— GESTAPÓ —
Útvarpsstjóri
Heiðursgestur.
Sálmur - 2/12/09
Uppáhellingur

Nú er enn ein amsturvikan á mig skollin.
Stundarfrið á mæðumorgni
megnar fyrsti kaffibollinn.

Á mánudegi mikinn þarf ég morguntollinn.
vinurinn andann vekur forni,
vænn er ætíð kaffibollinn.

Reykjavíkur þarf að þrauka þyrndan sollinn.
Huga gefur guð að orni
gæfuríkur kaffibollinn.

Eftir daginn oftast vantar allt í kollinn.
Tóbaks- orku aflar kornið
en unaðssemda kaffibollinn.

Ef viltu fyrir kvef og kulda- komast hrollinn,
af volgum drykkjum vömbin þorni
varnar traustur kaffibollinn.

   (2 af 19)  
2/12/09 22:01

Kargur

Amen.

2/12/09 22:01

Rattati

Sammála báðum fyrri ræðumönnum.

2/12/09 22:01

Heimskautafroskur

Afbragð – skál!

2/12/09 22:02

Blöndungur

Ég hef engu við orð Kargs að bæta.

2/12/09 22:02

Meistaraverk - skál!

2/12/09 22:02

Kiddi Finni

Skál- í kaffi!

2/12/09 22:02

hvurslags

Þetta vissi ég alltaf að þú ættir inni. Stórvel ort.

2/12/09 23:00

Garbo

Flott.

2/12/09 23:00

Huxi

Te gerir nú alveg sama gagn. [Glottir eins og fífl]
Flott kvæði...

2/12/09 23:01

Útvarpsstjóri

[Gefur öllum nema Huxa kaffi]

Það er heitt vatn í krana í fjósinu.

[réttir Huxa bolla og tepoka]

2/12/09 23:01

Andþór

Frábært.

3/12/09 00:01

krossgata

Mmmmmmm... kaaaaaffi.
[Ljómar upp]

3/12/09 01:01

Offari

Takk fyrir kaffið.

3/12/09 02:02

Skabbi skrumari

Ljómandi... þetta vekur ýmsar fýsnir... Skál

3/12/09 03:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Úbba-hellingur . . . hellings-varið í þetta kvæði. Skál !

3/12/09 10:00

Dularfulli Limurinn

[Finnur kaffiilminn við þennan lestur]
Algjör snilld.
[Slær kaffiskeiðinni tvisvar létt í bollann og lyfir honum upp]
Skál

Útvarpsstjóri:
  • Fæðing hér: 14/2/06 15:15
  • Síðast á ferli: 8/12/20 14:02
  • Innlegg: 10126
Fræðasvið:
Fornleifafræði, íslensk fræði, guðfræði, trúfræði, almenn kirkjusaga, norræn tungumál o.fl.
Æviágrip:
Fæddur á Seyðisfirði 1. júlí árið 1937, sonur hjónanna Steins Jósua Stefánssonar skólastjóra og Arnþrúðar Ingólfsdóttur húsmóður. Giftist Dóru Erlu Þórallsdóttur (f.1941) og átti með henni börnin Þórhall (f. 1961) og Arnþrúði (f. 1971).

Útvarpsstjóri hóf starfsferil sinn sem skrifstofustjóri Rafmagnsveitna Ríkisins árið 1957. Vann síðan sem kennari frá sama ári til ársins 1965. Árið 1966 tók hann við Seyðisfjarðarprestakalli og gegndi því til ársins 1968. Hóf þá aftur kennslu í Danmörku, við Lýðháskólann í Skálholti og Háskóla Íslands. Árið 1981 tók hann við starfi þjóðgarðsvarðar og prests á Þingvöllum og gegndi því til ársins 1991 er hann tók við starfi útvarpsstjóra.

Hlaut á ævi sinni ýmsar viðurkenningar, m.a. finnsku Hvítu Rósina, Riddarakross sænsku Norðstjörnunnar, Luxemborgarorðuna Ordre se Meride, hina spænsku orðu Ísabellu hinnar kaþólsku, Officer of the British Empire orðuna, Riddarakross hinnar frönsku orðu Heiðursfylkingar og Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu.