— GESTAPÓ —
Regína
Heiðursgestur.
Sálmur - 31/10/07
Engstaðar

Alnetsins ormagöng
eigra ég dægrin löng.
Engstaðar enda.
Það á virðist benda
að leiðin sé líklega röng.

Ef engan hef áfangastað
ábyrgst get varla það
að ánægju eina
og eymdina neina
finni, þó ekkert sé að.

   (15 af 23)  
31/10/07 23:00

Billi bilaði

<Breiðir dúk á Engið og raðar á hann úr nestiskörfunni>

31/10/07 23:00

Jóakim Aðalönd

[Hellir ákavíti í staup og setur á dúkinn]

Skál!

31/10/07 23:00

Anna Panna

Merkilegt hvernig sumir geta sagt nákvæmlega það sem maður sjálfur hugsar en kemur ekki í orð. Takk fyrir þetta Regína, þína skál!

31/10/07 23:00

Lokka Lokbrá

Æi. sorglegt þó ekkert sé að.
Þú finnur brátt þinn samastað.

Gleðin hefur haldið sig helst til nálægt engi
vertu ljúf og væn við sjálfa þig
og snertu þína viðkvæmu strengi

31/10/07 23:00

Lokka Lokbrá

Æi. Þarna var ég fullvæmin og fullmikill þátttakandi í minni túlkun á þínu ljóði. Fyrirgefðu.
Flott ljóð Regína og mjög áhrifamikið.

31/10/07 23:00

Kífinn

Mér líkar ágætlega á Engstöðum, hef verið þar heiðursgestur.[hellir ákavítinu hans Jóa á dúkinn og setur í staupið] þetta er betra, flott og skál

31/10/07 23:00

Wayne Gretzky

Löngu kominn tími á félagsrit frá þér.

Það er eitt sem öll við hérna vitum.
Gína mætti gera meir
af góðum félagsritum.

31/10/07 23:01

Andþór

Frábært.

31/10/07 23:01

Lopi

Flott. Eitthvað kunnuglegt bundið í ljóð.

31/10/07 23:01

krossgata

Margslungið, skemmtilegt. Skál!

31/10/07 23:01

Garbo

Skemmtilegt!

31/10/07 23:01

Golíat

Góð Regína!

31/10/07 23:01

Heiðglyrnir

Engstaða um óttubil má vitja...Flott hjá þér Regína....Riddarkveðja

31/10/07 23:01

Þarfagreinir

Margt til í þessu líklega.

31/10/07 23:01

Regína

Ég vaknaði með þetta orð, engstaðar, í höfðinu um miðja nótt fyrir nokkru, nákvæmlega á þessum stað í limru. Ég heyrði orðið hjá þriggja ára barni þegar ég var sjálf orðin fimm ára og vaxin upp úr svona visku.

31/10/07 23:01

Huxi

Skáldfákurinn hefur fengið frábæran knapa þar sem þú ert. Flott kvæði Regína.

31/10/07 23:02

Skabbi skrumari

Mjög flott... skáldjöfur... skál

1/11/07 00:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Hugvitssamleg smekkvísi höfundar skín í gegn í orðavali jafnt sem ytra formi. Sem er, veláminnst, skemmtilegt afbrigði af limruhætti - þótt inntakið sé af öðrum toga; heimspekilegt & kímið í senn.

Rétt kvæði á réttum stað.

1/11/07 00:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Ég elska þig og alt sem þú gerir . Mér finst þettað gullfallegt eins og þú, knús drottning

1/11/07 01:00

Galdrameistarinn

Bara snilld hjá þér Regína eins og þín var von og vísa.

1/11/07 14:00

Bölverkur

Snoturt.

Regína:
  • Fæðing hér: 17/9/06 15:56
  • Síðast á ferli: 11/3/24 15:28
  • Innlegg: 25218
Eðli:
Hlédræg, hógvær, hlýleg og virðuleg. Elskuleg kona sem man tímana tvenna, eða þrenna.
Fræðasvið:
Hallarblæti, teningaþvætti, nýliðaþjálfun.
Æviágrip:
Þið getið lesið minningargreinarnar ef þið lifið lengur en ég.
Þangað til skuluð þið bara fylgjast með.