— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Grágrímur
Heiðursgestur.
Saga - 5/12/06
Stafasúpan

Þetta byrjaði sem hugmynd að smásögu og átti að vera mun lengra og mun gáfulegra en vegna takmarkaðra rithæfileika minna endaði hún bara sem heimskuleg skrýtla.

Hellan var orðin heit, nægilega heit til að setja pottinn með vatninu á og byrja að sjóða súpuna. Þessi pakki hafði legið inní skáp í næstum 3 mánuði, mig rak ekki minni til að hafa keypt hana, stafasúpa frá Knorr? Hvað var ég að hugsa? Held ég hafi ekki eldað svoleiðis síðan ég var barn.
Allavega, ég var orðin svangur og fátt til í kotinu. Ég reif upp pakkann og hellti innihaldinu ofan í pottinn. Allt stafrófið eins og það lagði sig A B C D E F G... og allir hinir, ég starði ofan í pottinn... þetta var skrítið, eitt augnablik virtust stafirnir mynda orð. Ég var samt ekki viss, en jú þarnar á milli E F og G voru F I F og L saman, heh hugsaði ég, bara tilviljun, og tók sleifina og hrærði í pottinum. Eftir að hafa hrært í tók ég fram diskanna og lagði á borðið, kíkti síðan aftur ofan í pottinn og rak í rogastans. HEIMSKI SKITBUXI! stóð ofan í pottinum, virtist meira að segja eins og hinir stafirnir hefði fært sig frá til að gera orðin greinilegri og eitt I-ið hafði snúið sér á hvolf til að mynda upphrópunarmerki. Hvað var eiginlega í gangi, var ég farin að sjá ofsjónir? Ég tók sleifina og hrærði upp í þessari dónasúpu, maður líður ekki svona svívirðingar í sínu eigin eldhúsi. Ég hætti að hræra og horfði á stafina hringsnúast í pottinum, það hægðist á henni og af lokum stoppuðu stafirnir. Ég beið með eftirvæntingu eftir hvort einhver ný skilaboð myndu birtast og viti menn, HVAD HELDUR TU AD TU SERT? stóð ofan í pottinum, ja hvur skollinn, þetta var orðið undarlegt því ekki bara var ég alveg handviss um að það væru aldrei spurningamerki í stafasúpum heldur hafði súpa bókstaflega spurt mig málfræðilega réttrar spurningar. Ég gerði mér ljóst að það væri á svona augnablikum sem fólk ákvæði hvort það klikkaðist endanlega og tók þá skynsamlegu ákvörðun að hræra bara aftur í súpunni. Tautaði þó án þess að gera mér grein fyrir því að ég væri eigandi súpupakkans og ætlaði mér að elda þessa súpu. ég hrærði og beið, súpan virtist vera að mynda nýja setningu. Og þarna kom hún FARDU I RASSGAT!
Ég tók pottinn og hellti innihaldinu í vaskinn, setti kalda vatnið á fullt og horfði á alla stafina hverfa niður í niðurfallið, sver að ég sá orðinu FREEDOM bregða fyrir í smá stund.
Eftir þessa skrýtnu lífsreynslu fór ég inní stofu og kveikti á sjónvarpinu, allt í einu pípti síminn minn, ég var að fá SMS, sendandi óþekktur. Ég opnaði það og það stóð EG VANN!!!

   (28 af 31)  
5/12/06 22:01

Útvarpsstjóri

Ég eldaði Knorr stafasúpu í gær, hún var ekkert dónaleg.

5/12/06 22:02

Offari

Er hægt að fá Dónalega stafa súpu?

5/12/06 23:00

Vímus

Ertu orðinn snarvitlaus annars ágæti Grágrímur?
Ætlar þú að segja mér að þessi fína sveppasúpa hafi farið í vaskinn?

5/12/06 23:01

krossgata

Ekkert svo mikið af málfræðivillum, en nokkrar. En sagan finnst mér skemmtileg og svo sannarlega hefði verið hægt að gera hið flóknasta mál úr henni. Ég kann vel við hana sem stutta skemmtisögu, með dularfullum undirtón. Nú fer ég beint út í búð og kaupi mér stafasúpu.

5/12/06 23:02

Jóakim Aðalönd

SKAL OG PRUMP!

Grágrímur:
  • Fæðing hér: 25/12/06 04:26
  • Síðast á ferli: 25/4/24 03:11
  • Innlegg: 12722
Eðli:
Skrýtinn gaur með alltof mikinn frítíma, Þjáist af heiftarlegri ritstíflu.
Fræðasvið:
Rannsóknir á áður óþekktum hámörkum í leti, áhrif of mikils svefns á menn og hvernig hægt er að komast af með því að gera sem minnst og ermeð lágskólapróf í málvillu
Æviágrip:
Fæddist fyrir um 30 árum og er enn að átta sig á aðstæðum. Ef Þú tekur saman allt sem ég hef áorkað í þessu lífi og þjappar því niður á einn dag, myndi það bara kallast þó nokkuð gott