— GESTAPÓ —
The Shrike
Heiðursgestur.
Sálmur - 2/11/09
Soltin og svöng

Úti í myrkrinu er svalt og mér er orðið kalt á tánum
maginn er tómur og garnirnar ýla af svengd
og bankinn hefur lokað öllum lánum
við læðumst burt áður en við verðum hengd.

Það var ekkert til í ísskápnum þegar við fórum
það var enginn hiti og lokað fyrir rafmagnið
allt er veðsett við trauðla lengur tórum
það er tryggt við fáum ey grið
fyrir bönkum, fyrir bönkum ríkisins.

Við fundum tjaldstæði á ótilgreindum túnbletti
tréin eitthvað skýla er norðangarrinn kemur æðandi.
Kuldinn að beinum nær og kvef viðvarandi,
ég er kominn að ystu nöf með fjölskyldunni.

Alltaf um lágnættið ég laumast oní gámana
því þar er líklegast að komast í mat.
Mánudagar bestu gefa bitana,
börnin þá éta á sig gat.
Annars sultur, annars sultur og svengd.

Og hjá mæðrastyrksnefnd verða miðvikudagsraðirnar langar
því að margir þangað sækja og lítið er til skiptanna.
Þó getur orðið veisla ef feita gæs þú fangar
er þú ferð á veiðar við tjörnina.
Þá ég sultinn, þá ég sultinn ögn friða (friða smá).

Já þannig fer þegar aular sjá um fjármagnið
og fífl með stjórnsýsluna leika sér.
Þýfið tekur burt úr landi þetta lið,
síðan lóðbeint þjóð á hausinn fer.
Við erum soltin, við erum soltin og svöng!

   (7 af 21)  
2/11/09 22:01

Regína

Við hvaða lag er þetta?

2/11/09 22:01

Billi bilaði

Sultans of swing. Dire Straits.

2/11/09 22:02

Regína

Ósyngjandi lag, en það er allt annað að lesa þetta með undirleik.

3/11/09 01:01

Kondensatorinn

Harla gott

The Shrike:
  • Fæðing hér: 22/9/06 15:17
  • Síðast á ferli: 7/10/15 16:24
  • Innlegg: 1541