stolt yfir því að vera Íslendingur!
Láttu svo ekki baunana bögga þig of mikið í nýju vinnunni.

6/12/07 02:02

Günther Zimmermann

Mikið er krúttlegt að sjá hundrað ára gamla (og úrelta) söguskoðun sjálfstæðisbaráttunnar lifa góðu lífi.

Sannleikans vegna þá langar mig að benda á að einokunarverzlunin var nauðsynleg til að tryggja innflutning erlendis frá, frjáls verzlun var aldrei næg til að standa undir þörfinni innanlands (enda lögðu Íslendingar ríka áherzlu á það alla 17. öld að ákvæði gamla sáttmála um 6 skip á ári yrðu virt), allt einokunartímabilið var korn allt að fjórfalt ódýrara á Íslandi en í Kaupmannahöfn, kaupmenn reyndu ítrekað að fá það hækkað, það heppnaðist þeim sjaldan og aldrei eins mikið og þeir vildu, einu sinni var kvartað yfir mjöðkuðu mjöli (1770-og eitthvað) og verzlunarfélagið þurfti í framhaldinu að greiða himinháa sekt, Íslendingar greiddu alla tíð lægri skatta en danskir samþegnar þeirra, áttu greiðari leið inn í háskólann og fengu ofaníkaupið ókeypis herbergi og fæði meðan á námsdvölinni stóð, alla 18. öld voru íslenzkir sýslumenn miklu betur menntaðir að jafnaði en danskir stéttarbræður þeirra (þ.e. hlutfallslega fleiri með lögfræðipróf frá Hafnarháskóla), á Noregskonungatímanum áttu Íslendingar sæti í ríkisráði Noregskonungs svo varla er hægt að tala annað um annað en ríkjasamband, sama gilti eftir 1387 svo Ísland var aldrei undirokuð nýlenda, það var partur af Dansk-Norska ríkinu ekki ósvipað Slésvík eða Jótlandi.
[Dregur djúpt andann]

6/12/07 02:02

Nermal

Ísland er best í heimi. <prumpar þjóðsönginn>

6/12/07 02:02

Günther Zimmermann

Við þetta má því bæta að Íslendingar eru svo 'heppnir' að vera ekki komnir af öpum.

Við erum komnir af Norðmönnum.

6/12/07 02:02

Grágrímur

[finnur sæluhroll og er stoltur af að hafa komið svona við kauninn á Gúnteri]

6/12/07 02:02

Grýta

z<Skellihlær> En það er satt við vorum aldrei steinaldarmenn. Ef til vill væri líf okkar öðruvísi og þroskaðra ef við ættum okkur lengri sögu.
Við erum ennþá ný þjóð í nýju landi.

6/12/07 02:02

Günther Zimmermann

Kaunn og ekki kaunn. Ef menn ætla sér að agnúast út í þjóðarstoltið þá vil ég að þeir geri það á réttum forsendum, en byggi það ekki á söguskoðun sem ekki stenzt tímans tönn.

6/12/07 02:02

Huxi

[Smíðar falskar tennur upp í tímann]

6/12/07 02:02

Grágrímur

Jámm... ég var nú að agnúast út í hugtakið Þjóðar"stolt" sem ég tel að sé fáránleg hugmynd hvort sem maður kemur frá Íslandi eður ei.
Verst að ég er ekki betri penni en svo að sú hugmynd komst svona ílla til skila...

6/12/07 02:02

Billi bilaði

Hvurnig í áranum, Gunther, kemstu að því að við séum komnir af Norðmönnum? Það færðu mig aldrei til að samþykkja.
Við flæktumst bara í gegn um Noreg á leið okkar hingað. <Hnussar hátt og þykist vera með þetta á hreinu>

6/12/07 02:02

Günther Zimmermann

Billi, aðhyllistu Herúlakenninguna!?

6/12/07 02:02

Billi bilaði

Ég veit ekkert hvað hún heitir, en vinnandi hjá fyrirtæki í eigu Norðmanna skal ég styðja hvaða kenningu sem er sem slítur allan skildleika frá þeim. <Ullar á norrmenn>

6/12/07 02:02

Günther Zimmermann

Grágrímur, þú misskilur gagnrýni mína. Þjóðarstolt er allrar gagnrýni vert, enda öllum ljóst hvert það getur leitt. Þess vegna lét ég hjá líða að minnast á þann þátt pistils þíns. (Þó ég sé þér ekki sammála í öllum atriðum.) Ég vildi bara benda á að það verður að gerast á réttum forsendum.

6/12/07 02:02

Billi bilaði

(Erum við ekki komnir af flökkuþjóðum einhvers staðar frá Azerbajdjan eða þar um kring? Er ekki búið að DNA-rannsaka þetta eitthvað?)

6/12/07 02:02

Lepja

Það má nú alveg monta sig af því að kunna næstum íslensku. Ekki svo margir í heiminum sem geta fyllst stolts yfir því.

6/12/07 03:00

Garbo

Ég er aðallega ánægð með að hafa fæðst á Íslandi, þakka Þór og Óðni fyrir. En stolt ...?

6/12/07 03:00

Jóakim Aðalönd

Ég stóð í þeirri meiningu að við værum skyldari Írum (og þar með Keltar í eðli okkar) en Norðmönnum. Ég er a.m.k. stoltur af því að vera Íri og hana nú!

BA-GAK!

6/12/07 03:00

Jóakim Aðalönd

Nei, ég er auðvitað Skoti (þeir eru Keltar líka, ekki satt?). Og STOLTUR AF ÞVÍ!!

6/12/07 03:00

Upprifinn

Sama hvað Gunni segir ég er Herúli. Strunsa svo bara út og skelli á eftir mér, og það bara þokkalega fast. sný mér við í dyrunum og öskra: ég er ekki skyldur einum einasta Nojara.

6/12/07 03:00

Galdrameistarinn

Þjóðarstolt íslendinga er bara brandari í dag.
Eltast við fornmennina og dautt nóbelsskáld þar sem þeir geta ekki og hafa ekkert til að vera stoltir yfir frá þeim tíma sem Laxnes fékk nóbelinn.

Persónulega er ég ekkert stoltur af íslandi eða íslendingum og er ekkert að flíka því erlendis.

6/12/07 03:00

krossgata

Íslendingar eru hvorki betri né verri en aðrar þjóðir. En kannski þarf þessi písl að hafa blinda trú á eigið ágæti til að eiga einhverja möguleika. Annars sætum við heima og gerðum aldrei neitt af því við værum svo miklir aumingjar í eigin augum og værum líklega enn undir einhverjum konungi.

6/12/07 03:00

Útvarpsstjóri

Gunnþór hefur þegar sagt það sem ég ætlaði að segja, og reyndar meira en það. Söguskoðun sjálfstæðisbaráttunnar hjálpaði kannski örlítið til í sjálfstæðisbaráttunni, en það réttlætir samt ekki allar þær villur sem enn hefur ekki tekist að leiðrétta.

Hvað þjóðarstoltið varðar tel ég það nauðsynlegt til að þjóðir heims verði ekki að einni, sem ég teldi stórslys. Það er lítið gaman af fjárhúsum þar sem allar ærnar eru hvítar og kollóttar.

6/12/07 03:00

Upprifinn

Þar er nú yfirleitt minna vesen en á sauðburðinum Úbbi.

6/12/07 03:00

Regína

Er ekki verið að rugla saman stolti og rembingi?
Það má líkja þjóð hvers manns við fjölskyldu hans. Hverri fjölskyldu fylgir eitthvað sem er óþolandi og eitthvað sem er gott og er ástæða til að vera stoltur af. Því góða fylgir samkennd, því slæma sundrung.
Þjóð sem ekki er stolt er fyrirlitleg. Þjóð telur sig hafna yfir aðrar þjóðir er það líka.

6/12/07 03:00

hvurslags

Á hvaða forsendum ber að fyrirlíta þjóðir sem eru ekki stoltar?

6/12/07 03:01

Tigra

Ég er ekki viss um að þú gerir þér grein fyrir því Grágrímur hvað það var erfitt að búa hér á landi á þessum tíma. Hvar áttu Íslendingar að fá öll þau efni sem þeir þurftu t.d. ef við ætluðum að gera uppreisn gegn Norðmönnum og Dönum?
Tökum dæmi málma?
Við bjuggum sjálfsþurftarbúskapi en það var heilmikið sem flutt var til landsins til þess að við gætum lifað sjálfsþurftarbúskapi.

Ég persónulega er svakalega stolt af því að vera Íslendingur.
Ég er stolt af forfeðrum mínum, löngum öfum og ömmum sem tókst að búa til allt úr engu, lifa af harðræði sem ég mun aldrei koma til með að líta, og sýna einstaka ráðsnilld og þrautseigju.

Þeir hæfustu lifa af og við erum þessu fólki að þakka að við erum til.

6/12/07 03:01

Grágrímur

Tígra, ég átti ekki við að þeir hefðu gert uppreisn heldur aldrei farið undir noregskonung, og, vel að merkja, stjórnað sjálfir verslun til landsins, verslað við þá sem þeir vildu, breta til dæmis. Þetta er bara pæling sem ´ég hef oft huxað um yfirleitt þegar ég er að flokka sokkana mína eða eitthvað álíka spennandi.

og auðvitað er allt í lagi að vera glaður yfir að tilheyra einhverri þjóð, en að vera stoltur yfir genalógísku slysi? Ég er til dæmis viss um að enginn hérna er stoltur af að vera 1.70 á hæð eða hafa ekki ofnæmi fyrir frjókornum...

Og Gúnterr, ég get nú bara sagt þér að þessi (ýkta) söguskoðun lifir ágætu lífi í framhaldsskólum landsins, allavega er ekki lengra síðan en 15 ár síðan Erlingur Sögukennari tróð þessu inn í hausinn á mér.

6/12/07 03:01

Regína

hvurslags: aumkunarverð er kannski betra orð, það munar ekki miklu á merkingu þeirra.
Bananalýðveldi hafa jafnvel sitt stolt.

6/12/07 03:01

Kiddi Finni

Mér finnst Regina koma með góðan punkt. Og Grágrímur hefur vítaskuld margt til sins máls, eins og venjulega, það er fáranlegt að vera stoltur yfir eitthvað sem hefur gerst löngu áður en maður sjálfur er fæddur.

En má ekki líkja þetta með einstæklingastoltið? Mont og hroki eru ekki mannkostir, en jákvætt sjálfsálit, sjálfsvirðing er. Maður sem ber virðingu fyrir sjálfan sig getur borið virðingu fyrir aðra líka. Hins vegar, ef virðingin er ekki í lagi, þá getur maður reynt að bæta henni með rembingu, eins og Þjóðverjar voru með særð stolt eftir fyrra heimsstyrjöld og framhaldið þekkjum við öll.

6/12/07 03:02

Bleiki ostaskerinn

Ég er komin af klósettinu. Af hverju missti ég?

6/12/07 03:02

Jarmi

Ég monta mig lítið af þjóðinni. En landið get ég talað endalaust um og þó veit ég svo gott sem ekkert um það.

6/12/07 03:02

Aulinn

Ég er stolt af því að vera Íslendingur vegna þess að þegar fólk segir "guð hvað þú ert falleg" segi ég "já ég er auðvitað íslensk" þá segir það "það hlaut að vera".

6/12/07 04:01

Texi Everto

Ég er mjög stoltur af Íslandi og skammast mín ekkert fyrir það. Mér finnst Ísland vera fyrirmyndarland - ekki gallalaust auðvitað, en samt alveg ótrúlega gott land. Ef við náum svo að halda fordómum gagnvart innflytjendum í lágmarki þá myndi það gera mig enn stoltari.

Grágrímur:
  • Fæðing hér: 25/12/06 04:26
  • Síðast á ferli: 25/4/24 03:11
  • Innlegg: 12722
Eðli:
Skrýtinn gaur með alltof mikinn frítíma, Þjáist af heiftarlegri ritstíflu.
Fræðasvið:
Rannsóknir á áður óþekktum hámörkum í leti, áhrif of mikils svefns á menn og hvernig hægt er að komast af með því að gera sem minnst og ermeð lágskólapróf í málvillu
Æviágrip:
Fæddist fyrir um 30 árum og er enn að átta sig á aðstæðum. Ef Þú tekur saman allt sem ég hef áorkað í þessu lífi og þjappar því niður á einn dag, myndi það bara kallast þó nokkuð gott