— GESTAPÓ —
Grágrítið
Fastagestur.
Pistlingur - 5/12/05
Stríðsminjar

Fyrir nokkru skrifaði ég grein í moggann og benti á ýmsar minjar úr seinna stríði sem staðsettar eru í Reykjavík og þyrfti nú að fara að friða. Ekki lág á viðbrögðum frá ráðuneitinu því samdægurs eftir að hafa lesið greinina fór ráðherra í kaffi.
Nú þegar öxulveldi hins illa í keiluhöllinni breyðir úr sér líkt og krabbamein á menningarlífi landans sem það er og þrengir að fyrrum olíbyrgðarstöð bretans þar við hlið magnast upp og tvíeflast áhyggjur mínar og löngun til úrlausna í þessu máli.
Kominn er tími til að dæla regnvatinu upp úr skotbyrjunum og hreinsa burt jarðnestak leifar ólánsamra götumanna úr stjórnbyrginu.
Eru ágætir lesendur eitthvað búnir að brjóta hug um þetta mál?

   (4 af 4)  
5/12/05 08:00

Tigra

Já ég er sammála.
Ég bý skammt frá öskjuhlíðinni og lék mér þarna mikið sem krakki, og það er mjög fróðlegt að virða þetta fyrir sér og skoða.

5/12/05 08:01

Húmbaba

[reynir að ímynda sér hvers kyns leiki lítil tígrisdýr leika]

5/12/05 08:01

Anna Panna

Ég hef mikinn áhuga á akkúrat þessum tíma í sögu Reykjavíkur, enda hef ég hlustað á margar sögur frá pabba sem ólst upp í Þingholtunum á stríðsárunum.
Það væri auðvitað stórsniðugt að reyna að gera eitthvað fyrir þetta svæði og koma upp einhvers konar safni eða álíka, þetta var mjög merkilegur tími fyrir Reykvíkinga og Íslendinga alla.

5/12/05 08:01

Bjargmundur frá Keppum

Já, allt sem dregur athyglina frá leynilegri Öryggis- og stjörnustríðsmiðstöð ríkisins undir Perlunni er jákvætt. Keiluhöllin er bara ekki nógu gott "cover".

5/12/05 08:02

Hakuchi

Ég lék mér líka oft í Öskjuhlíðinni og á sælar minningar þaðan. Það væri ómögulegt að rífa þessar skemmtilegu menjar.

Keiluhöllinn er líka verst rekna fyrirtæki á jörðinni. Um að gera að rústa því og byggja upp kóbaltbirgðageymslur í staðinn.

Óþarfi að koma upp safni þarna. Þá hverfur dulúðin. Það var gaman sem barn að reyna að ímynda sér hvaða starfsemi hafi verið í gangi í hinum og þessum rústum á svæðinu.

5/12/05 08:02

Offari

Iss hér á Sómastað er fyrir langalöngu búið að setja upp stríðsárasafn!

Grágrítið:
  • Fæðing hér: 20/3/06 12:11
  • Síðast á ferli: 24/7/09 09:13
  • Innlegg: 447