— GESTAPÓ —
The Shrike
Heiðursgestur.
Sálmur - 2/12/08
Framtíðartrú

Ég trúi því að von sé vert að hafa,
von um framtíð mannúðar og lífs.
Að allir þeir sem undan brjótist klafa
eigi nóg til skeiðar bæði og hnífs.
Og grimmdin sem að grípur hjörtu manna,
er græðgi þeirra takmörk eru sett,
sé útlæg ger, og sálin hreina, sanna,
sjái hvergi mun á neinni stétt.

Því víst er það að vit var okkur fengið
í vöggugjöf, en þar það dvelur enn,
og verkefnið, að þróa mannkynsmengið,
svo megum við um geiminn ferðast senn.
Því eina jörð við aðeins núna byggjum
sem endast þarf uns getum við sagt takk,
og lífsins framtíð lengur nokkuð tryggjum
er leggjumst öll í vetrarbrautaflakk.

   (11 af 21)  
2/12/08 02:01

hvurslags

Hreint út sagt frábært kvæði. Með því besta sem ég hef séð frá þér.

2/12/08 02:01

Regína

Skrekkur er vel geymdur þarna hinumegin. Þá yrkir hann bæði mikið og vel.

2/12/08 02:01

Álfelgur

FL-ott!

2/12/08 02:01

krossgata

Alveg indælis lesning.

2/12/08 02:01

Heimskautafroskur

Afburðakvæði!
En er þetta nokkuð trúboð fyrir vísindakirkjuna?

2/12/08 02:02

Garbo

Þú ert bjartsýnn!

2/12/08 02:02

Bölverkur

Prima!

2/12/08 03:01

Skabbi skrumari

Brilliant... Salútíó

2/12/08 03:02

Huxi

Helv... bjartsýni alltaf hreint...
En gott kvæði samt...

2/12/08 06:01

Offari

Flott kvæði og með því ertu í raun að segja að mannkynið hafi einfaldlega einhverstaðar villst af leið á leið sinni til bjartrar framtíðar. Samt er búið að finna upp Gps staðsetningartæki.

The Shrike:
  • Fæðing hér: 22/9/06 15:17
  • Síðast á ferli: 7/10/15 16:24
  • Innlegg: 1541