— GESTAPÓ —
Húmbaba
Heiðursgestur.
Sálmur - 2/12/10
Óheilnæmar sendingar

Snarað úr renisans kvæði, frakknesku.

Óheilnæmar sendingar

Fátækt gefi þér Guð minn hár,
á gaddinn þig sendi um elliár.
að eyðist þitt vín, hvert einasta tár!
og uppskeran loks [þig] bresti.

Hýbýlum þínum illur í
ami, þungur líkt og blý
(svo karphúsið yrði eins og frí)
eilíft gefi að veri.

og þegar hygðistu betla brauð
bættist slíkt við þína nauð
að enginn skildi orð þín dauð,
í ókunnu fjarlægu landi.

Upp þér lúkist engar dyr
alla nótt þó hríðskelfir
og stúlkan er þú elskaðir
aldrei við þér líti!

   (1 af 3)  
2/12/10 23:02

Heimskautafroskur

Glæsilegt. Skál!

En svona smá: Er hægt að segja „uppskeran loks þér bresti“? Uppskeru loks þig bresti...?

2/12/10 23:02

Anna Panna

Ja ekki vildi ég vera viðtakandi þessarar sendingar.
En vel er kveðið, ó sei sei já.

2/12/10 23:02

krossgata

Voðalega er þessu snyrtilega snarað.

3/12/10 00:00

Billi bilaði

Alveg eðal. Skál!

3/12/10 00:01

Regína

Jájá. Húmbaba er allt of sjaldséður hér.

3/12/10 00:01

Kífinn

Þetta er glæsileg snörun. Má maður spyrja hvort höfundur sé þekktur, og þá hvert hans nafn sé?

3/12/10 00:01

Húmbaba

Skáldið mun heita Mellin de Saint-Gelais, samtímamaður Rabelais, best þekkt fyrir innflutning á sonnettum frá Ítalíu. Ljóðið mun enn fremur heita 'Malédictions contre un envieux' á gallísku.

3/12/10 00:01

Fergesji

Vér segjum sem aðrir: „Vel snarað“.
Bravó.

3/12/10 00:02

Kiddi Finni

Ekki vildi ég fá þessa malediktiu á mig... hefur þú kveðið niður drauga, gætir það örugglega.

3/12/10 02:01

Huxi

Það sést ekki oft svona vel snarað hérna. Það er þá helst Texi þegar snarar nautkálfa sem hafa villst uppá Bakbrotsfell, sem svona góðar snaranir sjást. [Ljómar upp]

Húmbaba:
  • Fæðing hér: 18/2/06 22:26
  • Síðast á ferli: 15/9/16 00:05
  • Innlegg: 1711
Eðli:
Vatnsgreiddur og brúnleitur með glott.
Fræðasvið:
Klaufaskapur
Æviágrip:
Svo virðist sem ekkert hafi hent ennþá.