— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Grágrímur
Heiðursgestur.
Dagbók - 5/12/06
Pólitískur áróður

Siðblindar rollur eru bestu kjósendurnir eru skilaboðin.


[Pottið í myndina til að sjá hana stærri]

Er það bara ég eða er Kind.is mestu mistök í pólitískum áróðri sem komið hefur fram?
Eru kindur ekki jafnan heilalausar skepnur með enga skoðun og engan sjálfstæðan vilja? Svona svipað og Framsókn vill að kjósendur séu til að þeir taki ekki eftir spillingunni og vinagreiðastarfsseminni sem viðgengst í starfsemi þessarra glæpasamtaka sem hafa af öðrum ólöstuðum kálað trú manna á að lýðræðið virki, hvernig getur flokkursem fær einn mann kjörin í lýðræðiskosningu komis tí stjórn og smalað flokkssystkynium sínum í feitar stöður og embætti hjá borginni?

Árangur áfram - Ekkert stop... á spillingunni.

Hvaða árangurer þetta sem þetta lið talar um ?
Árangurinn í heilbrigðiskerfinu, að allsstaðar vantar í stöður sjúkrastarfsfólk og fólks í umönnun, fólk vinnur allt of mikið fyrir allt of lítið í þessu sem ætti að vera sú starfsstétt sem mestrar virðingar ætti að njóta.

   (29 af 31)  
5/12/06 04:00

krossgata

Kindur eru ákaflega bragðgóðar. En sama er ekki hægt að segja um þessar ákaflega fráhrindandi auglýsingar framsóknar, sorglegt að annars ágætasta fæða skuli spyrt saman við.

5/12/06 04:00

hvurslags

Mér finnst alltaf svo skrýtið að þessar síður, samfo.is og kind.is eru auglýstar sem síður ungs samfylkingar- og framsóknarfólks en eru síðan bara einhverjar drasl b2.is eftirlíkingar. Á kind.is eru svo hræðilega asnalegar flass-auglýsingar sem líta út eins og ætlaðar fyrir 13 ára með Michael Moore áróðri.

5/12/06 04:00

Billi bilaði

Íslenska kindin er sú eina sem þekkt er til að eiga svokallað Forystufé. Meira að segja sauðfé hefur sjálfstæðan vilja, svo vinsamlegast ekki gera svo lítið úr henni að bendla hana við framsóknarflokkinn. Ég þekki ekki eina einustu kind sem hefur kosið þann flokk. (Ýmsir sauðir hafa hins vegar gert það í gegn um tíðina.) [Glottir við tönn og kjamsar á hangikjeti]

5/12/06 04:01

Gaz

Það þarf að vekja fólk og minna það á að það á að vera fólkið sem velur hver egi að stjórna landinu!
Kosningar eiga ekki að vera eihverskonar vinsældarkeppi, heldur eiga þær að vera val á því fólki sem er tilbúið að stjórna landinu á þann máta sem "þér" finns best!
Það á ekki að vera um það hver grillar bestu pylsurnar!

5/12/06 04:01

Jóakim Aðalönd

Hvað skyldi Offari hafa um þetta að segja? Annars leiðist mér þessi pólitíska umræða á Gestapó. Er ekki nóg að hafa hana á blogginu?

5/12/06 04:01

Billi bilaði

Mig er farið að gruna að Jóakim leiðist pólitísk umræða. Ætla það sé eitthvað til í því? [Klórar sér í höfðinu.]

5/12/06 04:01

krossgata

Mér finnst nú mat á auglýsingum ekkert sérlega pólitísk umræða. Annars er pólitík á Baggalút mun skemmtilegri en annars staðar í heiminum og mun skemmtilegri hliðar sem varpað er upp.
Skál!

5/12/06 04:01

Offari

‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

5/12/06 04:01

Billi bilaði

[Læsir]

5/12/06 04:01

Vímus

Kallarðu það ekki árangur hjá Dóra að selja sig fyrir forar-sætis-rán-herrastólinn í nokkra mánuði? Hann náði því sem hann vildi.
Annars hlýnaði mér um hjartarætur þegar þú kallaðir þetta samansafn lygara og þjófa ,,Glæpasamtök" því hvað er þetta annað?

5/12/06 04:01

Grágrímur

Alveg rett en bara ólíkt framsóknarflokknum þá hefur til dæmis... mafian ákveðnar siðareglur og heiðursreglur sem þeir fylgja þannig að þaðmætti segja að mafian sé aðeins skárri kostur en XB..

5/12/06 04:01

Billi bilaði

[Tvílæsir svo Offari sjái ekki síðustu athugasemdina]

5/12/06 04:01

Schrödinger Kisinn

Ég held að það sé fátt betra en að vera áhyggjulaus kind úti í guðsgrænni náttúrunni. Ef framsókn getur gert líf okkar eins auðvelt og áhyggjulaust, á næsta kjörtímabili, og líf ísnenskra sauðkinda hefur verið hingað til, þá set ég sko x við B!

5/12/06 04:01

Þarfagreinir

Mér hefði þótt mun meira við hæfi að kalla þetta rit 'Meira um kind', af augljósum ástæðum.

5/12/06 04:01

Útvarpsstjóri

Pant vera forystusauðurinn á næsta kjörtímabili!

5/12/06 04:01

Billi bilaði

Samþykkt.

5/12/06 04:01

Útvarpsstjóri

[ljómar upp]

5/12/06 04:02

Kondensatorinn

Mafiuhyski.

5/12/06 07:01

Gvendur Skrítni

Morðfé

Grágrímur:
  • Fæðing hér: 25/12/06 04:26
  • Síðast á ferli: 23/4/24 23:00
  • Innlegg: 12722
Eðli:
Skrýtinn gaur með alltof mikinn frítíma, Þjáist af heiftarlegri ritstíflu.
Fræðasvið:
Rannsóknir á áður óþekktum hámörkum í leti, áhrif of mikils svefns á menn og hvernig hægt er að komast af með því að gera sem minnst og ermeð lágskólapróf í málvillu
Æviágrip:
Fæddist fyrir um 30 árum og er enn að átta sig á aðstæðum. Ef Þú tekur saman allt sem ég hef áorkað í þessu lífi og þjappar því niður á einn dag, myndi það bara kallast þó nokkuð gott