— GESTAPÓ —
Úlfamaðurinn
Fastagestur með  ritstíflu.
Úlfamaðurinn:
  • Fæðing hér: 29/5/06 15:37
  • Síðast á ferli: 26/10/06 21:39
  • Innlegg: 598
Eðli:
Mikill aðdáandi Baggalútarvefsíðunnar. Lífvörður breska stjórnmálaskýrandans og fyrrum fréttaþular David Icke. Lífvörður Tigru. Lífvörður Dúdda. Sjálfsskipaður sendiherra Tunlgsins. Opinberlega umsagður af Yngri Bróður Össurar Skarphéðinssonar um að vera geðklofa, með messíasarkomplexera, sjálfstortrýmingarhvöt og í brýnni þörf á að dvelja á deild 32 á Landsspítalanum fyrir maníusjúklinga. Lífvörður og aðstoðarmaður ævilangt hjá Hermann Göring.
Fræðasvið:
Sérhæfður í málefnum varúlfa og geimvera. Bý á tunglinu. Sérhæfi mig þar í þjónustu gagnvart vegabréfsáritun til Tunglsins. Hafnað af Yoda sem Jedi - riddari vegna einbeitingarskorts og ofvirkni og athyglisbrests. Nenni ekki að vera sjálfsskipaður Jedi - riddari heldur þar sem nóg er að gera í sendiherrastarfinu.
Æviágrip:
Er í augnablikinu 3.ja ára eða svo á Baggalútísku tímabili. Fæddist varúlfur og þurfti því aldrei að vera bitinn. Þarf engann lífvörð sjálfur þar sem ég er með klærnar og kjaftinn á fullu við fullt tungl. Gerðist sjálfsskipaður sendiherra á Baggalútnum sem þótti mikilmennskubrjálæðislegt og ofbeldisfullt og jafnvel háalvarlegt og refsivert athæfi svo bar næstum við að ég hlyti dauðarefsingu fyrir vikið. Féll í ónáð hjá Ríkissáttarsemjara, og a.m.k. 1. sinni hjá Bubba Morthens. Mikill aðdáandi Hermanns Göring og alls sem honum við kemur.