— GESTAPÓ —
Regína
Heiðursgestur.
Pistlingur - 1/12/06
Að telja á latínu.

Það vefst varla fyrir Bagglýtingum að ráða í rómverskar tölur, en kannski kemur fyrir fleiri en mig að rugla saman D og L, þ.e. hvort þýðir 50 og hvort 500. En einhvern tíma rifjaðist upp fyrir mér kennslustund í latínu, og þá leystist málið.

I er sama og einn. II er tveir, III er þrír og fjögur strik þýða 4.
Þegar við erum búin að merkja fjögur strik og ætlum að bæta því fimmta við eru margir sem setja 5. strikið á ská yfir hin fjögur. Rómverjarnir þróuðu þetta enn frekar, spöruðu pláss og slepptu fyrstu 3 strikunum og höfðu bara næst síðasta og skástrikið, þannig að úr varð V.

Svo héldu þeir áfram að bæta við strikum eftir þörfum, en þegar þeir komu upp í 10 þá tvöfölduðu þeir V-ið með því að spegla því niður fyrir, svo úr varð X.

Centum er latneska oðrið fyrir hundrað, svo það er ekkert skrítið að C þýði 100. Ef við tökum ofan af C-inu, þá má með góðum vilja sjá út L, sem er þá helmingurinn af hundrað.

Nú vindum við okkur beint yfir í 1000. Nú verða lesendur að nota ímyndunaraflið því ég get ekki teiknað á þetta forrit. Strokið neðsta hlutan af C-inu út í huganum og speglið því svo til hliðar. Þá kemur út M með mjúkum línum, ekki satt? Ef ég hefði fundið mynd af latneskri áletrun á stein myndi það vera betri útskýring, en þetta verður að duga. Kannski hafðið þið séð slíkt og sjáið fyrir ykkur núna.

Ef ímyndaða M-ið er helmingað, þá kemur D.
Þannig að 500 má ýmist hugsa sér sem C með striki eða hálft M.

Með von um að einhver hafi af þessu gagn eða þá að minnsta kosti eitthvert gaman.

   (20 af 23)  
1/12/06 09:02

Tigra

Ég hélt að 4 væri IV en ekki fjögur strik.
Eins og 6 er VI.

1/12/06 09:02

Regína

Já, þeir hafa fundið upp á því til að spara pláss. Klukkur eru oft með IIII í staðin fyrir IV.

1/12/06 09:02

krumpa

ég hef miklu oftar séð IV heldur en IIII. Finnst IIII reyndar asnalegt - maður sér ekki hvað þetta er en þarf að telja strikin....

1/12/06 09:02

Hakuchi

Þetta eru skemmtilegar útskýringar á kerfinu.

Verð þó að viðurkenna að ég hef sjaldan eða aldrei séð IIII nema á einu kartíer úri.

1/12/06 10:00

Kondensatorinn

Takk fyrir þessar skilmerkilegu útskýringar.
Kannski voru rómverjar ekki svo klikk.

1/12/06 10:00

Dýrmundur Dungal

Eruð þið loksins núna að 8 ykkur á af hverjum rómverska heimsveldið leið undir lok???
(Hallar sér aftur og hlær eins djúpum hlátri og unnt er)

1/12/06 10:00

Golíat

Hættiði þessu nöldri, Regína var að útskýra hvernig kerfið þróaðist. Það var augljóslega ekki fyrr en eftir að þeir fundu upp á að nota V í stað IIIII sem þeir gátu farið að nota IV í stað IIII, eða hvað?
Gaman að þessu annars, takk Regína.

1/12/06 10:01

Þarfagreinir

Merkileg er sú staðreynd að DCLXVI = 666, en það eru öll táknin utan M í lækkandi röð.

Tilviljun?

1/12/06 10:01

Altmuligmanden

Hmmm... Hvernig tengjast útgáfutónleikar Bubba þessu???

1/12/06 10:01

Tigra

Þarfi: Já OG enn fremur... ef þú púslar saman C og X og reynir að fá úr því E... þá gætiru mögulega stafað DEVIL úr DCLXVI.
[Flissar]

1/12/06 10:02

Regína

Skarplega athugað hjá Golíat. Ég hafði ekki áttað mig á þessu!

1/12/06 11:01

B. Ewing

Ixni, pixni, paxi, pú.
Liggjó, rikkó, tali, tú.
Okkó, tappó tilá, lú.
Finna, hinna, hana, nú.

Svona tel ég upp í tólf [Glottir eins og fífl]

2/12/07 03:01

Skreppur seiðkarl

Þetta eru 16 orð. Hvenær ertu kominn upp í 12?

Regína:
  • Fæðing hér: 17/9/06 15:56
  • Síðast á ferli: 11/3/24 15:28
  • Innlegg: 25218
Eðli:
Hlédræg, hógvær, hlýleg og virðuleg. Elskuleg kona sem man tímana tvenna, eða þrenna.
Fræðasvið:
Hallarblæti, teningaþvætti, nýliðaþjálfun.
Æviágrip:
Þið getið lesið minningargreinarnar ef þið lifið lengur en ég.
Þangað til skuluð þið bara fylgjast með.