— GESTAPÓ —
Regína
Heiðursgestur.
Sálmur - 31/10/06
Uppgjör

Langt er síðan fann ég faðminn hlýja,
fundinn hélt að væri einn sá besti
aldavinur, elskugjafinn mesti,
atlot blíð mér lyftu hátt til skýja.

En alltaf fann ég efasemdir knýja,
oft svo fór að staðreynd varla festi.
Upp komst brátt um lygar bæði og lesti.
Loks mig virtust heitar kenndir flýja.

Svo einsemdin er ennþá fylgjan mín,
ei hún mér gefur neina gleði í ranni.
Aldrei þó ég aftur til þín sný.

Samt sem áður yljar minning þín.
-Öðrum hvort sem kynnist þekkum manni
eð' engum, sátt ég uni, beiskjufrí.

   (18 af 23)  
31/10/06 21:02

Billi bilaði

Þeim fjölgar íslensku sonnettunum. <Ljómar upp>

31/10/06 21:02

blóðugt

Glæsilegt.

31/10/06 21:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Flott

31/10/06 21:02

Andþór

Þú ert snillingur, þetta er æði.

31/10/06 21:02

Vladimir Fuckov

Mjög flott en hefur jafnframt á sjer dapurlegt yfirbragð.

31/10/06 21:02

Upprifinn

Sorglega fallegt fallega sorglegt. Hvað á maður eiginlega að segja, ég held að ég hafi fengið eitthvað í augað.

31/10/06 21:02

Regína

Best að taka fram að þessir "lestir" eru ekkert verra en drykkfeldni og þess háttar, og rímorð og stuðull.

31/10/06 21:02

Huxi

Þú ert skáld, ekki bara vísugerðarmaður.

31/10/06 22:00

krossgata

Fallegt ljóð sem hefur tregafullt yfirbragð. Skál fyrir þér!

31/10/06 22:00

Sundlaugur Vatne

Elsku Regína mín, þetta er ein sú bezta sonnetta sem ég hef lesið á okkar ástkæra ylhýra.
Kæra skáldsystir, megi hróður þinn lengi standa og mundu að bezt er að yrkja sig frá sorginni eins og Egill gerði forðum.

31/10/06 22:00

hvurslags

Já þetta er úrvalssonnetta.

31/10/06 22:00

Skabbi skrumari

Frábært... salút...

31/10/06 22:01

Herbjörn Hafralóns

Fallegt en jafnframt tregafullt. Skál!

31/10/06 22:01

Garbo

Fallegt og vel gert.

31/10/06 22:01

Heiðglyrnir

Jamm... Regína gerir þetta vel og er til fyrirmyndar...Riddarakveðja.

31/10/06 22:01

Regína

[ Roðnar og verður feimin] Ég er nú ekkert skáld. Og þið sjáið meiri trega í þessu en ég. En takk fyrir hlý orð.

31/10/06 22:02

Hakuchi

Uppgjörið er talsvert yfir væntingum sem þó voru æði miklar fyrir. Ég mæli með yfirvogun.

31/10/06 22:02

Huxi

Þú ert allavega meira skáld en ónefndur maður í Skerjafirði, sem titlar sig skáld í Símaskránni.

31/10/06 23:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Ákaflega gott.

1/11/06 00:00

Offari

Glæsilegt Regína. Ég gerði árangurslausar tilraunir til þess að finna eitthvað klúrt í þessu kvæði en ég mun halda áfram að leita. <Glottir> Takk fyrir.

1/11/06 00:01

Þarfagreinir

Já Hakuchi; yfirvogun er betri en yfirvegun, ef eitthvað er.

1/11/06 00:01

Regína

Yfirvogun af yfirvegun hljómar vel.

1/11/06 00:01

hundinginn

Fökking brilliant. Leitt að þjer skuluð vera einar fröken.

10/12/07 03:02

Wayne Gretzky

Ekki gott að svona vel gefin kona sé mannlaus.

Regína:
  • Fæðing hér: 17/9/06 15:56
  • Síðast á ferli: 11/3/24 15:28
  • Innlegg: 25218
Eðli:
Hlédræg, hógvær, hlýleg og virðuleg. Elskuleg kona sem man tímana tvenna, eða þrenna.
Fræðasvið:
Hallarblæti, teningaþvætti, nýliðaþjálfun.
Æviágrip:
Þið getið lesið minningargreinarnar ef þið lifið lengur en ég.
Þangað til skuluð þið bara fylgjast með.