— GESTAPÓ —
Regína
Heiðursgestur.
Sálmur - 1/11/06
Yfir

Gakktu fram á brúnina og gáðu hvað þú sérð,
ef gefst þér stund að skoða vegferð þína.
Ef þorirðu að kíkja býðst þér útsýn undraverð,
engi, brýr og hallir við þér skína.

Gakktu fram á brúnina, en gættu vel að þér,
því glæframennska valdið getur skaða.
Þó geturðu svo miklu meir' en heldur, trúðu mér,
í markið nærð á þínum eigin hraða.

Gakktu fram af brúninni ef gæfan segir þér
að gáfulegt sé forlögum að treysta.
Svífðu yfir þröskuldinn og sjáðu hvert þig ber.
Sanna til, í framtíð endurleysta.

   (17 af 23)  
1/11/06 09:01

Anna Panna

Þetta er mikil og góð speki. Afbragðsgott, skál!

1/11/06 09:01

Huxi

Ég hef sagt það áður, og ég segi það enn: Þú ert skáld!

1/11/06 09:02

Andþór

Glæsilegt!

1/11/06 09:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Frábært

1/11/06 09:02

Jarmi

Vá. Magnað.

1/11/06 09:02

blóðugt

Flott.

1/11/06 09:02

Álfelgur

Já ég er sannfærð! [Gengur fram af]

1/11/06 09:02

Garbo

Þú ert mögnuð, Regína!

1/11/06 09:02

Grágrímur

Frábært

1/11/06 09:02

Skabbi skrumari

Snilld... salút....

1/11/06 09:02

Upprifinn

Skáldkona hefur talað, og okkar er að túlka og njóta.
Takk.

1/11/06 09:02

Herbjörn Hafralóns

Hér stígur fram hvert stórskáldið á eftir öðru. Gott kvæði!

1/11/06 09:02

krossgata

Ég rölti bara niður brekkuna í rólegheitum takk.
Einstaklega skemmtilegar vangaveltur og speki.

1/11/06 09:02

Vladimir Fuckov

Mjög flott en að ganga fram af brún líst oss þó almennt eigi á. Skál !

1/11/06 09:02

Upprifinn

Það gerist nú fátt merkilegt í lífinu ef þú lætur þig ekki vaða inn í framtíðina Vladimir.

1/11/06 09:02

Vladimir Fuckov

Til þess má nota tímavjel [Ljómar upp].

1/11/06 09:02

Upprifinn

timavélar eru bara ekki ljóðrænar nema fyrir suma og þessvegna óspennandi

1/11/06 09:02

Vladimir Fuckov

[Íhugar að semja dróttkvæði eða einhvern annarskonar kveðskap um tímavjelina]

1/11/06 10:00

Billi bilaði

<Leggst á magann á brúninni og kíkir fram af>

1/11/06 10:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Kjarnmikið & snjallt kvæði.

[Gengur framaf sér & fer yfirum]

1/11/06 10:00

Golíat

Glæsilegt Regína, glæsilegt.

1/11/06 10:02

Leiri

Þetta er afskaplega væmið, satt best að segja. En það er samt eitthvað þarna, sem næst kannski fram með meiri lífsreynslu og kennslu góðra manna.

1/11/06 11:00

Skúbbi

Skamm Leiri, Regína er besta skáldkonan hér.

1/11/06 11:00

Jóakim Aðalönd

Þetta eru sannkallaðar heilræðavísur. Ég ætla að fara eftir þeim.

Skál og prump!

1/11/06 11:01

Regína

Fólk er beðið að velja sér brúnir af nákvæmni, t.d. hentar Krísuvíkurberg vel fyrir 1. og 2. vísu, en afleitlega fyrir 3ju (nema Jóakim, hann getur flogið, aðrir myndu slasa sig illa í urðinni).

Og auðvitað er þetta drepvæmið. En væmni fylgir oft gleðinni, svo ég verði nú ennþá væmnari.

1/11/06 11:01

Skabbi skrumari

Það er ekkert að væmni annað slagið... Leiri er bara of kúl til að viðurkenna það... hehe...

1/11/06 11:01

Leiri

Gekk ég fram á gnípu
og gettu hvað ég sá?

1/11/06 11:01

Barbapabbi

Gott flæði, smart hvernig fyrsta líknan kallast á á milli erinda og svo er þetta líka ljómandi vel sönghæft. Dáltill svona barnagælustíll á þessu. - skál! fyrir þessu bara.

1/11/06 11:01

Billi bilaði

Prest að reykja pípu
púkamóti á?

1/11/06 14:01

Heiðglyrnir

Já alveg svona líka ljómandi kveðið Regína mín...Riddarakveðja

2/11/06 22:02

Bölverkur

Mekeð er hjer vel ort og fallega. Meira en bravó.

Regína:
  • Fæðing hér: 17/9/06 15:56
  • Síðast á ferli: 11/3/24 15:28
  • Innlegg: 25218
Eðli:
Hlédræg, hógvær, hlýleg og virðuleg. Elskuleg kona sem man tímana tvenna, eða þrenna.
Fræðasvið:
Hallarblæti, teningaþvætti, nýliðaþjálfun.
Æviágrip:
Þið getið lesið minningargreinarnar ef þið lifið lengur en ég.
Þangað til skuluð þið bara fylgjast með.